Sorglegur atburður þá, sorglegur atburður núna

Þegar sprengjan sprakk í Omagh árið 1998 var ég nú það ungur að svona fréttir höfðu nú ekki mikil áhrif á mig. Eiginlega vissi ég ekki af þessum atburð fyrr en í fyrra þegar ég var í áfanga sem ber nafnið SAG403 eða Kvikmyndasaga. Þar horfðum við á myndir sem gerðar hafa verið eftir sprengjutilræði, borgarastyrjaldir eða allt sem hefur haft áhrif á heiminn.Tókum fyrir Írland, Bosnía og Sarajevo, Afríku og Suður-Ameríku. Horfðum á myndir eins og "Welcome to Sarajevo", "Salvador", "In the name of the Father", "Carla's Song" og "Omagh" sem dæmi.

Flestar þessar myndir fjölluðu um ein ákveðinn einstakling sem raunverulega upplifði atburðina eins og t.d. í Omagh. Þar missti fjölskylda son sinn í tilræðinu og myndin gekk út á það að faðir hans var að berjast fyrir því að aðilarnir sem stóðu baki við tilræðið myndu fá sína réttláta meðferð fyrir vikið. Sáum svo sem miklu betri myndir hvað varðar spennu og annað en Omagh sýndi meira svona drama hlutan allan tíman. Mæli með þessari mynd svo sem og allar hinar líka.

Nú er spurning hvort baráttan sem faðir hans byrjaði með sé til einskis?


mbl.is Sýknaður af morðákæru vegna Omagh
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. desember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband