Ármúlaskóli sigraði Menntaskólann í Reykjavík í Morfís, eða hvað?

Nú er ræðukeppni milli Ármúlaskólans og Menntaskólans í Reykjavík afstaðinn. Keppnin var haldin í sal FÁ, en MR höfðu heimavallaréttinn. Keppnin var einnig send út beint á vefsíðu nemendafélagsins, faviti.is og s.k.v tölum voru margir sem nýttu sér þessa tækni.

Eftir þvílíka baráttu milli skólana endaði keppnin í jafntefli eða 1200 stigum á hvert lið. Lið Ármúlaskólans fékk 5 refsistig fyrir að tala 5 sek lengur en tímarammi segir. Bæði liðin stóðu sig mjög vel. Dómari kynnti stöðu mála og hvernig sigurlið kvöldsins er valið þegar liðin enda í jafntefli. S.k.v oddadómara, Hjálmari Stefán Brynjólfssyni, sigrar það lið sem ræðumaður kvöldsins tilheyrir, sem í þessu tilfelli var ræðumaður FÁ, Davíð Örn Hjartarson stuðningsmaður liðsins.

Tek það fram að Hjálmar er að mínu mati góður dómari og hef ég ekkert illt um hann að segja eða vinnubrögð hans. Þetta á líka við aðra dómara, keppendur og kapplið.

Hinsvegar eftir að keppni lauk heyrði maður fréttir af því að lög Morfís sögðu eitthvað allt annað og þar að leiðandi var MRingum dæmdur sigur.

Fyrir skóla sem hefur sjaldan náð upp úr 1. umferð eru þetta mikil framför og er ég mjög stoltur af mínu líði (FÁ) hvernig sem þetta mál þróast. En eitt er víst, Ármúlaskólinn ætlar ekki að gefast upp auðveldlega og ætlar að fylgja þessu máli eftir þangað til að endaleg niðurstaða færst í málinu.

Hinsvegar tel ég mjög mikilvægt að eyða öllum vafa kringum þessa keppni. Lögin segja ákveðið og dómari keppninar segir hitt. Þetta mál liggur ennþá einhverneigin í lausu lofti og eins og ég sagði í síðustu línum verður að fjarlægja öllum vafa úr úrslitunum áður en liðin fagna sigri. Það þarf að komast til botns í þessu máli og fyrir því munum við Ármýlingar berjast alveg til enda, hvernig sem staðan verður þegar þangað er komið FÁ eða MR. Einnig finnst mér mjög gaman að sjá og fylgjast með hversu fljótir MRingar séu aftur upp á háhestinn eftir að fá góðan skell í framan í gær miðað við sigurvímuna sem þeir eru komnir aftur í. Þetta hef ég séð frá MRingum sem ég hef talað við og lesið á vefsíðum þeirra.

Nú er MR mjög virtur skóli sem hefur gengið vel í Morfís á síðustu árum. Ármúlinn er stór skóli sem hefur hingað til ekki gengið vel í Gettur Betur né Morfís. Síðasta keppni sem FÁ hefur unnið í Morfís var á móti MK fyrir tveimum árum í 1. umferð. Hinsvegar segjum svo að FÁ hefði verið með tvo dómara bakvið sig en MR aðeins einn dómara. Myndi MR ekki samt sem áður reyna að finna leið til þess að vinna? Er alls ekki að koma með einhver leiðindi eða vera tapsár en svona er þetta. Persónulega myndi ég alveg gera það ef það er einhver vafi sem liggur kringum þessa keppni eins og sjá má. FÁ hefur í raun engu að tapa. Hinsvegar er væri þetta stórt högg á MR ef úrslitin hefðu staðist. Það má samt segja að með þessari keppni hafi FÁ hækkað verulega í áliti hjá mörgum. Hef talað við marga morfís fróða menn og aðra aðila um keppnina og flestir voru mjög hissa á því hversu vel Ármýlingarnir stóðu sig og hvað þeir komu verulega á óvart í ár.

Stóra spurning er hvort að dómari hafi vitnað í úreld lög eða eitthvað annað fróðlegt. Sjá má sem dæmi á vefsíðu Framtíðarinnar eftirfarandi svar frá Halldóri Grímssyni, dagsett 17. nóv kl 15:47 (slóð á þráðinn)

Ansi merkileg þessi keppni. Mig minnir reyndar að þau lög morfís sem raunverulega dæma MR sigurinn:

"3.12 Verði lið jöfn að stigum sigrar það lið sem fleiri dómarar dæma sigur..."

hafi verið afnumin 1988.

Reyndar voru það þá MR-ingar sem töpuðu vegna reglu þeirri og fengu hana afnumda; en greinilega aðeins nógu lengi til þess að geta nýtt sér hana í þetta sinn; því hún er í dag greinilega við lýði.


MRingar hafa verið duglegir að spjalla um þetta mál á spjallborði Framtíðarinnar og Skólafélagsins.

"Humm... Í sambandi við þetta sem halldorg var að segja, er nokkuð búið að afnema lögin? Og þar sem orðið á götunni er að fávitar ætli að kæra þetta, eigum við það þá á hættu að missa sigurinn?"

Nei þau voru afnuminn eins og ég sagði 1988 þegar MR-ingar kærðu vegna þess að þeir töpuðu á þeim. En þau hafa aftur verið samþykkt; eins og mátti lesa úr því sem ég skrifaði hér fyrir ofan. En ég hef enga trú á þessu orði á götunni þar sem ég talaði nú við einn af þeim persónulega um þetta; þeir ætla ekki að kæra á biturleikanum einum.


Ný spyr ég ykkur lesendur góðir og þá sérstaklega Morfís fróða menn hvað ykkar skoðun er á þessu máli.


Bloggfærslur 17. nóvember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband