Föstudagur, 11. mars 2011
Ólína fer úr öskuni í eldinn
Ólína Þorvarðadóttir er ein þeirra sem fór í brálaðiskasti að kalla eftir 70-80% skatt á "ofurlaun". Greinilega nýjasta útspil hennar er að færa viðskipti sín úr einum skratta yfir annan. Ég er svo sem sjálfur í viðskiptum hjá Arion Banka með bæði mín eigin viðskipti og fyrir fyrirtækið mitt. Hef ávallt fengið góða þjónustu og sé mig því ekki ástæðu til að leita annað, aftur á móti er ég ekki í það miklum skuldum við bankann eins og gjaldeyrislán eða slíkt. Var áður í viðskiptum við Landsbankann en flutti allt mitt þaðan áramótin 2008 því mér var sýnt óvirðing og aulaskap þar.
Aftur á móti ef ég ætlaði að opinbera flutning úr banka útaf launamálunum eða annað hefði ég frekar valið að fara í lítinn sparisjóð út á landi sem ekki var notaður sem sparibauk fjárfesta eða farið ofviða í fjárfestingum.
Er Ólína með þessu að sýna gott fordæmi? Jújú örugglega en samt gegnur hún hálft skrefið með þetta að mínu mati.
![]() |
Ólína flytur bankaviðskipti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 9. mars 2011
Margaret Thatcher vissi nákvæmlega svarið við þessari hugmynd
Ríkisstjórnin eða ríkistjórnarflokkarnir vilja víst að Alþingi tæklar fréttir af ofurlaunum bankastjóra með því að refsa öllum þeim sem fá laun yfir milljón á mánuði, sem geta einnig verið hámenntaðir einstaklingar. Þessi þróun viðheldur þeirri hefð ríkja að vilja halda fátækum fátækari og þeir sem fá svokölluð ofurlaun meira fátækari, s.s. að viðhalda frekar fátækt en öfugt. Frekar ætti að hækka laun og þannig færa fátæktarþröskuldinn ofar, en ekki allt saman niður.
Margaret Thatcher átti góða mjög gott svar á Breska Þinginu árið 1990 þegar rætt var um laun og sósíalisma.
![]() |
Ofurlaunum mætt með viðeigandi sköttum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 8. mars 2011
Nóg komið af vitleysunni?
Ég hef ekki bloggað núna síðan í janúar á síðasta ári og kemur það svo sem ekki á óvart að ég skildi brjóta þessa þögn á þessum degi. Var kominn með nokkuð langorðan pistill niður á blað en hreinlega nenn ekki að eyða púðri í enn eina vitleysu sem kemur úr þessu fólki. Ætla því bara að segja tvennt.
Það er nú hægt að ræða það hvort það eigi að vera hærra en milljón eða ekki, en þetta er þá bara svona stríðsskaðaskattur eins og Bandaríkjamenn lögðu á eftir Seinni heimsstyrjöldina. Þeir voru með 94% skatt á hæsta tekjuhópnum til að fjármagna stríðskostnaðinn. Það má kannski segja að okkar stríðskostnaður sé bara kostnaðurinn af bankahruninu sem einhver þarf að borga. Og það er náttúrlega réttlátt að þeir sem eru með þessi laun, allt upp undir tíu sinnum hærri laun en venjulegt verkafólk, borgi margfalt meira til samfélagsins
Lilja Mósesdóttir, Vill stríðsskatt á tekjuháa - visir.is
Ef ríkisstjórnin ætlast til að almennir borgarar eigi endalaust að gjalda fyrir mistök ríkisvaldsins, bankana og aðra þá er eitthvað mikið að. Vissulega sjálfsagt að það þarf að fórna einhverju en einhverstaðar þarf að draga strikið. Ef ríkið ætlar í stríð við almenning er þá ekki bara tímaspursmál hvenær púðurtunnan loksins springur og almenningur fari í "stríð" við ríkisstjórnina og Alþingi. Ef það er komið nóg af vitleysunni þá eiga þau á Alþingi frekar að skoða sinn gang.
En til að undirstrika það sem mun að öllum líkindum gerast ef svona skattafrumvarp verði samþykkt, sé ekki ástæðu til að leggja á mig þessa vinnu við að skrifa meira að sinni.
![]() |
Nóg komið af vitleysunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)