Deja Vú??

Afhverju finnst mér að ég hafi lesið nákvæmlega eins tilkynningu, tillögu eða hvað sem er áður. Hmm ... ég hef líklegast gert það, reyndar alltaf nýr ráðherra sem kemur með þessar yfirlýsingar. En hvað þetta varðar þá skil ég ekki alveg hvernig maður ætar að ná sparnaði svona nema þá „hagræða“ með starfsfólk. Nema ég sé eittvað að misskilja stjórnmálamanna hugtakið „hagræða“. 

Bráðamóttökur Landspítalans eru núna:

 

  • Slysa og bráðamóttakan í Fossvogi
  • Bráðamóttakan við Hringbraut
  • Bráðamóttaka barna (Barnaspítali Hringsins)
  • Bráðamóttaka geðdeildar

 

 Vissulega væri hægt að „hagræða“ eitthvað ef þetta væri saman en spurningin á kostnað hvers. Starfsfólk? Laun? Gæði? Er laust plás í Fossvoginum? Var ekki talað um fyrir einhverju síðan að Fossvogsspítali sé þétt setinn? Á þá að ferja sjúklinga á milli húsa þegar þarf að leggja þau inn á viðeigandi deildir?

Svo þegar talað er um að setja upp sérstaka hjartamiðstöð við Hringbraut þá er nú þegar bráðamóttaka og deildir þar sem sinna hjartamálum þar.

Einhvern eigin er ég ekki alveg að skilja þessa frétt nógu vel því miður.  


mbl.is Bráðamóttökur sameinaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband