„Þegar kommúnismi og lýðræðið mætast, þá skal lýðræðið víkja“

Þetta leikrit sem alþingismenn settu nú upp í dag sem reyndar hófst vel áður en Ragnheiður Elín kallaði eftir atkvæðisgreiðslu eina nóttina endaði með látum í dag. Jón Gunnarsson kveikti nú algjörlega undir þingmönnum með þeirri setningu sem prýðir titil færslunar rétt fyrir miðnætti svo að frú Forseti Ásta Ragnheiður flýti sér greinilega í mikilli reiði að slíta þingfundi eftir að Jón Gunnarsson reif kjaft við hana. Reyndar hafði hitastigið þarna inni hækkað verulega eftir að Magnús Orri Schram kom upp eins og barið lamb og skellti sökinni enn og aftur á Sjálfstæðismenn. Staðreyndin er sú ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði beygt sig undir vilja meirihlutans hefði flokkurinn verið gerður ábyrgur fyrir þessu máli ef illa færi

Af hverju geta menn ekki farið yfir málin saman, hlustað á rökin hvaðan sem þau koma og komist á endanum að niðustöðu í málinu? Hvers vegna þarf alltaf að þræta, kveina og lítilsvirða hvort annað. Þetta er geðveiki!  

Þó svo að núna sé ekki hægt að vera með óskiljanlega þjóðaratkvæðagreiðslu 30. júní næstkomandi gefst enn tími til að halda hana síðar og þá leggja fyrir raunverulega valkosti um tilbúið efni. Hinsvegar hljómaði síðustu ræðurnar stjórnarliðsins eins og það eigi ekki að halda neina þannig það er alls óvíst hver næstu skrefin verða.

Ég vona svo innilega að fólk skoði heildarumræðuna, hvað hefur verið sagt og hver staðreyndir í málinu sé. Þá hjá bæði stjórnar- og stjórnarandstöðu. Fólk verða að hætta að æpa upp frasa eftir þingmönnum og setja fram auðhrekjanlegar staðreyndir. Stjórnarskráin á einfaldlega skilið meira en flýtimeðferð.


mbl.is Hiti í þingsal meðal þingmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Hvað áttu við með fyrirsögninni? Hvar er kommúnisminn í dag? Ætli hann sé nokkurs staðar lengur til nema í sögubókum og hugum nokkurra gamallra íhaldsjálka?

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 30.3.2012 kl. 00:45

2 Smámynd: Daníel Sigurður Eðvaldsson

Kommúnisminn er vissulega ennþá til þótt hann sé varla til í þeirri mynd eins gömlu Sovétríkin lögðu upp með. Kína t.d. er enn flokkað sem kommúnistaríki þótt það aðhyllist markaðslegum lögmálum líka og leyfir upp að vissu marki einstaklingum ákveðnu frelsi nema ég hef lesið mig eitthvað vitlaust til.

Ég á í raun og veru ekkert með þessa fyrirsögn. Fannst hún bara við hæfi sem titil þar sem hún olli jú mestri upplausn inn á Alþingi í kvöld. Ekki flóknara en svo.

Daníel Sigurður Eðvaldsson, 30.3.2012 kl. 00:53

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Því miður eiga margir slæmar minningar um kommúnisma sem hvorki virti mannréttindi né önnur sjónarmið. Og við eigum því að forðast hann sem pestina.

Guðjón Sigþór Jensson, 30.3.2012 kl. 01:09

4 Smámynd: Daníel Sigurður Eðvaldsson

Því er ég sammála. Sem betur fer er ég það ungur að þekkja kommúnisma aðeins úr bókum og myndum.

Daníel Sigurður Eðvaldsson, 30.3.2012 kl. 01:24

5 Smámynd: Sólbjörg

Þarf ekki að leita langt eftir kommúnisma í framkvæmd, Norður-Kórea er auðvitað nærtækast. Þar er hvorki virt lýðræði, lög né önnur sjónarmið, en hvernig er þetta hér? Endurtekið finnst stjórnarliðum á Íslandi ekkert að því að virða lög að vettugi og áfram skal haldið á sömu braut. Það þó nýgenginn sé enn einn dómur um lögbrot ríkistjórnarinnar, þ.e. gengismálið og stjórnlagaþingsdómurinn. Kommúnisminn er kominn svo langt á veg hér að kinnroðalaust yfirlýsir Helgi Hjörvar á alþingi Íslendinga að reynt verði að finna leið til að brjóta lög.

Stjórnin er margfaldur lögbrjótur og löngu fallinn.

Sólbjörg, 30.3.2012 kl. 05:44

6 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Stærsti hluti meirihlutans og allir ráðherrar eru Kommúnsistar og voru skólaðir af kommúnsitum fyrir fall Sovétsríkjanna.

Ég sé þína fyrirsögn sem  leiðandi inntak  Ríkisstjórnarinnar.

Eggert Guðmundsson, 30.3.2012 kl. 11:58

7 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sólbjörg: hvaða svartnættisraus er þetta í þér?

Hvernig væri að sýna meiri skynsemi?

Núverandi ríkisstjórn er mun skárri en ráðþrota Sjálfstæðisflokkur sem gerði akkúrat ekkert fyrir þjóðina til að koma í veg fyrir hrunið. Það voru hins vegar braskaranir sem máttu hreinsa bankana og fyrirtækin að innan í skjóli Sjálfstæðísflokksins.

Guðjón Sigþór Jensson, 30.3.2012 kl. 12:28

8 Smámynd: Sólbjörg

Guðjón þeir hreinsuðu bankanna í skjóli EES - laganna og eigin græðgi. Svo var Samfylkingin í stjórn með xD þú veist það fullvel.

Þú hermir það upp á svartnættisraus þegar bent er á margföld lögbrot ríkistjórnarinnar . Staðreynd er staðreynd hvað varðar lögbrot ríkisstjórnar.

"..sýna meiri skynsemi". Ha, ertu út á túni ????

Fyrrum fylgismenn ríkistjórnarinnar eru að reyna að sýna meiri skynsemi þess vegna hrynur fylgið af stjórnarflokkunum en eftir sitja örfáir sem þráast við að sýna skynsemi og líta björtum augum til framtíðar með nýrri ríkisstjórn.

Sólbjörg, 30.3.2012 kl. 16:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband