Ármúlaskóli sigraði Menntaskólann í Reykjavík í Morfís, eða hvað?

Nú er ræðukeppni milli Ármúlaskólans og Menntaskólans í Reykjavík afstaðinn. Keppnin var haldin í sal FÁ, en MR höfðu heimavallaréttinn. Keppnin var einnig send út beint á vefsíðu nemendafélagsins, faviti.is og s.k.v tölum voru margir sem nýttu sér þessa tækni.

Eftir þvílíka baráttu milli skólana endaði keppnin í jafntefli eða 1200 stigum á hvert lið. Lið Ármúlaskólans fékk 5 refsistig fyrir að tala 5 sek lengur en tímarammi segir. Bæði liðin stóðu sig mjög vel. Dómari kynnti stöðu mála og hvernig sigurlið kvöldsins er valið þegar liðin enda í jafntefli. S.k.v oddadómara, Hjálmari Stefán Brynjólfssyni, sigrar það lið sem ræðumaður kvöldsins tilheyrir, sem í þessu tilfelli var ræðumaður FÁ, Davíð Örn Hjartarson stuðningsmaður liðsins.

Tek það fram að Hjálmar er að mínu mati góður dómari og hef ég ekkert illt um hann að segja eða vinnubrögð hans. Þetta á líka við aðra dómara, keppendur og kapplið.

Hinsvegar eftir að keppni lauk heyrði maður fréttir af því að lög Morfís sögðu eitthvað allt annað og þar að leiðandi var MRingum dæmdur sigur.

Fyrir skóla sem hefur sjaldan náð upp úr 1. umferð eru þetta mikil framför og er ég mjög stoltur af mínu líði (FÁ) hvernig sem þetta mál þróast. En eitt er víst, Ármúlaskólinn ætlar ekki að gefast upp auðveldlega og ætlar að fylgja þessu máli eftir þangað til að endaleg niðurstaða færst í málinu.

Hinsvegar tel ég mjög mikilvægt að eyða öllum vafa kringum þessa keppni. Lögin segja ákveðið og dómari keppninar segir hitt. Þetta mál liggur ennþá einhverneigin í lausu lofti og eins og ég sagði í síðustu línum verður að fjarlægja öllum vafa úr úrslitunum áður en liðin fagna sigri. Það þarf að komast til botns í þessu máli og fyrir því munum við Ármýlingar berjast alveg til enda, hvernig sem staðan verður þegar þangað er komið FÁ eða MR. Einnig finnst mér mjög gaman að sjá og fylgjast með hversu fljótir MRingar séu aftur upp á háhestinn eftir að fá góðan skell í framan í gær miðað við sigurvímuna sem þeir eru komnir aftur í. Þetta hef ég séð frá MRingum sem ég hef talað við og lesið á vefsíðum þeirra.

Nú er MR mjög virtur skóli sem hefur gengið vel í Morfís á síðustu árum. Ármúlinn er stór skóli sem hefur hingað til ekki gengið vel í Gettur Betur né Morfís. Síðasta keppni sem FÁ hefur unnið í Morfís var á móti MK fyrir tveimum árum í 1. umferð. Hinsvegar segjum svo að FÁ hefði verið með tvo dómara bakvið sig en MR aðeins einn dómara. Myndi MR ekki samt sem áður reyna að finna leið til þess að vinna? Er alls ekki að koma með einhver leiðindi eða vera tapsár en svona er þetta. Persónulega myndi ég alveg gera það ef það er einhver vafi sem liggur kringum þessa keppni eins og sjá má. FÁ hefur í raun engu að tapa. Hinsvegar er væri þetta stórt högg á MR ef úrslitin hefðu staðist. Það má samt segja að með þessari keppni hafi FÁ hækkað verulega í áliti hjá mörgum. Hef talað við marga morfís fróða menn og aðra aðila um keppnina og flestir voru mjög hissa á því hversu vel Ármýlingarnir stóðu sig og hvað þeir komu verulega á óvart í ár.

Stóra spurning er hvort að dómari hafi vitnað í úreld lög eða eitthvað annað fróðlegt. Sjá má sem dæmi á vefsíðu Framtíðarinnar eftirfarandi svar frá Halldóri Grímssyni, dagsett 17. nóv kl 15:47 (slóð á þráðinn)

Ansi merkileg þessi keppni. Mig minnir reyndar að þau lög morfís sem raunverulega dæma MR sigurinn:

"3.12 Verði lið jöfn að stigum sigrar það lið sem fleiri dómarar dæma sigur..."

hafi verið afnumin 1988.

Reyndar voru það þá MR-ingar sem töpuðu vegna reglu þeirri og fengu hana afnumda; en greinilega aðeins nógu lengi til þess að geta nýtt sér hana í þetta sinn; því hún er í dag greinilega við lýði.


MRingar hafa verið duglegir að spjalla um þetta mál á spjallborði Framtíðarinnar og Skólafélagsins.

"Humm... Í sambandi við þetta sem halldorg var að segja, er nokkuð búið að afnema lögin? Og þar sem orðið á götunni er að fávitar ætli að kæra þetta, eigum við það þá á hættu að missa sigurinn?"

Nei þau voru afnuminn eins og ég sagði 1988 þegar MR-ingar kærðu vegna þess að þeir töpuðu á þeim. En þau hafa aftur verið samþykkt; eins og mátti lesa úr því sem ég skrifaði hér fyrir ofan. En ég hef enga trú á þessu orði á götunni þar sem ég talaði nú við einn af þeim persónulega um þetta; þeir ætla ekki að kæra á biturleikanum einum.


Ný spyr ég ykkur lesendur góðir og þá sérstaklega Morfís fróða menn hvað ykkar skoðun er á þessu máli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég var meðal þeirra sem stofnuðu Morfís sumarið 1984 og var viðloðandi keppnina í mörg ár eftir það, stundum sem þjálfari, stundum sem dómari.

Ég get sagt allt um gömlu 2-1 regluna sem svo var kölluð.  Hún gilti aðeins í eitt ár, var sett vorið 1986 en afnumin 1987 (ekki 1988).  Hún snerist um það að ef tveir dómarar dæmdu sama liðinu sigur skyldi það sigra, jafnvel þótt heildarstigatala segði annað.  Þetta var vitaskuld gert vegna þess að fyrstu tvo veturna, 1984-1985 og  1985-1986 komu ítrekað upp dæmi þar sem einn dómari af þremur dæmdi gjörsamlega út í hött með öfgafullum mun, þvert á skynsamlega dóma hinna tveggja og réði þannig einn úrslitum.  

Með þessu átti auðvitað að hætta að tilkynna stig en það fórst fyrir í framkvæmd þannig að þegar svona dæmi komu upp var tilkynnt á þá leið að skóli A hefði fengið 1400 stig en skóli B 1350 stig, samt vinnur skóli B.  Þetta réði m.a. úrslitum þetta vorið þegar Sigmar Guðmundsson og félagar hans í FG sigruðu MR-inga, m.a. þá Illuga Gunnarsson  og Birgi Ármannsson (svo ég nefni til gamans þá keppendur sem helst eru þjóðkunnir í dag).

Þetta var sem sagt almenn 2-1 regla en ekki regla um úrræði þegar lið skylja jöfn.  Ég er næsta viss um að ákvæði hafi verið um slíkt í reglunum á þessum árum en ég man ekki í herju það hefur falist.   Það skiptir heldur engu máli fyrir ykkur núna hvað kann að hafa verið í lögunum einhvern tímann áður, það sem nú hlýtur að skipta máli er hvað stendur í núgildandi lögum, þeim hefur örugglega margoft verið breytt á 20 árum! Ég get því engan vitnisburð gefið sem segir neitt til um hver er réttur sigurvegari í keppni á árinu 2007.  Hins vegar sá ég að þú varst að velta fyrir þér gömlu 2-1 reglunni og vildi því skýra hvað í henni fólst.

Bjarki Karlsson (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 21:43

2 Smámynd: Daníel Sigurður Eðvaldsson

Sæll Bjarki, þakka fyrir þessa skemmtilega og góða fræðslu um Morfís og 2-1 regluna. Þetta svaraði spurningu minni um 2-1 regluna eins og þú kallar hana.

Þakka þér kærlega fyrir :)

Daníel Sigurður Eðvaldsson, 17.11.2007 kl. 21:51

3 identicon

Lögin eins og þau standa í dag eru slík að ef um jafntefli er að ræða þá er það fjöldi dómara sem dæmir öðru liðinu í hag sem ræður úrslitum. Reglurnar eru mjög skýrar og dagsettar frá aðalfundi 2006, þegar lögin eins og þau birtast á MORFÍs síðunni eru síðast endursamþykkt.

Guðmundur Egill (IP-tala skráð) 18.11.2007 kl. 04:36

4 identicon

"Hinsvegar segjum svo að FÁ hefði verið með tvo dómara bakvið sig en MR aðeins einn dómara. Myndi MR ekki samt sem áður reyna að finna leið til þess að vinna?"

Það er ekkert til sem heitir að "finna leið til þess að vinna". Reglur eru reglur og það er einfaldlega farið eftir þeim. Við í MR liðinu kíktum á Morfís lögin eftir keppnina til þess að vera alveg vissir á þessu og uppgötvuðum þá að við unnum. Ef lögin hefðu verið eins og oddadómari hélt fram þá hefði þetta mál verið búið af okkar hálfu enda ekkert sem við getum gert annað en að hlýða lögunum.

Ari Guðjónsson (IP-tala skráð) 18.11.2007 kl. 18:13

5 Smámynd: Daníel Sigurður Eðvaldsson

Það hafa verið til dæmi þar sem fólk leitar að einhverju ástæðu til að vinna. Það er í raun svipað og MR gerði, skoðaði lögin hvort að úrslitin séu réttlætanleg. Það er hægt að túlka "finna leið til þess að vinna" þannig. Skoða hvort að lögin séu rétt og að viðkomandi lið hafi virkilega unnið. Er ekki að segja þetta í neinu vondu samhengi né að gera lítið úr lögum. Lög eru lög.

Daníel Sigurður Eðvaldsson, 18.11.2007 kl. 18:55

6 identicon

Núna var ég ekki viðstaddur þessa greinilega rohosalegu keppni en hefði gjörsamlega viljað það. Fór frekar á MH-MS sem var greinilega ekki nógu sniðugt, miðað við hasarinn sem var í gangi uppí Harward!

Ég hef mikið verið spurður um þetta mál og lögin í heild sinni eftir að þetta "keis" kom upp núna á föstudag og það eina sem ég get sagt fyrir víst að síðast þegar ég kíkti á þessi tilteknu lög um jafnteflið að þá hljómuðu lögin öðruvísi. Ég spáði mikið í þessu í kringum keppni okkar Verzlinga gegn MH-ingum 2004 þegar við unnum með einu stigi. Keppnin fór 1544-1543 og MH-ingarnir töpuðu sumsé á refsistigum. Unnu með tveimur stigum en eftir að refsistig voru tekin inní dæmið þá unnum við með einu stigi (þeir fengu 6 refsistig og við 3)!

Við spáðum mikið í hvað hefði gerst ef keppnin hefðu nú bara endað í jafntefli, einhver Verzlinganna hefði fengið einum lægra í geðþótta eða einn MH-ingurinn einum hærra. Ég kíkti á lögin og þau sögðu þá, á þeim tíma, að ef keppni myndi enda jöfn að stigum þá myndi ræðumaður kvöldsins ráða úrslitum, sem var einmitt okkar megin í þeirri keppni og við bara: "hjúkk, við hefðum unnið þótt þetta hefði farið jafnt". Og ef það myndi ekki ráða úrslitum (þ.e. ef tveir væru efstir og jafnir) þá væri leitað í næsta ræðumann og svo næsta o.s.frv.! Hinsvegar var sá galli í kerfinu að það var ekkert neyðarúrræði t.d. ef bara allir keppendur yrðu dæmdir jafnir. Það var gallinn sem ég sá alltaf við þáverandi lagabókstaf.

Hinsvegar fannst öllum alltaf fáránlegt að vera að tala um einhver úrræði við jafntefli í MORFÍS því það myndi aldrei nokkurn tímann koma á yfirborðið og þessi eins stigs sigur okkar Verzlinga var eitthvað sem átti aldrei aftur eftir að gerast... en jújú núna árið 2007 hefur sá atburður gerst að keppnin endaði NÁKVÆMLEGA JÖFN og hafði greinilega erfiðar afleiðingar í för með sér. Skííííítleiðinlegt get ég trúað fyrir FÁ-ingana að vinna en svo tapa seinna um kvöldið gegn þessum mikla og sögufræga skóla MR! Einstaklega svekkjandi eflaust einnig þar sem FÁ-ingarnir áttu þessi fimm refsistig sem komu í keppninni.

En eins og ég segi, þá var ég ekki viðstaddur keppnina og get svosem ekki sagt neitt til um hvort mér hafi fundist einhver skandall gerður í dómgæslu einstakra dómara. En ég get samt sagt það að þegar fréttirnar af keppninni bárust uppí Menntaskólann við Hamrahlíð á föstudaginn þá fór um margan manninn og þetta hefðu orðið einhverjar rosalegustu MORFÍS-fréttir lengi að FÁ hefði slegið út MR í 16-liða úrslitum.

Reyndar er jafnteflið eitt og sér og svo atburðarásin í kjölfarið alveg til þess fallið að komast í hóp þessara "rosalegu" MORFÍS-frétta, engin spurning :)

Byssan (IP-tala skráð) 18.11.2007 kl. 22:37

7 Smámynd: Daníel Sigurður Eðvaldsson

Þakka fyrir þessa skemmtilegu færslu :) Í sjálfu sér tel ég FÁ hafa unnið stórsigur þótt að MRingar taka þetta á tæknilegum nótum. FÁ hafði gjörsamlega engu að tapa, MRingarnir hinsvegar ekki. Í sjálfu sér að hafa náð að gera jafntefli við MR veldið og sigra þá ... tímabundið ... tel ég persónulega vera stór sigur sem sýnir að FÁ séu alls engin fávitar :P

Sjálfur hef ég skoðaði ég lög morfís á sínum tíma þegar ég starfaði sem Ritari NFFÁ þar sem ég lagði sérstaka áheyrslu á morfís og gettu betur í skólanum. Svo eftir fregnir um þennan "dómaraskandall" eins og MRingar tala um, ákvað ég að lesa þau upp á nýtt.

Þar rakst ég einmitt á eitt skemmtilegt tengt aðalfundi. Í lögunum um aðalfund er talað um að aðalfundur sé aðeins löglegur ef til hans er boðað með 10 daga fyrirvara. Í ár var fundurinn 19. sept og var FÁ boðaður með tölvupósti þann 10. sept, sem gerir þá 9 daga fyrirvara. Væri þá ekki aðalfundurinn ólöglegur?

Daníel Sigurður Eðvaldsson, 18.11.2007 kl. 22:55

8 identicon

Já, þetta er leiðinlegt mál. Rakst á þessa bloggfærslu þegar ég googlaði þessa keppni. Sjálf er ég stoltur FÁ-ingur og er mjög stolt af okkar skóla fyrir þennan frábæra árangur, þó svo að við séum formlega búin að "tapa". Mér finnst það nú bara sigur í sjálfu sér að fá jafntefli á móti skóla sem kom inn algjörlega sigurviss. Þarna lærðu MR-ingar, og aðrir, að það skal ekki vanmeta okkur FÁinga ;)

Alexandra Diljá (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 14:31

9 identicon

Ég held líka að MR-ingar mættu slaka á barnaskapnum líka á síðum þeirra með þessum kommentum sem eru í gangi.. þetta er komið gott og það á síðum þeirra svo að allir sjái, alveg út í hött.. vantar þroskan í suma þarna

Ale (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 09:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband