Krúttlegustu vélmenni kvikmyndasögunar

Wall-e sjálfur Ég hef alltaf haft gaman af tölvugerðum teiknimyndum. Hef allavega ekki misst af neinni slíkri síðan ég sá Toy Story. Nú ákvað ég að skella mér á Wall-e enda búinn að heyra ýmislegt gott um hana.

Til að fræða ykkur aðeins um myndina, fyrir þá sem hafa ekki séð hana, fjallar myndin um lítið velmenni sem hefur fengið það verkefni að hreinsa upp jörðina, eftir að mannfólkið hefur fyllt jörðina af rusli. Fyrir vikið er líf á jörðinni ekki hægt og bíður nú mannfólkið í stórtu geimskipi í geiminum. Wall-E er hinsvegar forvitinn og einmanna. Þegar Eve er send á jörðina til að kanna hvort líf geti þróast á ný á jörðinni verður Wall-e ástfanginn upp fyrir haus og þá fyrst sko ævintýrið mikla.

Eftir að hafa séð þessa mynd get ég svo sannarlega sagt að Wall-e og Eve eru án efa krúttlegustu tölvugerða teiknimyndastjörnurnar sem ég hef séð. Wall-e, saklaus, forvitinn og góðhjarta vélmenni og svo Eve, stórhætuleg en vingjarnleg. Ég hef allavega sjaldan sagt "ohhhh" yfir þá sérstaklega bíómyndum. Einnig er skemmtileg hvað byrjunartónninn úr apple tölvunum er notaður þegar Wall-e hleður batteríin sín :)

Þeir sem hafa ekki séð þessa mynd mæli ég svo sannarlega með að þið gerið það. Án efa ein af skemmtilegustu bíómyndum sem ég hef séð á þessu ári. Gef henni alveg góðar 4 stjörnur yfir góðri sci-fi framtíðar tölvuteiknimynd :)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband