Brúðguminn (2008)

Ég kíkti einmitt um helgina á nýjustu mynd Baltasars, Brúðguminn. Ég hafði gert mér ákveðnar væntingar eftir að hafa séð myndbrotið. Þrátt fyrir að þessar væntingar mínar höfðu ekki verið uppfyllt nema að hluta skemmti ég mér þokkalega vel á myndinni. Væntingar mínar voru aðalega gangvart húmorinum sem átti að vera í myndinni. Myndin ber einkenni eins og flestar íslenskar kvikmyndir. Sýna okkur daglegt líf manna í tilvístarkreppu. Aftur á móti var ég ánægður með framsetninguna á persónunum og hlutverki og þá sérstaklega á kvikmyndatöku og frágang myndarinnar.

Myndin fjallar um Jón Jónsson kennara og gerist myndin í raun á tveimum sólarhringum, þótt að umfjöllunarefni myndarinnar sé 2 til 3 ár. Myndin gerist í Flatey en einnig í Reykjavík. Jón er að gifta sig í annað sinn og er unnusta hans miklu yngri en hann sjálfur. Ekki eru allir sáttir með brúðkaupið og þá sérstaklega tengdaforeldrar Jóns. Jón hefur hinsvegar mikið að hugsa um fortíðina og hvernig allt á eftir að ganga.

Húmorinn skín í gengum myndina með ýmsum hætti sem best er að þú komist að á eigin vegu. Það sem heillaði mig hvað mest var sögusviðið á Flatey og þessi einangrun þar sem allir þekkjast mjög náið og engin næstum engin leyndarmál eru.

Ég mæli með þessari mynd en það þarf svolítið að setja sig inn í einstaklinga og atburði til þess að ná fullkomnum skilningi á aðstæðum. Ég gef þessari mynd 3 stjörnur.


mbl.is Góð aðsókn á Brúðgumann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband