Færsluflokkur: Landpostur.is

Hátíðardagur hrekkjusvína

1238597452_800px-Aprilsnar_2001

Það eru nokkrir dagar á hverju ári sem eru einstakir. Sem dæmi má nefna að við höldum upp á afmælið okkar einu sinni á ári, höldum jól einu sinni á ári og flestir meira segja fara á hverju ári á Þjóðhátíð til að drekka frá sér allt vitið. Allt dagar sem við höldum mjög vel upp á. Þó er einn dagur sem á til að gleymast, þ.a.s. allavega svona í fyrstu eða þangað til einhver öskrar „Fyrsti apríl”. Já mikið rétt, í dag er fyrsti apríl, hátíðardegur hrekkjusvína.Það er mjög líklegt að þú lesandi góði hefur orðið fyrir aprílgabbi í dag eins og eflaust flestir aðrir í kringum okkur sem ekki heimsækja þennan frábæra fréttamiðil. Íslenskir fjölmiðlar sem dæmi hafa í áraraðir spunnið upp algjöra þvælu fyrir okkur Íslendinga sem flestir hafa ekki fattað fyrir en þeir mæta á staðinn þar sem sá viðburður á að gerast. Í fyrra sem dæmi bauð mbl.is upp á ókeypis niðurhal á kvikmyndum og tóku margir þátt í þeirri vitleysu, eða hátt í 20 þúsund manns. Aðrir lokkuðu fólk að bensínstöð í þeirri trúa að fá mjög ódýrt bensín og aðrir nýttu sér Björn Inga Hrafnson í sinn hrekk, en hann átti víst að hafa tekið við sem ritstjóri 24 stunda og að hann ætlaði að árita endurminningar sínar í Kringlunni. Hvað fjölmiðlar spuna upp í dag er best geymt fyrir ykkur að finna út kæru lesendur.

Sem dæmi um fræg fyrsta apríl gabb erlendis frá má nefna stóra spaghettí tréð sem BBC fjallaði um árið 1957. Þar sýndu þeir þegar spaghettí var týnt úr svokölluðum spaghettí trjám í Sviss. Margir hringdu síðan til BBC og vildu forvitnast um hvernig hægt væri að rækta sín eigin spaghettí tré. Þeir svöruðu þeim spurningum yfirleitt þannig að „settu eina spaghettí lengju í skál af tómatsósu og vonaðu það besta”.
Einu sinni var meira segja sagt frá því að skakki turninn í Písa hafi fallið. Það gerði Hollensk sjónvarpsstöð á fimmta áratug síðustu aldar. Margir hringdu síðar í stöðina til að athuga hvort þetta væri satt, enda voru margir orðlaus yfir þeim fréttum.
BBC flutti fréttir á þessum degi árið 1965 að þeir væru að prófa nýja tækni til að senda áhorfendum einhverskonar ilm gegnum sjónvarpstækin inn á heimilin. Margir hringdu inn á stöðina til að tjá þeim að þeir fundu lyktina. Netútgáfa BBC endurtók síðar leikinn árið 2007 en þá átti lyktin að koma gegnum tölvuna. Ekki er vitað hvort einhverjir hafi þó tilkynnt það að tilraunin hafi virkað eins og gerðist í fyrstu tilraun.

En hvaðan kemur þessi hefð að hrekkja kunningja sína á þessum alþjóðlega degi hrekkjusvína? Ekki er vitað fyrir víst hvenær þessi síður byrjaði og eru til óteljandi margar hugmyndir um upphafið á þessum stórskemmtilega degi. Ein þeirra og án efa vinsælasta miðað við þær heimildir sem blaðamaður þessi fann í tengslum við þennan pistil er kenning sem á upphaf sitt að rekja til Frakklands. Þar segir að árið 1564 breyttu Frakkar um dagatal þar sem þeir færðu fyrsta dag ársins til 1. janúar í staðinn fyrir lok mars. Einhverjir voru mjög tregir að sættast við þessa breytingu eða hreinlega gleymdu að búið var að breyta dagatalinu og voru rækilega vel gabbaðir á þessum degi. Prakkarar festu gjarnan einhverskonar fiska á bakið á fórnalömbum sínum til að merkja þá og kölluðu þeir þennan sið April Fish eða Apríl fiskur á góðri íslensku.

Lesendur eru beðnir um að vera á varðbergi í dag gagnvart aprílgöbbum enda aldrei að vita hvaða vitleysu vinir, kunningjar, samstarfsfélagar eða aðrir reyna að gera manni í dag. Einnig er þú lesandi góði lumar á skemmtilegum hrekk sem þú varst fyrir í dag, bendir blaðamaður sérstaklega á athugasemdar svæðið við pistilinn :)

-----------
Greinin var skrifuð fyrir landpostur.is, fréttavef Fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. Fréttin birtist þann 01.apríl 2009 14:47


„Ég er eins og skyr, ég er mjög hrærður“

Mynd af mbl.is

Bjarni Benediktsson var fyrir stundu kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins. Hann hlaut alls 990 atkvæði en Kristján Þór Júlíusson hlaut 688 atkvæði. Bjarni hlaut vel skuldað lófaklapp frá landsfundargestum og sagði hann bara „ég er eins og skyr, ég er mjög hrærður“ þegar hann ávarpaði fundargesti. Alls greiddu 1.705 manns atkvæði, ógildir seðlar voru fimm og auðir seðlar tveir. Þorgerður Katrín var síðan endurkjörin sem varaformaður flokksins með 80,6% atkvæða.

Bjarni þakkaði fráfarandi formanni og mótframbjóðenda sínum í ávarpi sínu eftir að niðurstaðan var tilkynnt. Geir H. Haarde hélt stutta ræðu í kjölfarið þar sem hann þakkaði fyrir sig og afhenti Bjarna lykli að formannsherberginu í Valhöll og sagði Geir að „þessi lykill opnar reyndar allar vistarverur í húsinu. Einnig útidyrahurðina.“

„Formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, innilega til hamingju“, sagði Kristján Þór Júlíusson þegar hann talaði við fundargesti fyrir stundu eftir að niðurstaðan var kynnt. „Það vantar þrjár mínútur í að það séu sjö sólahringar síðan að ég tilkynnti um framboð mitt til formanns og hefur þessi vika verið mér ógleymanleg“. Kristján þakkaði fjölskyldu sinni og stuðningsmönnum fyrir stuðninginn og sagði líka að hann lítur á Sjálfstæðisflokkinn sem hlut af sinni fjölskyldu. „Ég legg áheyrslu um að við stöndum saman um þennan ágæta og góða dreng sem hann Bjarni Benediktssonar er.“, sagði Kristján og bætir við „ég munstra mig í áhöfn Bjarna Benediktssonar.“. Fyrir vikið uppskar Kristján veigamikið lófatak frá fundargestum.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hlaut yfirburðakosningu til embætti varaformanns með 80,6% atkvæða. Þorgerður ávarpaði fundargesti og sagði „Bjarni við verðum að klára þetta dæmi“. Þorgerður sagði einnig líkt og Kristján gerði stuttu áður að hún myndi ávallt standa að baki Bjarna. Landsfundargestir fögnuðu niðurstöðum vel og lengi og er ljóst að hin nýkjörna forysta flokksins hafi flokkinn með sér. 1618 manns greiddu atkvæði í varaformannskjörinu og voru 92 seðlar ógildir og níu auðir seðlar.

-----------
Greinin var skrifuð fyrir landpostur.is, fréttavef Fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. Fréttin birtist þann 29.mars 2009 16:03


Búsáhaldabyltingin mætt á landsfund Sjálfstæðisflokksins

motm

Tveir mótmælendur hafa mannað stöður sínar fyrir utan aðalinngang Laugardalshallarinnar í dag og berja þeir í potta og pönnur í mótmælendaskyni. Öryggisgæsla inn á fundinum hefur verið efld til öryggis en ekki er tilefni til að kalla á aðstoð frá lögreglunni miðað við þau svör sem landpósturinn hefur fengið.

Mennirnir tveir stoppuðu þó stutt og voru farnir áður en Davíð Oddsson hélt sína umdeildu ræðu.

 

 

-----------
Greinin var skrifuð fyrir landpostur.is, fréttavef Fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. Fréttin birtist þann 28.mars 2009 15:11


Mikil óvissa um hver verður næsti formaður Sjálfstæðisflokksins

Óvissa ríkir um hver mun taka við af Geir H. Haarde sem formaður Sjálfstæðisflokksins á sunnudaginn kemur, en landsfundargestir sem Landpósturinn ræddi við í dag segjast enn vera gera upp hug sinn og að erfitt sé að velja á milli frambjóðendana tveggja. Á þriðja degi þings er búið að samþykkja ályktanir sem snerta endurreisnarstarfið, Evrópumála svo eitthvað sé nefnt. Nú stendur yfir afgreiðsla ályktana málefnanefnda á fundinum og stendur sá fundur til kl 18 í dag. En rýnum aðeins í niðurstöður þingsins þessa fyrstu þrjá daga.

Óbreytt afstaða til Evrópumála

„Endurnýjað hagsmunarmat hefur ekki leitt til grundvallarbreytinga á afstöðu Sjálfstæðisflokksins. Kostir aðildar tengjast helst gjaldmiðilsamálum og ljóst að ýmis álitamál verða aðeins skýrð í viðræðum.”, stendur m.a. í ályktunartillögu Evrópunefndar sem Kristján Þór Júlíusson, formaður nefndarinnar, las upp á fundinum. Sjálfstæðismenn samþykktu þó viðbótartillögu við ályktunina þar sem segir að „komist Alþingi eða ríkistjórn að þeirri niðurstöðu að sækja beri um aðild að Evrópusambandinu er það skoðun Sjálfstæðisflokksins að fara skuli fram þjóðaratkvæðagreiðslu um þá ákvörðun á grundvelli skilgreinda markmiða og samningskrafna”. Það má því segja að þrátt fyrir að stefna flokksins sé óbreytt hvað varðar Evrópumál sé búið að opna fyrir mögulegar aðildarviðræður ef þjóðin og ráðamenn kjósa að gera slíkt. Um þetta voru flest allir fundargestir sammála um.

Aftur á móti kom skýrt fram í ályktunartillögu nefndarinnar að yfirráð yfir auðlindum Íslands verði ekki gefin eftir til annarra þjóða eða samtaka þeirra og standa beri vörð um innlenda matvælaframleiðslu.

Nefndarmenn í utanríkisnefnd kvörtuðu um að fá ekki tækifæri á að taka fyrir Evrópumálefni á sínum fundi. Aðrir sögðu kvartanir þeirra ekki við rök að styðjast þar sem þegar var búið að fara yfir þau mál frá öllum hliðum undir sérstakri nefnd og almenn sátt hafi náðst í tillögunni á fundinum. Nefndarmenn höfðu því nægan tíma til að koma fram með sínar skoðanir á fundinum og því alveg óþarfi að ræða um þessi mál að nýju þegar búið var að kjósa um ályktunina, enda hafa Evrópumálin verið stór partur af vinnu flokksins síðustu vikur.

„Ábyrgð samfara frelsis”

Vilhjálmur Egilsson, formaður Endurreisnarnefndar, hóf umræðu um endurreisnarstarfið á fundinum í gær og sagði að „grasrótin í flokknum er lifandi. Grasrótin í flokknum vill flokknum vel og er mjög áhugasöm um að ná árangri fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins og þjóðarinnar allra.”en hátt í 200 manns tóku þátt í starfinu og kom fólk frá öllum stöðum þjóðfélagsins að starfi nefndarinnar. Ungir sem gamlir tóku saman hendur við að vinna að því starfi sem nú er rætt um, að mati Vilhjálms.

„Í ályktunninni er lagt til að sjálfstæðisflokkurinn axli þessa ábyrgð og biðjist afsökunar á því sem miður fór en hann hefði átt að gera betur.”, sagði Vilhjálmur. „Sjálfstæðisflokkurinn var í ríkisstjórn og löngum í forystu hlutverki á þessum uppgangstíma. Að þeim ástæðum ber flokkurinn óhjákvæmilega mikla ábyrgð á þeim mistökum sem gerð voru í landsstjórninni.” „Við þurfum að hafa ábyrgð samfara frelsis. Ábyrgðin og frelsið verða að fara saman til þess að sjálfstæðisstefnan virki og til þess að við getum byggt á henni.[...] Ýmsar ástæður megi rekja til stjórnvalda. Hvort heldur að það sé til ríkisstjórnarinnar, löggjafarvaldsins eða stofnana ríkisins.” Vilhjálmur nefndi einnig að orð Geirs H. Haarde, fráfarandi formanni flokksins, um ábyrgð flokksins á hruninu sem hann sagði m.a. upp í setningaræðu sinni.

Viðbótartillögur við ályktunar voru allar samþykktar en þar sagði m.a. að tryggja skal sjálfstæði og frelsi Íslands, halda beri vörð um menningararf Íslendinga og „vinna að víðsýnni og þjóðlegri umbótarstefnu á grundvelli einstaklingsfrelsis og athafnafrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum.“. Einnig eigi að efla Samkeppnis- og skattaeftirlit. Ályktun nefndarinnar var því samþykkt á fundinum með meirihluta samþykki fundargesta.

Mikil hitaumræða myndaðist um gjaldeyrismál í gær á fundi efnahags- og skattanefndar en heimildarmenn Landpóstsins sögðu að það náðist að afgreiða flest öll málefni nefnda á fundartíma í gær. Nú standa yfir afgreiðslur ályktana málefnanefnda á þinginu.

Landsbyggðin eða höfuðborgin

Mikið hefur verið rætt um formannskjörið á þinginu og er ljóst að ekki verður hægt að spá um úrkomu kosninga fyrir en á morgun þegar kjörseðlar verða taldir. Viðmælendur Landpóstsins sögðu allir hafa ekki ennþá gert upp hug sinn. Allir voru þó sammála um að báðir frambjóðendurnir, þeir Bjarni Benediktsson og Kristján Þór Júlíusson, séu mjög áreiðanlegir kostir og duglegir menn. Það mætti segja að landsbyggðin sé að keppa við höfuðborgina um formannsstólinn. Í gær buðu stuðningsmenn Kristjáns fundargestum í Ásmundarsafnið þar sem boðið var upp á léttar veitingar og hægt var að hitta frambjóðendan sjálfan. Sjálfstæðismenn úr öllum kjördæmum voru viðstaddir og má því segja að Kristján hefur gott bakland rétt eins og Bjarni. Það sé því ómögulegt að spá fyrir um niðurstöðu kosninga. Fundargestir sögðu þau vera mjög sáttir að geta haft val á milli eins góða frambjóðendur og hvernig sem kosningin fer á morgun, fær sá traust flokksins til að leiða flokkinn áfram.

-----------
Greinin var skrifuð fyrir landpostur.is, fréttavef Fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. Fréttin birtist þann 28.mars 2009 14:34


Söngkeppni lendir í niðurskurði

song

Mikil óvissa hefur ríkt í kringum Söngkeppni Framhaldsskólanna undanfarnar vikur eftir að RÚV tók þá ákvörðun að sýna ekki frá keppninni í ár vegna sparnaðaraðgerða. Halda átti keppnina þann 4. apríl en búið er að færa keppnina fram til 18. apríl næstkomandi og verður hún haldin á Akureyri. „Keppnin mun verða með óbreyttu sniði. Keppendur munu stíga á stokk hver á fætur öðrum eins og áður.”, sagði Einar Ben, framkvæmdastjóri Am Events en í ár keppa 33 skólar í keppninni.

Þegar fjárlög Ríkisútvarpsins voru endurskoðuð seinasta haust var keppnin einn af þeim dagskrárliðum sem kippt var út. Viðburðafyrirtækið AM Events hefur séð um keppnina seinustu ár og hafa aðilar frá þeim fundað með RÚV um málið. Jóhanna Jóhannsdóttir aðstoðardagskrárstjóri innlendrar dagskrárgerðar RÚV sagði í samtali við Landpóstinn í síðustu viku að „samskiptin hafa verið á góðum nótum [...] við höfum reynt að finna einhverja fleti á þessu máli.” Jóhanna sagði einnig koma til greina að sýna frá keppninni á einhvern annan hátt en gert hefur verið seinustu ár.

Starfsmaður AM Events sagði fyrir helgi að fyrirtækið væri í viðræðum við aðrar stöðvar um að sýna frá keppninni.„Það eru ennþá möguleikar á borðinu sem við erum að skoða”, sagði Einar aðspurður hvort þeir séu að leita lausna í málinu. „Hvernig sem fer breytir það ekki keppninni sjálfri.”, bætti Einar síðan við. „Það má segja að ástæðan fyrir því að upplýsingar hafi ekki legið fyrir fyrr, er vegna ákvörðunar RÚV að sýna ekki frá keppninni.” „Skjár 1 reyndi fyrir tveimur árum að sýna keppnina, en þá barðist RÚV mikið fyrir því að halda henni.” „Samkvæmt Capacent var met áhorf á keppnina í fyrra. Yfir 138.000 einstaklingar horfðu á keppnina í beinni útsendingu sem gerir þetta að einum af stærstu beinu útsendingum íslands, sem samt var hætt við. Furðulegt.”, sagði Einar og bætir við að aldrei áður hefur jafn mikið verið spurt og forvitnast um keppnina í ár miðað við síðustu ár.

Það má því segja að óvissan um keppnina hafi valdið óþægindum meðal nemenda og gesta sem bókað hafa gistingar á Akureyri yfir keppnishelgina. Landpósturinn hafði samband við Gistiheimilið Súlur á Akureyri og spurðist fyrir um hvort mikið hefði verið um afbókanir þessa helgi. Lára, starfsmaður gistiheimilisins staðfesti það og sagði að þeir sem hefðu bókað gistingu þessa helgi höfðu því miður ekki kost á því að flytja hana, vegna þess að sú helgi er fullbókuð. Því sitja greinilega margir eftir með sárt ennið sem ætluðu á söngkeppnina þessa stundina nema önnur gisting finnist.

Einnig stóð til að halda íþróttamót á Akureyri þessa sömu helgi en hefur það nú verið fært til Reykjavíkur.

Söngkeppni framhaldsskólanna fagnar á næsta ári 20 ára afmæli, en keppnin var fyrst sýnd árið 1990 í sjónvarpi. Margir af okkar þekktustu tónlistarmönnum hafa tekið þátt í keppninni gengum árin eins og Emilíana Torrini, Sverrir Bergmann, Margrét Eir Hjartardóttir og Magni. Keppnin hefur því sett svip sinn á íslenskt tónlistarlíf og mun án efa halda því áfram. Stóra spurningin er hvort ný stjarna mun skína bjart eftir keppnina í ár.

-----------
Greinin var skrifuð fyrir landpostur.is, fréttavef Fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri og eru höfundarnir tveir, Daníel Sigurður Eðvaldsson og Jón Steinar Sandholt. Fréttin birtist þann 26.mars 2009 10:48


Þemis, félag laganema, verður sjálfstætt félag

themis

Ekki verður að stofnun nýs nemendafélags Hug- og félagsvísindadeildar eins og tillaga gerði ráð fyrir sem sameiningarnefnd Kumpána, Magister og Þemis höfðu borið fram til samþykktar. Félagsmenn innan Kumpána og Magister höfðu samþykkt tillöguna fyrir helgi en fresta þurfti aðalfundi Þemis þar sem niðurstaða náðist ekki á fyrri aðalfundinum á fimmtudaginn síðasta. Tillagan var samþykkt með 20 atkvæðum á móti 10 og verður því Þemis sjálftætt félag undir FSHA en aðalfundur félagsins var haldinn í hádeginu í dag.

Tvær tilnefningar af fjórum hlutu brautgengi á fundinum, þ.a.s. að Þemis verði sjálfstætt félag undir FSHA og síðan tillaga sameininganefndar félagana þriggja. Kosið var síðan um þessar tvær tilnefningar og verður því Þemis sjálfstætt félag við hlið hinna félagana. Mikil ánægja var á fundinum með að tillagan hafi verið samþykkt, en laganemar hafa áður borið upp eins tillögu. „Loksins”, mátti heyra úr salnum á meðan félagsmenn klöppuðu fyrir niðurstöðunni.

Farið var að lokum í lagabreytingartillögur og voru þær allar samþykktar. Davíð Birkir Tryggvason var kjörinn formaður og þær Berglind Jónasardóttir, Sunna Axelsdóttir og Svanhildur Ýr Sigþórsdóttir í almenna stjórnasetu. Skoðunarmaður reikna verður Drengur Óla Þorsteinsson, ritstjóri Lögfræðings er Elín Sif Kjartansdóttir og Sindri Kristjánsson aðstoðarritstjóri Lögfræðings, sem deildin gefur út á hverju ári.

Áætlað er að formenn félagana fundi í kvöld um málið en niðurstaða fundarins kom mörgum í opna skjöldu sem studdu tillögu sameiningarnefndar. Á fundinum í kvöld verður því unnið úr hagsmunamálum ásamt öðrum málefnum sem ræða þarf.

-----------
Greinin var skrifuð fyrir landpostur.is, fréttavef Fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. Fréttin birtist þann 24.mars 2009 12:47


Elisabeth dóttir Josef Fritzl var í réttarsalnum

(Mynd: REUTERS/Helmut Fohringer/Pool)

Erlendir fjölmiðlar hafa fullyrt að dóttir Josef Fritzl, Elisabeth, hafi verið viðstödd réttarhöld föður síns. Þetta hefur fréttastofa AP eftir heimildamönnum sínum. „Ef eitt af fórnarlömbum hans var í réttarsalnum getur það, að mínu mati, verið ástæðan fyrir áfallinu”, sagði Rudolf Mayer verjandi Fritzl. „Hann hefur greinilega orðið fyrir miklu áfalli”.

Í réttarhöldunum í dag hefur verið fjallað um dauða eins barnsins sem hann átti með dóttur sinni. Árið 1996 þegar dóttir hans fæddi tvíbura hafi Fritzl verið viðstaddur fæðingu þeirra og tekið eftir að eitt barnanna hafi átt erfitt með að anda.„Ég veit ekki hvers vegna ég gerði ekki neitt. Ég vonaðist einfaldlega að hann myndi ná sér”, sagði Fritzl. „Ég hefði átt að skilja það að barnið væri veikt”. „Ég hefði átt að gera eitthvað. Ég einfaldlega tók ekki eftir því. Ég trúði því að barnið myndi lifa af”. Þremur dögum seinna lést barnið.

Í réttarhöldum í dag faldi Fritzl ekki lengur andlit sitt og var rólegur. Mikið hefur verið fjallað um sálfræðilega heilsu Fritzl á réttarhöldunum og hefur hann sjálfur talað um „sína illu hlið” og hefur viðurkennt það sjálfur samkvæmt Adelheid Kastner sálfræðingur sem hefur séð um sálfræðigreiningu Fritzl. Samkvæmt henni hefur Fritzl alvarlegar persónutruflanir en bætir við að hann vissi alveg að hann væri að gera ranga hluti.

Talið er að miðað við sálfræðiálit hans getur staðið hætta af honum bæði samföngum og öðrum í framtíðinni og hefur því verið mælt með að hann verði lokaður inni á stofnun til öryggis. Haldið verður áfram með réttarhöldin á morgun þar sem verjendur flytja lokaorð sín. Einnig er úrskurður dómsins væntanlegur eftir hádegi á morgun. Fritzl á von á lífstíðarfangelsi fyrir morð ákæruna og yfir 20 ár í fangelsi fyrir aðrar sakagiftir.

-----------
Greinin var skrifuð fyrir landpostur.is, fréttavef Fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. Fréttin birtist þann 18.mars 2009 14:41


„Mér þykir þetta leitt“

fritzl

Josef Fritzl játaði í morgun á sig sekt í öllum ákæruliðum, þar á meðal vegna morðákæru sem hann neitaði sök fyrir í vikunni. Aðspurður hvers vegna hann hefur vikið frá fyrri játningu sinni svaraði hinn 73 ára gamli austurríkismaður að vitnisburður dóttur sinnar sé ástæðan. „Mér þykir þetta leitt", bætti Fritzl síðan við.

„Myndbandið af dóttur minni”, sagði Fritzl þegar hann var spurður um hvers vegna hann játaði á sig morðákæruna. Í réttarhöldunum hefur vitnisburður dóttur sinnar, Elisabeth, verið spilaður af myndbandsupptöku og er myndbandið um ellefu klukkustundir að lengd, en eins og kunnugt er hélt hann dóttur sinni í leyndri kjallaraíbúð í 24 ár þar sem hann eignaðist alls sjö börn með hanni. Eitt þeirra lést skömmu eftir fæðingu.

„Við getum búist við niðurstöðu dómsins seinni partinn á fimmtudag, ef þetta heldur svona áfram”, sagði Frank Cutka, talsmaður dómstólsins í Sankt Pölten en áður fyrr var gert ráð fyrir niðurstöðu á föstudaginn. Fritzl er ákærður fyrir nauðganir, sifjaspell, alvarlegar árásir, frelsissviptingu og morð sem hann nú hefur játað sig sekan um og samkvæmt þýskum fjölmiðlum er búist við að Fritzl gæti átt yfir sig lífstíðar fangelsi ef hann verður dæmdur fyrir morð og mörg ár til viðbótar ef hann verður dæmdur sekur fyrir frelsissviptingu.

Mikið fjölmiðlafár er í kringum réttarhöldin enda hefur málið vakið mikinn óhug í Austurríki og víðar. Þar fyrir utan hefur almenningur í Austurríki gangrýnt félagsmálayfirvöld þar í landi fyrir að athuga málið ekki nánar, sérstaklega þegar fleiri börn fóru að birtast á heimili þeirra í Amstetten.

-----------
Greinin var skrifuð fyrir landpostur.is, fréttavef Fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. Fréttin birtist þann 18.mars 2009 10:35


Ný stjórn FSHA kjörin á aðalfundi félagsins

Mynd: Daníel Sigurður

Ragnar Sigurðsson var endurkjörinn formaður FSHA, félag stúdenta við Háskólann á Akureyri, á aðalfundi félagsins í gærkvöldi. Ragnar var einn í framboði og hlaut einróma kosningu á fundinum. Ragnar sagði m.a. að hann vildi klára ákveðin mál áður hann lætur af embætti og ákvað því að bjóða sig fram að nýju.

Jóhanna Guðrún Snæfeld Magnúsdóttir hlaut einróma kosningu í embætti varaformanns og einnig Elín Helga Hannesdóttir í embætti skemmtanastjóra, en þær báðar voru einnig einnig ein í framboði. Borin var upp lagabreytingartillaga um að breyta nafninu skemmtanastjóra í djammstjóra. Sú tillaga var felld af fundargestum.

Alls bárust fimm framboð í almenna stjórnasetu en barist var um þrjú möguleg sæti. Karl Óðinn Guðmundsson, fráfarandi Fjármálastjóri, hlaut kosningu með 60 atkvæðum, Jóhanna Jónsdóttir, hjúkrunarfræðinemi, var kosin með 41 atkvæði og Elísa Arnarsdóttir, fjölmiðlafræðinemi, með 35 atkvæði. Trausti Þór Karlsson, nútímafræðinemi, og Gunnþórunn Elíasdóttir, hjúkrunarfræðinemi voru einnig í framboði en náðu ekki kjöri.

Á fundinum voru bornar upp lagabreytingartillögur á lögum félagsins og voru þau flest aðeins formsatriði. Allar tillögurnar voru samþykktar á fundinum en alls bárust þrjár breytingartillögur frá nemendum á fundinum. Hart var deilt um breytingu á 20. grein þar sem fjallað er um þóknun til stjórnar FSHA. Fjarlægja átti ákvæði um að stjórn gæti vikið frá föstu launahlutfalli við sérstakar ástæður án þess að bera þær undir félagafund. Tvær breytingartillögur voru lagðar fram geng þessari tillögu og var fyrsta tillagan að fella ætti ákvæðið út eða halda inni að leggja þyrfti slíkt fram á félagafundi. Tillaga stjórnar var síðar samþykkt eftir að Ragnar útskýrði breytinguna.

Alls mættu 63 félagsmenn á fundinn og var stjórn FSHA ágætlega sátt með mætinguna. Nýja stjórnin mun hittast fljótlega þar sem stjórnarmenn skipta milli sín verkum og hefja undirbúning að nýju skólaári.

-----------
Greinin var skrifuð fyrir landpostur.is, fréttavef Fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. Fréttin birtist þann 14.mars 2009 21:15


Aukin hagmunagæsla nemenda er lykilatriði

Mynd: Daníel Sigurður

Ákveðið hefur verið að stofna sérstaka laganefnd til að yfirfara lög nýja nemendafélagsins sem áformað er að segja á laggirnar í lok mars. Um 30 manns sóttu fundinn í kvöld og höfðu fundargestir margar spurningar um félagið sjálft og lög félagsins.

Að fundinum stóðu Kumpáni, félag nemenda við Hug- og félagsvísindadeildar; Magister, félag kennaranema og Þemis, félag laganema. Á aðalfundum félagana, sem haldnir verða þann 20. mars næstkomandi, verður tillagan lögð fyrir fundargesti og borin upp til samþykktar. Aðalfundur nýja félagsins hefur verið dagsettur þann 28. mars, en það er gert með þeim fyrirvara að nemendafélögin þrjú samþykki tillöguna.

Borin var upp sú spurning á fundinum hvort ekki væri skynsamlegra að sameina öll félögin inn í nýja félagið og þá um leið leggja niður aðildarfélögin þrjú. Fundargestir tóku almennt vel í þá hugmynd en fulltrúar frá Magister á fundinum vildu aftur á móti bíða með það á meðan kennaranemar væru staðsettir í húsnæði háskólans við Þingvallastræti. Aftur á móti voru fundargestir sammála um að sameina ætti félögin seinna meir.

Almennt voru fundargestir jákvæðir með tillöguna, sérstaklega í ljósi þess að hagmunagæsla nemenda á Hug- og félagsvísindadeild mun eflast. Aftur á móti vildu fundargestir hafa lög félagsins skilvirkara og skýrari. Að því tilefni var ákveðið að mynda sérstaka laganefnd sem hefur einn fulltrúa frá hverju félagi með það hlutverk að fara betur yfir lög félagsins. Félagsmönnum gefst síðar tækifæri að bera fram breytingartillögur á aðalfundi félagsins.

Einnig var rætt var um hugsanlegt nafn á félaginu og voru skrifaðar niður nokkrar tillögur frá fundargestum. Nöfnin Petasus, Hugur og Bakkus voru meðal annars nefnd á fundinum en fundarstjórn benti einnig á það að félagsmenn félagana geta sent inn sínar tillögur á netfang sinnar stjórnar.

-----------
Greinin var skrifuð fyrir landpostur.is, fréttavef Fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. Fréttin birtist þann 13.mars 2009 00:04


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband