Fimmtudagur, 15. maí 2008
Some Mother's Son
Some Mother's Son er leikinn heimildar mynd frá árinu 1996 og fjallar um Bobby Sands og hungurverkfallið fræga árið 1981. Sagan segir frá baráttu móðir Sands sem studdi son sinn í baráttu sinni. Sá þá mynd í kvikmyndasögu sem ég tók fyrir nokkrum árum. Sáum þar nokkrar góðar myndir sem fjölluðu um IRA, baráttu þeirra og auðvitað breska stórveldið. T.d. "In the name of the Father" fjallar um þá Gerry Conlon og Paul Hill sem flytja frá Belfast til London og lifa þar góðu Hippa lífi. Þegar öflug sprengja springur eru þeir félagar handteknir og dæmdir fyrir verknaðinn þrátt fyrir að vera saklausir. Síðar í sögunni er faðir Gerry handtekinn og fær að dúsa með syni sínum í fangelsinu.
Þetta eru mjög fínar myndir og mæli ég alveg með þeim. Nú verður maður að bíða eftir að sjá þessa nýju mynd. Kvikmyndasagan kveikti greinilega einhvern sögulegan áhuga frá þessu tímabili :)
![]() |
Mynd á Cannes veldur deilum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)