Barack Obama 44. bandaríkjaforseti

84372789
Barack Obama sór fyrir stuttu embættiseið sinn í Washington sem 44. forseti Bandaríkjana. Smávægileg vandræði með embættiseiðinn mátti heyra í fyrstu en dómarinn sneri óvart einu orði við sem sló Obama örlítið úr af laginu samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs. Fagnaðarlæti brutust út um leið og mátti sjá að menn og konur í tárum við þinghúsið og víðar, enda er þetta stór dagur í sögu Bandaríkjana.

„Þið skuluð hafa það hugfast að Bandaríkin eru vinur allra þjóða, allra karla, kvenna og barna sem hafa frið og mannvirðingu að leiðarljósi, og við erum reiðubúin að leiða á ný“, sagði Obama í ræðu sinni en einnig talaði hann um efnahagsmál þjóðarinnar og sagði þjóðinni að þær áskorarnir sem þjóðin stæði frammi fyrir væri raunveruleg, en sagði við bandarísku þjóðina að hann muni takast á við þær áskoranir sem til staðar eru og koma skal. Einnig ítrekaði hann það að beita valdi sínu að skynsemi.

Fyrir embættistöku Obama sagði presturinn Rick Warren í bæn sinni: „Við vitum í dag að Martin Luther King og mörg vitni eru að hrópa af gleði í himnaríki", en með þessu er hann að vísa í réttindabaráttu blökkumanna sem í dag hefur unnið stórsigur ef marka má umræðu síðan hann sigraði forsetakosningarnar 4. nóvember í fyrra.

Talið er að um tvær milljónir manna hafi verið viðstödd embættistökuna í Washington og höfðu flestir verið að bíða þar síðan snemma um morgunin. Samkvæmt Fjölmiðlum vestanhafs hefur verið mikið álag á samgöngukerfi borgarinnar og mynduðustu langar biðraðir við lestarstöðvar borgarinnar. Mikið af heiðursgestum voru viðstaddir embættistökuna, en fyrir utan alla núlifandi fyrrverandi forseta Bandaríkjana og varaforseta voru einnig stórstjörnur og þekkt andlit á borð við Aretha Franklin, leikararnir Dustin Hoffman, Denzel Washington og leikstjórinn Steven Spielberg svo eitthvað sé nefnt.

Mikill viðbúnaður hefur verið í Washington í dag en sjá mátti lögreglumenn, öryggisverði og þjóðvarðliðum á götum borgarinnar, við þinghúsið og helstu stjórnarbyggingum í Washington. Stór hluti miðborgarinnar hafði verið lokað og var öll bílaumferð bönnuð um svæðið.

George W. Bush, nú fyrrverandi forseti Bandaríkjana, og einginkona hans flugu stuttu eftir að athöfninni lauk með þyrlu burt frá höfuðborginni í eftirlaun. Fyrir Obama bíður hinsvegar mikil vinna, en fyrir utan það að koma sér fyrir í Hvíta húsinu bíða auðvitað mörg mál sem hann þarf að takast á við eins og fjármálakreppuna sem hefur komið illa niður á marga bandaríkjabúa eins og víðast annar staðar.

-----------
Greinin var skrifuð fyrir landpostur.is, fréttavef Fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. Fréttin birtist þann 20. janúar 2009 kl 17:55

Þingmenn og mótmælendur takast á

Mynd: Júlíus Sigurjónsson (mbl.is)Mikill hiti er hjá þingmönnum fyrir innan veggja Alþingis og að sama skapi hjá mótmælendum fyrir utan. Talið er að um 2.000 manns séu nú að mótmæla og er barið á glugga, slegið á trommur og blásið í lúður. Inn í þingsal hefur hefur heldur ekki haldist mikill friður en í upphafi þingfundar lýsti Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, furðu sinni yfir því að ekki skildi ræða um stöðu efnahagsmála á fyrsta fundi eftir jólahlé, en heldur ræða um sölu brennivíns.

Ögmundur Jónasson, þingmaður VG, gagnrýndi einnig ríkistjórnina og sprðurði m.a. hvenær ætti að kjósa nýtt þing með raunverulegt umboð, þar sem ríkistjórnin hafi sýnt sig vanhæfa til að gæta hagmuna þjóðarinnar. Í kjölfarið komust á hörð orðaskipi milli Geirs H. Haards, forsætisráðherra, og Ögmundar sem m.a. grein ítrekað fram í svari Geirs sem sagði m.a. að ríkisstjórnin hafði meirihluta Alþingis bakvið sig.

Á sviðuðum tíma og hitinn fyrir innan veggja Alþingis var sem hæst, ókst einnig mótmæli fólks fyrir utan þingið. Rétt fyrir kl 14 beitti svo Lögreglan piparúða gegn mótmælendur í Alþinigsgarðinum og hefur allt að tugur manns verið handteknir samkvæmt fréttum Ríkissjónvarpsins.

Samkvæmt fréttum á mbl.is eru mótmælin að ná ákveðnum suðupunkti. Lögreglan hefur nú beitt í piparúða á mótmælendur í nokkur skipti og eru sjúkrabílar við þinghúsið og veita mótmælendum aðhlynningu. Mótmælendur hafa kastað skyri, mjólk og eggjum í lögreglumenn á staðnum en talið er að hátt í annað hundrað lögreglumanna séu nú við störf við þinghúsið, flestir klæddir óeirðabúninga.

-----------
Greinin var skrifuð fyrir landpostur.is, fréttavef Fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. Fréttin var birt fyrst 20. janúar 2009 kl 16:05
Myndin sem prýðir þessa frétt er fengin úr frétt mbl.is og tók Júlíus Sigurjónsson myndina.

Bloggfærslur 20. janúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband