Færsluflokkur: Dægurmál

Bændarokk og einsöngur

Grein sem birtist í Morgunblaðinu mánudaginn, 14. apríl 2008.
Höfundur: Daníel Sigurður Eðvaldsson (daniel@mbl.is)

----------------------------------------------------------------------

Framhaldsskólanemar fjölmenntu norður á Akureyri um helgina, en bærinn hýsti hina árlegu og geysivinsælu Söngkeppni framhaldsskólanna annað árið í röð. Talið er að um 2.000 manns hafi lagt leið sína norður til að hvetja áfram sinn skóla, en alls tóku 32 framhaldsskólar þátt í keppninni. Hinn nýstofnaði Menntaskóli Borgarfjarðar sendi atriði í fyrsta skiptið og kom Landbúnaðarháskóli Íslands sterkur inn í keppnina á ný með frumsamið bændarokk af bestu gerð. Keppnin fór fram án mikilla vandræða þrátt fyrir mannfjöldann og fór helgin stórslysalaus fram samkvæmt lögreglunni á Akureyri.
    Í dómnefnd voru Einar Bárðarson, Kristín Björg Þorsteinsdóttir, sem einnig var formaður dómnefndar, Klara Ósk Elíasdóttir úr stúlknasveitinni Nylon, Bryndís Ásmundsdóttir og Seth Sharp. Dómnefndin valdi Dag Sigurðsson, fulltrúa Fjölbrautaskólans við Ármúla, í þriðja sætið og Ingunni Kristjánsdóttur, fulltrúa Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, í annað sætið. Sigurður Þór Óskarsson úr Verslunarskóla Íslands vann keppnina en hann flutti íslenska útgáfu af laginu „The Professor“ eftir Damien Rice og er þetta í fyrsta sinn sem Verslunarskóli Íslands sigrar í þessari keppni.

Hljóðlaus gítar
    „Ég bjóst náttúrlega engan veginn við þessu miðað við hvernig gekk,“ sagði Sigurður eftir keppni en sökum tæknilegra mistaka heyrðist ekkert í gítarnum hans og því söng hann mest allt lagið án undirspils. „Ég reyndi bara að halda ró minni því ég vissi að ég gæti ekkert gert í þessu. Mér fannst eitthvað hallærislegt að hætta og byrja aftur þannig að ég bara ákvað að halda áfram. Þetta lag virkar líka alveg ágætlega svona án undirspils.“
    Stemningin í salnum var mjög góð og skemmtu áhorfendur sér vel. Hins vegar komst hún ekki alveg til skila út til áhorfenda heima í stofu að mati margra sem undirritaður ræddi við eftir keppni. Það sama má segja um verðlaunaafhendinguna en hún var frekar stutt og ómerkileg. Sigurvegari keppninnar fékk varla almennilegt klapp úr salnum eða að njóta sín nógu vel á sviðinu eftir að úrslitin urðu ljós. Bjartur Guðjónsson, kynnir kvöldsins, var einnig gagnrýndur fyrir að koma fram eins og hann væri óundirbúinn. Að öðru leyti fór keppnin fram án mikilla vandræða og fóru allflestir sáttir úr Íþróttahöllinni og bíða nú spenntir eftir næstu keppni sem haldin verður að ári liðnu.
   Söngkeppni framhaldsskólanna hefur svo sannarlega rutt sér inn í íslenska tónlistarmenningu. Í gegnum árin hefur keppnin fætt af sér marga af helstu söng- og listamönnum þjóðarinnar eins og Pál Óskar Hjálmtýssson, Margréti Eiri Hjartardóttur, Emilíönu Torrini, Magna Ásgeirsson og Sverri Bergmann.
    Sigurvegari keppninnar í fyrra, Eyþór Ingi Guðlaugsson, og Arnar Már Friðriksson, sem hreppti annað sætið, keppa nú um að verða söngvari í Bandinu hans Bubba. „Það sem gerir hana [Söngkeppnina] svona sérstaka er ein mitt það að hún hefur gefið þjóðinni alla þessa hæfileikaríku listamenn. Við erum gríðarlega ánægðir að fá tækifæri til að halda þessa keppni og ætlum að gera ennþá betur á næsta ári, enda á keppnin 20 ára afmæli um þær mundir,“ sagði Einar Ben., einn skipuleggjendanna. „Við ætlum ekki að gefa upp neitt um næstu keppni, en hún verður stærri og betri.“


Ölvun ógildir miðan, eða hvað?

drunkÍ 24 stundum í gær, 4. janúar, var fjallað um unglingadrykkju á skólaböllum framhaldsskólana. Ég er sammála þessari grein að mestu leyti. Hinsvegar vill ég þó deila með ykkur minni reynslu á þessum málum og þar að leiðandi bæta við umræðuna.

Á síðustu árum hafa skólayfirvöld hert verulega á þessum vanda og gert ákveðnar ráðstafanir eða refsað aðilum sem hafa verið með læti eða undir áhrifum sem ég tel vera mjög gott.

Ég get þó ekki verið sammála ýmsu. Talað er um sjúkragæslu Rauða krossins og þeirra hlutverk um að gæta ofurölvaða nemenda. Þótt að meðlimir sjúkragæslunar sjá um að sinna þeim málum, eru þeir þó oftast kallaðir til vegna slysa og öðrum óhöppum. Sjálfur hef ég verið í sjúkragæslu og haf flest atvik komið upp vegna reykingar inn á staðnum og ýmiskonar óhöpp nemenda. Ölvuðum nemendum er auðvitað sett í svokallað "dauðaherbegi" (á þjóðhátíð er fólk sett í "dauðagáminn" t.d.). Dauðaherbegið er yfirleitt sama herbegi og gæslan / sjúkragæslan notar undir sína starfsemi. Einu sinni lentum við í því að einn gesturinn er að með hótanir í garð gæslunar vegna ölvunar og slagsmála. Málin enda þannig að móðir drengsins kemur í hús og hundskammar drenginn sinn fyrir framan okkur, dregur hann út á eyrunum og þakkar okkur fyrir að hringja í sig.

Á síðustu 10 árum eða svo hefur ballmenning menntaskólana breyst verulega. Áður fyrr gat nemendafélag fengið styrk frá áfengsbirgjum og framleiðendum. Áður fyrr var reglan "Ölvun ógildir miðan" sett á alla aðgöngumiða í eins litlu letri og hægt er og hunsað. Mikið var um drykkju og skemmtun. Þó var lítið um slagsmál og vandræði. Það hófst ekki almennilega fyrir en nokkru seinna. Auðvitað kom alltaf upp smá vandamál en það varð ekki áberandi slæmt fyrir en um þremum árum síðan eða svo. Í dag hafa skólayfirvöld föst tök inn í skólaböll nemendafélaga. Það gilda ákveðnar reglur sem þarf að fylgja og ef það er ekki gert á það von á refsingu, sem getur verið allt frá bann á næsta balli til brottvísun úr skólanum. 

Hvað varðar að auka atburðum innan veggja skólans er ég alveg mjög sammála um. Maður á auðvitað að reyna að nýta sér þá aðstöðu sem viðkomandi hefur undir höndum. Þrátt fyrir það á ekki að þvínga einn eða neinn til þess að gera eitthvað. Gengur bara ekki þannig.   

Eins og ég sé þetta vera þurfa foreldrar og forráðamenn að sinna börnum sínum mun meira en þau gera. Alltaf ef eitthvað kemur upp á er hringt í skólan og kvartað. Skólinn á ekki að þurfa að kenna öll gildin í samfélaginu, foreldrar eiga að mínu mati að kenna sínum börnum rétta meðhöndlun áfengis og réttu gildin hverju sinni. Ekki bara henda þeim í skólan og ætlast til að fá rétt uppalið barn í lok skólaársins. Það virkar ekki þannig.


Flugeldafárið

Þann 28. desember opna flugeldasölur landsins. Björgunarsveitirnar hafa síðustu vikur verið á fullu að skipuleggja sölustaði sína á meðan þeir seldu jólatré til almennings með góðum árangri, enda seldust flest tré upp.

Flugeldasalan er stærsta fjáröflun björgunarsveita. Með þeim pening geta sveitirnar keytp nauðsynlegan búnað og tæki til þess að vera klárir í slaginn þegar á sveitirnar reynir. Í desember sem dæmi gekk yfir mikið óveður allstaðar á landinu og voru björgunarsveitarmenn að stöfum nánast í 5 sólahringa víðsvegar um landið.

Margir einkaaðilar hafa síðustu ár verið að stækka sínar sölur til muna og veita Björgunarsveitum og góðgerðafélögum stranga samkeppni. Persónulega finnst mér það í raun allt í lagi, enda staðreynd að þeir selja sína flugelda aðeins ódýrari og gerir það að verkum að allir hafa möguleikan á að versla sér flugelda. Hinsvegar finnst mér alveg út í hött þegar einkaðilar eru að gera allt til þess að líkjast björgunarsveitarstöðum, eins og gert var í fyrra. Þá með að vera í svipuðum einkennisfatnaði og setja upp sölur á sama stað og björgunarsveitir eru með sínar.

Margir einstaklingar hafa talað um að Björgunarsveitir eigi að fá einkaleyfi fyrir flugeldasölu á landinu og er ég á móti þeirri hugmynd. Það á ekki að neyða neinn til þess að kaupa flugelda af ákveðnum einstaklingum eða hrinda samkeppninni út úr markaðinum. Hinsvegar er það staðreynd að landsmenn treysta björgunarsveitum landsins og fara gjarnan til þeirra og versla.

Gleðileg jól, farsælt komandi ár og farið varlega þegar þið skjótið upp flugelda :)

Er skítkast og leiðindi rétta leiðin?

Í síðustu færslu fjallaði ég um keppni Menntaskólans í Reykjavík og Fjölbrautaskólans við Ármúla og allt það rugl sem hefur hringsólað í kringum keppnina.

Á síðustu dögum hef ég fylgst mikið með fréttum, mismunandi bloggfærslum og svörum á spjallborðum og fréttum. Það sem hneykslar mig hvað mest við þetta mál er kjafturinn á MRingum. Fyrir skóla sem hefur eins góða ímynd og MR hefur finnst mér það vera alveg út í hött hvernig eigið skólafélag talar um dómara, FÁ og keppnina.

[...] Það versta sem við í MR-liðinu gerðum átti sér stað í dómarasamningunum en við völdum t.a.m. Kristínu Svövu Tómasdóttur femínasista sem dæmdi MR aldrei hærra en 4 af mögulegum 10 á dómblaðinu sem er gjörsamlega fáránlegt og alveg út'úr kú við það sem eðlilegt er í MORFÍs heiminum. Það má í raun segja að þessi dómgæsla hafi næstum kostað okkur sigurinn. [...]


Þetta stendur t.d. á forsíðu skólafélagsvef MR. Ég sem tengist vefsíðugerð mikið og passa mikið upp á siðferði á netinu finnst mér MRingar vera barnalegir og fúlir yfir niðurstöðu keppninnar. Sérstaklega að skrifa svona sora um einstakling finnst mér vera bara vel yfir siðferðismörkum. Kristín Svava skrifaði m.a.  eftirfarandi á blogginu sínu:

[...] Ég er sumsé flækt í menntaskólapólitík. Þannig er mál með vexti að á föstudagskvöld dæmdi ég ræðukeppni milli Menntaskólans í Reykjavík og Fjölbrautaskólans við Ármúla. Leikar fóru þannig að liðin voru jöfn. Meðdómendur mínir höfðu báðir dæmt MR sigur en ég FÁ. Öll vorum við hins vegar sammála um ræðumann kvöldsins, sem kom úr FÁ. Eitt okkar taldi að reglurnar væru þannig að í jafntefli ynni það lið sem ætti ræðumann kvöldsins. Ég hringdi eitt símtal í Morfískunnugan mann, sem staðfesti þetta. Oddadómari tilkynnti því að FÁ hefði sigrað. Síðar um kvöldið kom í ljós að þetta var rangt, reglunum hefði verið breytt og það lið ynni sem fleiri dómarar dæmdu sigur. MR er því réttdæmdur sigurvegari keppninnar. [...]


Þetta er nákvæmlega það sem FÁ er að berjast fyrir, hvort þessi lög séu til. Fyrst að aðrir dómara, dómarar keppninar og fyrrverandi stjórnarmeðlimi morfís vita ekkert um að þessi lög séu til. Er þá ekki alveg sjálfsagt að leggja inn formlega athugasemd til þess að athuga hvað er rétt og hvað er rangt. Ég get alveg verið sammála að mér finnst þessi lög um að því fleiri dómarar sem dæma viðkomandi skóla sigur (í þessu tilviki 2 dómarar með MR, 1 með FÁ) sé sigurvegari í jafntefli. Ég mun alveg hrósa MRingum fyrir sigri ef allur vafi sé kominn út úr þessari keppni.

Hinsvegar finnst mér ekki nógu mikil ástæða fyrir að afturkalla dóm bara útaf því að vefsíða segir svo. Að mínu mati þarf að leggja fram formlega kæru inn til stjórn Morfís sem á svo að fella nýjan dóm ef rök eru fyrir hendi. Það er ekki bara nóg að benda á vefsíðu og segja að þetta sé rétt og ætlast til að breyta dómnum á stundinni. Þess vegna tel ég að FÁ sé ennþá sigurvegari þangað til að formleg kæra frá MRingum komi inn til stjórn Morfís og að morfís dómur gefi út yfirlýsingu um að dóminum hafi verið breytt.

Að lokum, ef einstaklingar vilja tala illa um aðra og nota orð eins og "femínasíta" þá gerið það milli ykkar. Ekki blogga um það á fréttavefnum og hvað þá á opinberu málsgangi skólafélags.

Ef þú lesandi góði vilt lesa meira um málið, vill ég benda á eftirfarandi færslu (einnig mína færslu hér að neðan)
http://skolafelagid.mr.is/
http://framtidin.mr.is/
http://www.fa.is/
http://www.faviti.is/
http:/kristinsvava.spekingur.com/

Eitt svona í lokin ...  (fengin af: http://viewmorepics.myspace.com/index.cfm?fuseaction=viewImage&friendID=129990945&albumID=0&imageID=13237693)....
l_5bace9107ba229f2afe4174d0335b276


Ármúlaskóli sigraði Menntaskólann í Reykjavík í Morfís, eða hvað?

Nú er ræðukeppni milli Ármúlaskólans og Menntaskólans í Reykjavík afstaðinn. Keppnin var haldin í sal FÁ, en MR höfðu heimavallaréttinn. Keppnin var einnig send út beint á vefsíðu nemendafélagsins, faviti.is og s.k.v tölum voru margir sem nýttu sér þessa tækni.

Eftir þvílíka baráttu milli skólana endaði keppnin í jafntefli eða 1200 stigum á hvert lið. Lið Ármúlaskólans fékk 5 refsistig fyrir að tala 5 sek lengur en tímarammi segir. Bæði liðin stóðu sig mjög vel. Dómari kynnti stöðu mála og hvernig sigurlið kvöldsins er valið þegar liðin enda í jafntefli. S.k.v oddadómara, Hjálmari Stefán Brynjólfssyni, sigrar það lið sem ræðumaður kvöldsins tilheyrir, sem í þessu tilfelli var ræðumaður FÁ, Davíð Örn Hjartarson stuðningsmaður liðsins.

Tek það fram að Hjálmar er að mínu mati góður dómari og hef ég ekkert illt um hann að segja eða vinnubrögð hans. Þetta á líka við aðra dómara, keppendur og kapplið.

Hinsvegar eftir að keppni lauk heyrði maður fréttir af því að lög Morfís sögðu eitthvað allt annað og þar að leiðandi var MRingum dæmdur sigur.

Fyrir skóla sem hefur sjaldan náð upp úr 1. umferð eru þetta mikil framför og er ég mjög stoltur af mínu líði (FÁ) hvernig sem þetta mál þróast. En eitt er víst, Ármúlaskólinn ætlar ekki að gefast upp auðveldlega og ætlar að fylgja þessu máli eftir þangað til að endaleg niðurstaða færst í málinu.

Hinsvegar tel ég mjög mikilvægt að eyða öllum vafa kringum þessa keppni. Lögin segja ákveðið og dómari keppninar segir hitt. Þetta mál liggur ennþá einhverneigin í lausu lofti og eins og ég sagði í síðustu línum verður að fjarlægja öllum vafa úr úrslitunum áður en liðin fagna sigri. Það þarf að komast til botns í þessu máli og fyrir því munum við Ármýlingar berjast alveg til enda, hvernig sem staðan verður þegar þangað er komið FÁ eða MR. Einnig finnst mér mjög gaman að sjá og fylgjast með hversu fljótir MRingar séu aftur upp á háhestinn eftir að fá góðan skell í framan í gær miðað við sigurvímuna sem þeir eru komnir aftur í. Þetta hef ég séð frá MRingum sem ég hef talað við og lesið á vefsíðum þeirra.

Nú er MR mjög virtur skóli sem hefur gengið vel í Morfís á síðustu árum. Ármúlinn er stór skóli sem hefur hingað til ekki gengið vel í Gettur Betur né Morfís. Síðasta keppni sem FÁ hefur unnið í Morfís var á móti MK fyrir tveimum árum í 1. umferð. Hinsvegar segjum svo að FÁ hefði verið með tvo dómara bakvið sig en MR aðeins einn dómara. Myndi MR ekki samt sem áður reyna að finna leið til þess að vinna? Er alls ekki að koma með einhver leiðindi eða vera tapsár en svona er þetta. Persónulega myndi ég alveg gera það ef það er einhver vafi sem liggur kringum þessa keppni eins og sjá má. FÁ hefur í raun engu að tapa. Hinsvegar er væri þetta stórt högg á MR ef úrslitin hefðu staðist. Það má samt segja að með þessari keppni hafi FÁ hækkað verulega í áliti hjá mörgum. Hef talað við marga morfís fróða menn og aðra aðila um keppnina og flestir voru mjög hissa á því hversu vel Ármýlingarnir stóðu sig og hvað þeir komu verulega á óvart í ár.

Stóra spurning er hvort að dómari hafi vitnað í úreld lög eða eitthvað annað fróðlegt. Sjá má sem dæmi á vefsíðu Framtíðarinnar eftirfarandi svar frá Halldóri Grímssyni, dagsett 17. nóv kl 15:47 (slóð á þráðinn)

Ansi merkileg þessi keppni. Mig minnir reyndar að þau lög morfís sem raunverulega dæma MR sigurinn:

"3.12 Verði lið jöfn að stigum sigrar það lið sem fleiri dómarar dæma sigur..."

hafi verið afnumin 1988.

Reyndar voru það þá MR-ingar sem töpuðu vegna reglu þeirri og fengu hana afnumda; en greinilega aðeins nógu lengi til þess að geta nýtt sér hana í þetta sinn; því hún er í dag greinilega við lýði.


MRingar hafa verið duglegir að spjalla um þetta mál á spjallborði Framtíðarinnar og Skólafélagsins.

"Humm... Í sambandi við þetta sem halldorg var að segja, er nokkuð búið að afnema lögin? Og þar sem orðið á götunni er að fávitar ætli að kæra þetta, eigum við það þá á hættu að missa sigurinn?"

Nei þau voru afnuminn eins og ég sagði 1988 þegar MR-ingar kærðu vegna þess að þeir töpuðu á þeim. En þau hafa aftur verið samþykkt; eins og mátti lesa úr því sem ég skrifaði hér fyrir ofan. En ég hef enga trú á þessu orði á götunni þar sem ég talaði nú við einn af þeim persónulega um þetta; þeir ætla ekki að kæra á biturleikanum einum.


Ný spyr ég ykkur lesendur góðir og þá sérstaklega Morfís fróða menn hvað ykkar skoðun er á þessu máli.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband