Þriðjudagur, 19. febrúar 2008
Mistök/klúður í Gettu Betur og Morfís
Það sem ég sé gott við Gettu Betur er að þar eru RÚV að sjá um keppnina og hafa þess vega gögn til að geta tekist á við kærur og annað sem upp kemur. Það er þó ekki raunin um morfís. Eftir að FÁ kærði og vildi fá svör útaf þessum lagabreytingum varð ekkert úr því, þar sem engin gögn voru til frá fyrri stjórnarstörfum. Alveg hræðilegt.
![]() |
Mistök í Gettu betur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 16. febrúar 2008
Háskóladagurinn mikli
Ég var einn af þeim fjölmörgum sem skelltu sér á Háskóladaginn sem haldinn var í dag (laugardaginn 16. febrúar). Byrjuðum daginn á að kíkja upp í Háskólatorg og skoðuðum flestar deildirnar. Það var mikið um að vera þarna og var troðið þar inni. Stoppuðum hjá jarðfræðideildinni og félagsvísindadeild í einhvern tíma, enda er ég mest að skoða fjölmiðlafræðinámið en félagi minn veðurfræðina.
Eftir að hafa troðið okkur framhjá mannfjöldanum kíktum við niður á Hótel Reykjavík Centrum. Þar var kynningarfulltrúi frá EDU-Danmark að kynna skóla í Bandaríkjunum, Kanada, Englandi og Ástralíu sem dæmi. Sjálfur er ég að reyna að komast í nám í Dublin og læra Fjölmiðlafræði.
Svo fórum við í Ráðhúsið og ræddum við nemendur og kennara. Ég ræddi við nemendur úr Háskólanum á Akureyri enda er þar góð og öflug fjölmiðlabraut.
Dagurinn endaði svo á stutta ferð í Hafnarhúsið og skoðuðum tillögurnar fyrir Vatnsmýrina. Sumar voru alveg þokkalegar og aðrar kannski einum of mikið Sci-Fi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 15. febrúar 2008
En ein neikvæða MS umfjöllun!???
Voðalega er ég þreyttur á þessum neikvæðum orðum sem MSingar fá alltaf eftir böllin sín. Byrjaði allt árið 2005 þegar ástandið vernaði hjá þeim og þeir fengu ekki að halda skólaböll í einhvern tíma.
Á hverju einasta balli kemur upp einhver tilvik þar sem gestir láta eins og fábjánar. Yfirleitt eru foreldrar viðkomandi kallaðir til að sækja óþekku börnin en stundum þarf að grípa til lögreglunar. Allavega á öllum þeim böllum sem ég hef verið í sjúkragæslu á hefur þetta farið þannig einhverntíman um kvöldið. Hvernig væri að fjalla um þau atvik líka, en ekki bara trufla MSinga í hvert einasta sinn sem eitthvað kemur upp á hjá þeim. Þeir hafa nú gert mikið til að bæta fyrir það sem gerðist einu sinni.
![]() |
Drukknir unglingar á skólaballi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 13. febrúar 2008
Bæta lýsingu?
Kom þessu þó áfram til vegagerðinnar en hef þó ekki keyrt Reykjanesbrautina síðan þá.
![]() |
Létta merkingar á Reykjanesbraut |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 13. febrúar 2008
Wuhhuuu :D
![]() |
Handritshöfundar sömdu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)