Hættulegt

Það er staðreynd að fjölmiðlamarkaðurinn á Íslandi er frekar lítill og kostar alveg gríðarlega mikið til að halda miðli á floti. Nánast hver einasti miðill hefur einhverntíman orðið gjaldþrota og sumir ekki bara einu sinni sem segir ýmsilegt. Nú þegar Jón Ásgeir hefur keypt fjölmiðlahluta 365 hf og þar með um 36% hlut í Morgunblaðinu er fjölmiðlamarkaðurinn á Íslandi orðinn breyttur og spurningar vakna um hlutdrægni eigenda á fréttaflutning.

Þegar Glitnir sökk í sjóinn tók ég mig til og horfði ég meira og betra á fréttatíma RÚV og Stöð 2. Það sem ég tók fyrst og fremst eftir var munur á flutningi stöðvana á Glitnismálinu. Stöð 2 flutti meira fréttir um hluthafa Glitnis og reiði þeirra á yfirtökunni. RÚV hinsvegar flutti sínar fréttir með tillit til þjóðarinnar og jafnt um hluthafa eins og ætti að gera.

Nú þegar eignarhald íslenskra fjölmiðla er búinn að minka verulega og trúveruleiki þeirra er nú undir árásum er spurning hvort og þá hvenær nýtt fjölmiðlafrumvarp, eins og búið er að ræða um, birtist á borðum alþingismanna. Sjálfur studdi ég ekki fyrsta frumvarpið en ef þetta frumvarp verður rétt sett og rökrétt getur það breyst auðvitað.


mbl.is Rosabaugur Jóns Ásgeirs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband