Er skítkast og leiðindi rétta leiðin?

Í síðustu færslu fjallaði ég um keppni Menntaskólans í Reykjavík og Fjölbrautaskólans við Ármúla og allt það rugl sem hefur hringsólað í kringum keppnina.

Á síðustu dögum hef ég fylgst mikið með fréttum, mismunandi bloggfærslum og svörum á spjallborðum og fréttum. Það sem hneykslar mig hvað mest við þetta mál er kjafturinn á MRingum. Fyrir skóla sem hefur eins góða ímynd og MR hefur finnst mér það vera alveg út í hött hvernig eigið skólafélag talar um dómara, FÁ og keppnina.

[...] Það versta sem við í MR-liðinu gerðum átti sér stað í dómarasamningunum en við völdum t.a.m. Kristínu Svövu Tómasdóttur femínasista sem dæmdi MR aldrei hærra en 4 af mögulegum 10 á dómblaðinu sem er gjörsamlega fáránlegt og alveg út'úr kú við það sem eðlilegt er í MORFÍs heiminum. Það má í raun segja að þessi dómgæsla hafi næstum kostað okkur sigurinn. [...]


Þetta stendur t.d. á forsíðu skólafélagsvef MR. Ég sem tengist vefsíðugerð mikið og passa mikið upp á siðferði á netinu finnst mér MRingar vera barnalegir og fúlir yfir niðurstöðu keppninnar. Sérstaklega að skrifa svona sora um einstakling finnst mér vera bara vel yfir siðferðismörkum. Kristín Svava skrifaði m.a.  eftirfarandi á blogginu sínu:

[...] Ég er sumsé flækt í menntaskólapólitík. Þannig er mál með vexti að á föstudagskvöld dæmdi ég ræðukeppni milli Menntaskólans í Reykjavík og Fjölbrautaskólans við Ármúla. Leikar fóru þannig að liðin voru jöfn. Meðdómendur mínir höfðu báðir dæmt MR sigur en ég FÁ. Öll vorum við hins vegar sammála um ræðumann kvöldsins, sem kom úr FÁ. Eitt okkar taldi að reglurnar væru þannig að í jafntefli ynni það lið sem ætti ræðumann kvöldsins. Ég hringdi eitt símtal í Morfískunnugan mann, sem staðfesti þetta. Oddadómari tilkynnti því að FÁ hefði sigrað. Síðar um kvöldið kom í ljós að þetta var rangt, reglunum hefði verið breytt og það lið ynni sem fleiri dómarar dæmdu sigur. MR er því réttdæmdur sigurvegari keppninnar. [...]


Þetta er nákvæmlega það sem FÁ er að berjast fyrir, hvort þessi lög séu til. Fyrst að aðrir dómara, dómarar keppninar og fyrrverandi stjórnarmeðlimi morfís vita ekkert um að þessi lög séu til. Er þá ekki alveg sjálfsagt að leggja inn formlega athugasemd til þess að athuga hvað er rétt og hvað er rangt. Ég get alveg verið sammála að mér finnst þessi lög um að því fleiri dómarar sem dæma viðkomandi skóla sigur (í þessu tilviki 2 dómarar með MR, 1 með FÁ) sé sigurvegari í jafntefli. Ég mun alveg hrósa MRingum fyrir sigri ef allur vafi sé kominn út úr þessari keppni.

Hinsvegar finnst mér ekki nógu mikil ástæða fyrir að afturkalla dóm bara útaf því að vefsíða segir svo. Að mínu mati þarf að leggja fram formlega kæru inn til stjórn Morfís sem á svo að fella nýjan dóm ef rök eru fyrir hendi. Það er ekki bara nóg að benda á vefsíðu og segja að þetta sé rétt og ætlast til að breyta dómnum á stundinni. Þess vegna tel ég að FÁ sé ennþá sigurvegari þangað til að formleg kæra frá MRingum komi inn til stjórn Morfís og að morfís dómur gefi út yfirlýsingu um að dóminum hafi verið breytt.

Að lokum, ef einstaklingar vilja tala illa um aðra og nota orð eins og "femínasíta" þá gerið það milli ykkar. Ekki blogga um það á fréttavefnum og hvað þá á opinberu málsgangi skólafélags.

Ef þú lesandi góði vilt lesa meira um málið, vill ég benda á eftirfarandi færslu (einnig mína færslu hér að neðan)
http://skolafelagid.mr.is/
http://framtidin.mr.is/
http://www.fa.is/
http://www.faviti.is/
http:/kristinsvava.spekingur.com/

Eitt svona í lokin ...  (fengin af: http://viewmorepics.myspace.com/index.cfm?fuseaction=viewImage&friendID=129990945&albumID=0&imageID=13237693)....
l_5bace9107ba229f2afe4174d0335b276


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband