Þemis, félag laganema, verður sjálfstætt félag

themis

Ekki verður að stofnun nýs nemendafélags Hug- og félagsvísindadeildar eins og tillaga gerði ráð fyrir sem sameiningarnefnd Kumpána, Magister og Þemis höfðu borið fram til samþykktar. Félagsmenn innan Kumpána og Magister höfðu samþykkt tillöguna fyrir helgi en fresta þurfti aðalfundi Þemis þar sem niðurstaða náðist ekki á fyrri aðalfundinum á fimmtudaginn síðasta. Tillagan var samþykkt með 20 atkvæðum á móti 10 og verður því Þemis sjálftætt félag undir FSHA en aðalfundur félagsins var haldinn í hádeginu í dag.

Tvær tilnefningar af fjórum hlutu brautgengi á fundinum, þ.a.s. að Þemis verði sjálfstætt félag undir FSHA og síðan tillaga sameininganefndar félagana þriggja. Kosið var síðan um þessar tvær tilnefningar og verður því Þemis sjálfstætt félag við hlið hinna félagana. Mikil ánægja var á fundinum með að tillagan hafi verið samþykkt, en laganemar hafa áður borið upp eins tillögu. „Loksins”, mátti heyra úr salnum á meðan félagsmenn klöppuðu fyrir niðurstöðunni.

Farið var að lokum í lagabreytingartillögur og voru þær allar samþykktar. Davíð Birkir Tryggvason var kjörinn formaður og þær Berglind Jónasardóttir, Sunna Axelsdóttir og Svanhildur Ýr Sigþórsdóttir í almenna stjórnasetu. Skoðunarmaður reikna verður Drengur Óla Þorsteinsson, ritstjóri Lögfræðings er Elín Sif Kjartansdóttir og Sindri Kristjánsson aðstoðarritstjóri Lögfræðings, sem deildin gefur út á hverju ári.

Áætlað er að formenn félagana fundi í kvöld um málið en niðurstaða fundarins kom mörgum í opna skjöldu sem studdu tillögu sameiningarnefndar. Á fundinum í kvöld verður því unnið úr hagsmunamálum ásamt öðrum málefnum sem ræða þarf.

-----------
Greinin var skrifuð fyrir landpostur.is, fréttavef Fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. Fréttin birtist þann 24.mars 2009 12:47


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband