Mánudagur, 14. janúar 2008
Meinlausari??
Eins og svo margir aðrir mbl bloggarar eru búnir að benda á er þessi frétt svo sannarlega villandi. Sjálfur hef ég orðið fyrir barðinu á ofurölvuðum einstaklingi en það leysist nokkuð vel. Ég var einfaldlega að sækja jakkan minn á NASA og einhver var óhress með að ég stóð þarna fyrir framan honum. Að öðru leyti þekki ég marga sem hafa orðið illa út úr tilefnislausum slagsmálum. Ég segi að ef maður lendir í svona einstaklingum er aðeins tvær leiðir út úr svona, lætur þig hverfa úr bænum eða endar upp á slysadeild. Oftar er fólkið undir áhrifum fíkniefna en ofurölvun, þó það eigi ekki alltaf við.
Fagna hinsvegar aukinni löggæslu í miðbænum. Hinsvegar mætti dreifa þeim betur um miðbæinn. Fréttir hafa sýnt sig að brot á lögreglusamþykktum og stórum slagsmálum hefur verulega minkað. Hinsvegar er meira um svona inn á stöðunum. Fagna einnig að staðirnir eru farnir að taka upp gagnabanka með þekktum slagsmálahundum. Vona að það skili árangri.
Hinsvegar er ég sammála frumvarpinu um að koma áfengi í verslanir. Það á samt ekki að neyða neinn verslunareigandi til þess að selja áfengi. Þetta eigi að vera ákvörðum búðarinnar hvort þeir vilja selja áfengi eða ekki. Vínbuðirnar ættu þó að starfa áfram eins og þær hafa gert. Það verður örugglega aukning á sölu en það jafnast út með tímanum.
![]() |
Drykkjusiðir Íslendinga orðnir meinlausari |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)