Nóg komið af vitleysunni?

Ég hef ekki bloggað núna síðan í janúar á síðasta ári og kemur það svo sem ekki á óvart að ég skildi brjóta þessa þögn á þessum degi. Var kominn með nokkuð langorðan pistill niður á blað en hreinlega nenn ekki að eyða púðri í enn eina vitleysu sem kemur úr þessu fólki. Ætla því bara að segja tvennt.

Það er nú hægt að ræða það hvort það eigi að vera hærra en milljón eða ekki, en þetta er þá bara svona stríðsskaðaskattur eins og Bandaríkjamenn lögðu á eftir Seinni heimsstyrjöldina. Þeir voru með 94% skatt á hæsta tekjuhópnum til að fjármagna stríðskostnaðinn. Það má kannski segja að okkar stríðskostnaður sé bara kostnaðurinn af bankahruninu sem einhver þarf að borga. Og það er náttúrlega réttlátt að þeir sem eru með þessi laun, allt upp undir tíu sinnum hærri laun en venjulegt verkafólk, borgi margfalt meira til samfélagsins

Lilja Mósesdóttir, Vill stríðsskatt á tekjuháa - visir.is

Ef ríkisstjórnin ætlast til að almennir borgarar eigi endalaust að gjalda fyrir mistök ríkisvaldsins, bankana og aðra þá er eitthvað mikið að. Vissulega sjálfsagt að það þarf að fórna einhverju en einhverstaðar þarf að draga strikið. Ef ríkið ætlar í stríð við almenning er þá ekki bara tímaspursmál hvenær púðurtunnan loksins springur og almenningur fari í "stríð" við ríkisstjórnina og Alþingi. Ef það er komið nóg af vitleysunni þá eiga þau á Alþingi frekar að skoða sinn gang.

En til að undirstrika það sem mun að öllum líkindum gerast ef svona skattafrumvarp verði samþykkt, sé ekki ástæðu til að leggja á mig þessa vinnu við að skrifa meira að sinni.


mbl.is Nóg komið af vitleysunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband