17 ára stúlka sigrar Söngkeppni Verkmenntaskólans á Akureyri

vma_sigur
Söngkeppni Verkmenntaskólans á Akureyri lauk nú fyrir stundu, en alls kepptu 28 atriði um þrjú efstu sætin. Samkvæmt upplýsingum frá Þórduna, nemendafélagi Verkmenntaskólans á Akureyri sem stóð fyrir keppninni, voru um 500 áhorfendur í salnum og var víða þétt setið, en keppnin var einnig útvarpað í beinni á útvarps stöðinni Voice FM 98,7.

Mikið var lagt í undirbúning og útlit keppninnar og beið dómnefndinni vandasamt verk að velja sigurvegara kvöldsinns, en viðkomandi keppir fyrir hönd skólans í Söngkeppni Framhaldsskólana þann 4. apríl næstkomandi sem haldin verður í Íþróttahöllinni á Akureyri. Keppnin fór vel fram og þrátt fyrir þann gífurlega fjölda atriða í keppninni endaði keppnin rétt fyrir miðnætti, en hún hófst kl 20 og skemmdi varla fyrir að öll atriðin voru áhugaverð, vel undirbúin og vel sungin, þótt ein og ein fölsk nóta hafi laumast út inn á milli.


Dómnefnd kvöldsins voru Erna Gunnars, Helga Möller, Baldvin Ringsted, Wolfgang Frosti Sahr og Rúnar F, sem var formaður dómnefndar. Þriðja sætið hrepptu Einar Höllu og Óli Jóns, en þeir tóku lagið „Gaggó vest” sem Eiríkur Hauksson gerði ódauðlegt. Einar Björnsson hreppti annað sætið en hann flutti frumsamið lag sem hann skýrði „Ljóshærða Skvísa” og tók lagið án stuðnings frá hljómsveitinni. Símakosningu keppninar sigruðu Svörtu Sauðirnir og Kindin Einar en þeir tóku lagið „Milljarðamæringurinn“ sem Þórhallur Sigurðsson samdi en Kristófer Fannar Sigmundsson var með bestu sviðsframkomuna með lagið „All i ever wanted“ eftir Basshunter. Hann hlaut fyrir vikið veglegan farandsbikar en það var brotin Ukulele gítar sem einn nemandinn í skólanum, sem kallaður er Doddi, hafði notað og náði að brjóta tvisvar þegar hann keppti á söngkeppninni síðustu tvö skiptin, en náði alltaf að gera við gripinn. Gítarinn hefur því verið skráður í sögubækurinar sem óbrjótanlegi gítarinn.

Hin 17 ára Petra Breiðfjörð Tryggvadóttir sigraði keppnina en hún söng lagið „Hallelujah” eftir Jeff Buckley. „Já, eiginlega”, svaraði Petra aðspurð hvort að útslitin höfðu komið henni á óvart. „Ég var hinsvegar búin að heyra að ég myndi vinna þetta [Söngkeppnina] en ég var í raun ekkert að taka mark á því. Það voru bara svo ótrúlega margir góðir.”. Petra hefur aldrei farið í söngnám en íhugar hvort hún eigi að vinna við söng í framtíðinni, aftur á móti ætlar hún ekki að láta sönginn hafa áhrif á námið sitt.

Kynnir kvöldsins var Sigurður Þorri Gunnarsson, útvarpsmaður á Voice FM og nemandi við Verkmenntaskólann. Þrátt fyrir nokkur tæknileg vandamál með hljóðfærin og sviðsbúnað, sem tók mislangan tíma til að vinna úr, náði Sigurður að skemmta áhorfendum á meðan leyst var úr vandanum með ýmsum brögðum.

Nú hefst undirbúningur skólans fyrir stóru keppnina í apríl, en keppnin á 20 ára afmæli í ár og hafa skipuleggjendur hennar lofað stórglæsilegri afmælis keppni. Petra er farin að hlakka til hennar og ætlar hún auðvitað að sigra keppnina, en síðast vann Verkmenntaskólinn árið 2007 þegar Eyþór Ingi Gunnlaugsson tók lagið Framtíð bíður.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband