Mikil óvissa næstu fjóra mánuði

_DSC5651
Sjálfstæðisflokkurinn og í raun þjóðin öll varð fyrir miklu áfalli í gær þegar Geir H. Haarde tilkynnti þjóðinni á blaðamannafundi í Valhöll í dag að hann hafi greinst með illkynja æxli í vélinda. Geir boðaði á sama tíma kosninga þann 9. maí næstkomandi sem mótmælendur telja sem hænufet í átt að kröfum þeirra, en mótmælendur ætla að halda baráttunni áfram þangað til ríkisstjórnin segi af sér. En upp vakna spurningar hvort ríkisstjórnin geti mögulega starfað í ljósi þess að tveir valdamestu og mikilvægustu aðilar séu nú að ganga í gengum alvarleg veikindi.

„Það eru náttúrulega breyttar aðstæður núna, raunar mjög breyttar aðstæður“, segir Birgir Guðmundsson, stjórnmálafræðingur og lektor við hug –og félagsvísindadeild við Háskólann á Akureyri, og bætir við að búið er að eyða ákveðinni óvissu í þjóðfélaginu, en aftur á móti væri búið að skapa nýja óvissu á öðrum sviðum. „Það liggur fyrir að það verða kosningar í vor, þeirri óvissu er búið að svara.“, sagði Birgir. „Stóra óvissan [í dag] er hvort að ríkisstjórnarsamstarfið haldi velli þrátt fyrir að báðir foringjarnir hafa lýst yfir áhuga á því að klára þetta fram að kosningum.“

Á fjórða þúsund notenda á samskiptavefnum Facebook hafa krafist þess að forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, virki 24. grein stjórnarskrárinnar, en þar segir að forsetinn geti rofið Alþingi og boðað til kosninga. Að sögn Birgis getur forsetinn það ekki að eigin frumkvæði. „Það er bara forsætisráðherra sem getur rofið þing. Hinsvegar ef það kæmi fram vantrauststillaga þá í raun neyðist hann til þess þar sem þingið studdi ekki ríkisstjórnina, en það er óvíst að það verði.“

Það er því mikil óvissa í samfélaginu hvað gerist á næstu vikum og mánuðum en án efa stóra spurningin nú er hver muni leiða sjálfstæðisflokkinn í næstu kosningum. Þegar í stað hafa þó nokkur lýst yfir áhuga á formannsstólnum og bárust meira segja fréttir stuttu eftir að Geir tilkynnti að hann ætlaði ekki að sækjast eftir endurkjöri. Birgir segir að það er ekkert skrítið við að menn fari að tala saman og skoði stöðu sína. „Menn hafa ekki langan tíma til umhugsunar, þetta er í raun stuttur tími fram í mars fram að formannskjöri.“ „Þannig er bara lífið í pólitíkinni.“

-----------
Greinin var skrifuð fyrir landpostur.is, fréttavef Fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. Fréttin birtist þann 24. janúar 2009 kl 15:48

Krafa mótmælenda er skýr

img_9081
Mótmælendur komu saman á ráðhústorgi í dag til að sýna á ný samstöðu með þeim aðgerðum sem nú standa enn yfir í miðborg Reykjavíkur. Stutt hlé var gert á mótmælafundinum upp úr klukkan sex, en margir áttu leið sýna á borgarafund í Deiglunni þar sem tekið var fyrir skerðingu í menntamálum. Fundurinn var vel sóttur og var þétt setið í salnum, en skipuleggjendur áætla að yfir 120 manns hafi verið á fundinum.

Að fundi loknum var hald áleiðis niður á Ráðhústorgi að nýju þar sem bálkesturinn frá því í gærkvöldi var tendraður á ný, slegið var á trommur og ýmsilegt handlægt og voru flugeldar og kínverjar sprengdir upp. Krafa mótmælenda er skýr, ríkisstjórnin þarf að víkja og boða þarf til kosninga. 

Það vakti þó sérstaka athygli að einhverjir mótmælendur drógu fram jólatré sem kastað var í bálið og endaði það ævi sína á sama hátt og Oslóartréið gerði í gærkvöldi fyrir sunnan.

Á sama tíma og mótmælin hér stóðu sem hæst bárust þau tíðindi úr höfuðstaðnum að lögreglan beitti táragasi á mótmælendur við Austurvöll, en slík valdbeiting hefur ekki verið notuð síðan 1949 hér á landi, eða í rúmlega 60 ár. Lögreglan á Akureyri hefur fylgst með mótmælunum í kvöld úr fjarska en hefur ekki þurft að grípa inn aðgerðirnar.

Einhver hræðsa greip um sig meðal mótmælenda þegar nokkrir mótmælendur sprengdu upp heimatilbúnar sprengjur á torginu og sprakk ein þeirra nærri blaðamanni landpóstsinns sem kastaðist aðeins til en slapp ómeyddur. Að öðru leyti fóru mótmælin friðsamlega fram.

-----------
Greinin var skrifuð fyrir landpostur.is, fréttavef Fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. Fréttin birtist þann 22. janúar 2009 kl 01:34

Barack Obama 44. bandaríkjaforseti

84372789
Barack Obama sór fyrir stuttu embættiseið sinn í Washington sem 44. forseti Bandaríkjana. Smávægileg vandræði með embættiseiðinn mátti heyra í fyrstu en dómarinn sneri óvart einu orði við sem sló Obama örlítið úr af laginu samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs. Fagnaðarlæti brutust út um leið og mátti sjá að menn og konur í tárum við þinghúsið og víðar, enda er þetta stór dagur í sögu Bandaríkjana.

„Þið skuluð hafa það hugfast að Bandaríkin eru vinur allra þjóða, allra karla, kvenna og barna sem hafa frið og mannvirðingu að leiðarljósi, og við erum reiðubúin að leiða á ný“, sagði Obama í ræðu sinni en einnig talaði hann um efnahagsmál þjóðarinnar og sagði þjóðinni að þær áskorarnir sem þjóðin stæði frammi fyrir væri raunveruleg, en sagði við bandarísku þjóðina að hann muni takast á við þær áskoranir sem til staðar eru og koma skal. Einnig ítrekaði hann það að beita valdi sínu að skynsemi.

Fyrir embættistöku Obama sagði presturinn Rick Warren í bæn sinni: „Við vitum í dag að Martin Luther King og mörg vitni eru að hrópa af gleði í himnaríki", en með þessu er hann að vísa í réttindabaráttu blökkumanna sem í dag hefur unnið stórsigur ef marka má umræðu síðan hann sigraði forsetakosningarnar 4. nóvember í fyrra.

Talið er að um tvær milljónir manna hafi verið viðstödd embættistökuna í Washington og höfðu flestir verið að bíða þar síðan snemma um morgunin. Samkvæmt Fjölmiðlum vestanhafs hefur verið mikið álag á samgöngukerfi borgarinnar og mynduðustu langar biðraðir við lestarstöðvar borgarinnar. Mikið af heiðursgestum voru viðstaddir embættistökuna, en fyrir utan alla núlifandi fyrrverandi forseta Bandaríkjana og varaforseta voru einnig stórstjörnur og þekkt andlit á borð við Aretha Franklin, leikararnir Dustin Hoffman, Denzel Washington og leikstjórinn Steven Spielberg svo eitthvað sé nefnt.

Mikill viðbúnaður hefur verið í Washington í dag en sjá mátti lögreglumenn, öryggisverði og þjóðvarðliðum á götum borgarinnar, við þinghúsið og helstu stjórnarbyggingum í Washington. Stór hluti miðborgarinnar hafði verið lokað og var öll bílaumferð bönnuð um svæðið.

George W. Bush, nú fyrrverandi forseti Bandaríkjana, og einginkona hans flugu stuttu eftir að athöfninni lauk með þyrlu burt frá höfuðborginni í eftirlaun. Fyrir Obama bíður hinsvegar mikil vinna, en fyrir utan það að koma sér fyrir í Hvíta húsinu bíða auðvitað mörg mál sem hann þarf að takast á við eins og fjármálakreppuna sem hefur komið illa niður á marga bandaríkjabúa eins og víðast annar staðar.

-----------
Greinin var skrifuð fyrir landpostur.is, fréttavef Fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. Fréttin birtist þann 20. janúar 2009 kl 17:55

Þingmenn og mótmælendur takast á

Mynd: Júlíus Sigurjónsson (mbl.is)Mikill hiti er hjá þingmönnum fyrir innan veggja Alþingis og að sama skapi hjá mótmælendum fyrir utan. Talið er að um 2.000 manns séu nú að mótmæla og er barið á glugga, slegið á trommur og blásið í lúður. Inn í þingsal hefur hefur heldur ekki haldist mikill friður en í upphafi þingfundar lýsti Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, furðu sinni yfir því að ekki skildi ræða um stöðu efnahagsmála á fyrsta fundi eftir jólahlé, en heldur ræða um sölu brennivíns.

Ögmundur Jónasson, þingmaður VG, gagnrýndi einnig ríkistjórnina og sprðurði m.a. hvenær ætti að kjósa nýtt þing með raunverulegt umboð, þar sem ríkistjórnin hafi sýnt sig vanhæfa til að gæta hagmuna þjóðarinnar. Í kjölfarið komust á hörð orðaskipi milli Geirs H. Haards, forsætisráðherra, og Ögmundar sem m.a. grein ítrekað fram í svari Geirs sem sagði m.a. að ríkisstjórnin hafði meirihluta Alþingis bakvið sig.

Á sviðuðum tíma og hitinn fyrir innan veggja Alþingis var sem hæst, ókst einnig mótmæli fólks fyrir utan þingið. Rétt fyrir kl 14 beitti svo Lögreglan piparúða gegn mótmælendur í Alþinigsgarðinum og hefur allt að tugur manns verið handteknir samkvæmt fréttum Ríkissjónvarpsins.

Samkvæmt fréttum á mbl.is eru mótmælin að ná ákveðnum suðupunkti. Lögreglan hefur nú beitt í piparúða á mótmælendur í nokkur skipti og eru sjúkrabílar við þinghúsið og veita mótmælendum aðhlynningu. Mótmælendur hafa kastað skyri, mjólk og eggjum í lögreglumenn á staðnum en talið er að hátt í annað hundrað lögreglumanna séu nú við störf við þinghúsið, flestir klæddir óeirðabúninga.

-----------
Greinin var skrifuð fyrir landpostur.is, fréttavef Fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. Fréttin var birt fyrst 20. janúar 2009 kl 16:05
Myndin sem prýðir þessa frétt er fengin úr frétt mbl.is og tók Júlíus Sigurjónsson myndina.

Námsmenn mótmæla skerðingu í menntakerfinu

IMG_8863
Hátt í þrjú hundrað manns tóku þátt í mótmælagöngu frá Samkomuhúsinu að Ráðhústorginu á Akureyri klukkan þrjú í dag samkvæmt Lögreglunni á Akureyri, en yfirlýstur tilgangur göngunnar var að mótmæla skerðingu í menntakerfinu. Á fundinum ávarpaði Ragnar Sigurðsson, formaður Félags stúdenta við Háskólann á Akureyri hópinn og las meðal annars upp úr bréfi sem helstu stúdentahreyfingar landsins sendu á menntamálanefnd Alþingis seint á síðasta ári.

Þær hreyfingar sem um ræðir eru meðal annars Stúdentaráð Háskóla Íslands, Stúdentaráð Háskólans í Reykjavík, félag stúdenta við Háskólann á Akureyri, Listaháskóli Íslands, Stúdentafélag Háskólans á Hólum, SÍNE og Samband Íslenskra framhaldsskólanema. 

Fundarmenn tóku undir kröfum hreyfingarinnar og kröfðust þess að hlúið verði áfram að menntakerfi þjóðarinnar og að stjórnvöld taki höndum saman við að byggja upp samfélag grundvallað af þekkingu, jafnrétti, félagslégu réttlæti og manngildi eins og fram kom í bréfi þeirra. Fundargestir tóku að lokum saman höndum til að strika undir þessar kröfur.

Stúdentahreyfingar landsins hafa miklar áhyggjur af því að framtíðarhagur og velferð umbjóðenda sinna gleymist í rokinu og sjái því frekar hag sinn að flytjast af landi brott miðað við þær aðstæður sem nú eru hér á landi. Óskað er eftir því að þjónustustig LÍN verði ekki skert, að ríkið og LÍN endurskoði grunnframfærslu og reikni hana út miðað við raunverulegt verðlag nauðurfta í þjóðfélaginu og að LÍN taki upp mánaðalegar greiðslur. 

IMG_8845
Ragnar minntist einnig á 3. grein laga um Lánasjóð íslenskra námsmanna þar sem segir: „Miða skal við að námslán samkvæmt lögum þessum nægi hverjum námsmanni til að standa straum af náms- og framfærslukostnaði meðan á námi stendur að teknu tilliti til fjölskyldustærðar námsmanns.“ Samkvæmt því sem kom fram á fundinum hafa stjórnvöld ekki staðið við þetta í þó nokkur ár og bætir Ragnar við: „Hugsið ykkur, þetta er lán. Við erum ekki að biðja um neina ölmösu, við þurfum að greiða þetta til baka.“

„Hingað til höfuð við unnið með skóla til þess að brúa bilið en nú hafa fjölmargir misst þær hlutavinnur sem þeir hafa haft.“, sagði Ragnar en í því samhengi benti hann á að námsmenn fá að meðaltali 85.000 kr. á mánuði miðað við fulla námsframvindu. Miðað við að 44 fermetra íbúð á stúdentagörðum kostar á bilinu 60 - 70.000 kr á mánuði og fer hækkandi, enda er leiguverð tengt við vísitölu. „Án þess að vera dramatískur þá sér hver og einn að reikningsdæmið gengur ekki upp og fleirri og fleirri nemendur eiga ekki fyrir mat."

-----------
Greinin var skrifuð fyrir landpostur.is, fréttavef Fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. Fréttin birtist fyrst þann 17. janúar 2009 kl 21:23

Mótmælt undir nafnleynd

Síðustu vikurnar hafa mótmæli fólks verið efst á lista fréttamiðla landsins þrátt fyrir að stríðið fyrir botni miðjarðarhafs hafi nú aðeins fellt þeim úr sessi. Á það sem mér skildist 13 vikna tímabili hafa hundraðir manna komið saman á Austurvelli og Borgarafundum með það markmið að mótmæla ástandinu sem ríkir hérna. Það er alveg skiljanlegt hvað reiði fólks er mikil og það er alveg skiljanlegt að fólk vill breytingar. Ég vill þær líka.

Hef lendi vel verið stuðningsmaður mótmælenda þrátt fyrir að hafa ekki komist á útifundina sjálfur. Eina skiptið sem ég hafði virkilega tök á því að mæta endaði ég með að koma of seint og náði því aðeins að horfa á mennina skola matvæli af veggjum Alþingis. Þrátt fyrir slíkt athæfi og örfára riskinga við Austurvöll hafa mótmælin verið tiltölulega friðsamleg. Ástandið tók þó á sig nýja mynd þegar hópur fólks tók á skarðið og réðst í nafni lýðræðis inn í Banka, stofnanir, Alþingi og síðast Hótel Borg. Gott og gilt að heimsækja bankana og hafa smá læti en fjörið endar þegar aðilar vopnaðir steinum brjóta niður rúður eftir að verið neitað inngöngu inn á skrifstofur eða stofnanir.

Hápunkturinn náðist við Hótel Borg að mínu mati. Ráðist geng saklausum tæknimönnum sem einfaldlega sinna vinnu sinni og allt það í nafni Lýðræðis. Þetta hljómar meira eins og gerðu það sem ég vill annars færðu að kenna á því. Og auðvitað hvað gerðist, Lögreglan mætti á staðinn til að tryggja að ekkert fari úr böndum. Og hvað gerist þegar byrjað er að slíta í sundur útsendingarsnúrur, Lögreglan rýmir svæðið með valdi. Eftir að sprengjur springja og hljóma um allt portið sem án efa bætir varla ofan á álag löggæslumanna á staðnum er portið rýmt með valdi í óþökk mótmælenda. Það væri hægt að nota ágætis myndlíkingu, ef þú stríðir heimiliskéttinum þínum nógu lengi endar þú án efa á því að vera klóraður.

Á þessum degi hætti ég að styðja mótmælin og þar af leiðandi Hörð Torfason og Evu Hauks (hinsvegar var ég ánægður með að Hörður gagnrýndi aðgerðirnar og einnig grímuklæddu aðilana með litlum undirtektir sumra í hópnum reyndar).

En það sem hefur einkennt mikinn hluta af mótmælum og orðaskiptum á blogg og umræðuvefum er einfalt, margir (ég endurtek, margir, ekki allir) eru svo blindir af reiði og hatri að það horfir aðeins á eina hliðina en ekki báðar. Margir (ég endurtek aftur, margir, ekki allir) hafa notfært sér nafnaleynd á vefnum til að svívirða og hóta fólki öllu illu. Svo auðvitað kemur að því að vefirnir setji takmarkanir. Ég er fyrst og fremst að tala um aðgerðir mbl.is og núna síðast eyjunar. Ég reyndar er búinn að breyta eða lagfæra mína skoðun um aðgerðir mbl.is örlítið. Mér finnst aðgerðirnar góðar en hinsvegar óréttlátt að gjörsamlega loka á alla sem kjósa að nýta sér nafnleyndina því margir hverjir koma með góð innlegg í umræðuna. Því væri besta leiðin að leyfa þeim sem vilja að hindra það að fullt nafn birtist á vef sínum en réttar upplýsingar væru í gagnagrunni ef slík mál koma upp sem þessi aðgerð á greinilega að hindra.

Allavega þá bið ég hreinlega fólk um að mótmæla án þess að beita ofbeldi eða skemmdaverk. Við erum stödd á mjög erfiðum tíma og þurfum að vinna saman að lausn. Höldum áfram að þrýsta á stjórnmálamenn, höldum áfram að þrýsta fram breytingar og látum í okkur heyra á réttan hátt.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband