Flugeldafárið

Þann 28. desember opna flugeldasölur landsins. Björgunarsveitirnar hafa síðustu vikur verið á fullu að skipuleggja sölustaði sína á meðan þeir seldu jólatré til almennings með góðum árangri, enda seldust flest tré upp.

Flugeldasalan er stærsta fjáröflun björgunarsveita. Með þeim pening geta sveitirnar keytp nauðsynlegan búnað og tæki til þess að vera klárir í slaginn þegar á sveitirnar reynir. Í desember sem dæmi gekk yfir mikið óveður allstaðar á landinu og voru björgunarsveitarmenn að stöfum nánast í 5 sólahringa víðsvegar um landið.

Margir einkaaðilar hafa síðustu ár verið að stækka sínar sölur til muna og veita Björgunarsveitum og góðgerðafélögum stranga samkeppni. Persónulega finnst mér það í raun allt í lagi, enda staðreynd að þeir selja sína flugelda aðeins ódýrari og gerir það að verkum að allir hafa möguleikan á að versla sér flugelda. Hinsvegar finnst mér alveg út í hött þegar einkaðilar eru að gera allt til þess að líkjast björgunarsveitarstöðum, eins og gert var í fyrra. Þá með að vera í svipuðum einkennisfatnaði og setja upp sölur á sama stað og björgunarsveitir eru með sínar.

Margir einstaklingar hafa talað um að Björgunarsveitir eigi að fá einkaleyfi fyrir flugeldasölu á landinu og er ég á móti þeirri hugmynd. Það á ekki að neyða neinn til þess að kaupa flugelda af ákveðnum einstaklingum eða hrinda samkeppninni út úr markaðinum. Hinsvegar er það staðreynd að landsmenn treysta björgunarsveitum landsins og fara gjarnan til þeirra og versla.

Gleðileg jól, farsælt komandi ár og farið varlega þegar þið skjótið upp flugelda :)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband