Þriðjudagur, 6. janúar 2009
Mótmælt undir nafnleynd
Síðustu vikurnar hafa mótmæli fólks verið efst á lista fréttamiðla landsins þrátt fyrir að stríðið fyrir botni miðjarðarhafs hafi nú aðeins fellt þeim úr sessi. Á það sem mér skildist 13 vikna tímabili hafa hundraðir manna komið saman á Austurvelli og Borgarafundum með það markmið að mótmæla ástandinu sem ríkir hérna. Það er alveg skiljanlegt hvað reiði fólks er mikil og það er alveg skiljanlegt að fólk vill breytingar. Ég vill þær líka.
Hef lendi vel verið stuðningsmaður mótmælenda þrátt fyrir að hafa ekki komist á útifundina sjálfur. Eina skiptið sem ég hafði virkilega tök á því að mæta endaði ég með að koma of seint og náði því aðeins að horfa á mennina skola matvæli af veggjum Alþingis. Þrátt fyrir slíkt athæfi og örfára riskinga við Austurvöll hafa mótmælin verið tiltölulega friðsamleg. Ástandið tók þó á sig nýja mynd þegar hópur fólks tók á skarðið og réðst í nafni lýðræðis inn í Banka, stofnanir, Alþingi og síðast Hótel Borg. Gott og gilt að heimsækja bankana og hafa smá læti en fjörið endar þegar aðilar vopnaðir steinum brjóta niður rúður eftir að verið neitað inngöngu inn á skrifstofur eða stofnanir.
Hápunkturinn náðist við Hótel Borg að mínu mati. Ráðist geng saklausum tæknimönnum sem einfaldlega sinna vinnu sinni og allt það í nafni Lýðræðis. Þetta hljómar meira eins og gerðu það sem ég vill annars færðu að kenna á því. Og auðvitað hvað gerðist, Lögreglan mætti á staðinn til að tryggja að ekkert fari úr böndum. Og hvað gerist þegar byrjað er að slíta í sundur útsendingarsnúrur, Lögreglan rýmir svæðið með valdi. Eftir að sprengjur springja og hljóma um allt portið sem án efa bætir varla ofan á álag löggæslumanna á staðnum er portið rýmt með valdi í óþökk mótmælenda. Það væri hægt að nota ágætis myndlíkingu, ef þú stríðir heimiliskéttinum þínum nógu lengi endar þú án efa á því að vera klóraður.
Á þessum degi hætti ég að styðja mótmælin og þar af leiðandi Hörð Torfason og Evu Hauks (hinsvegar var ég ánægður með að Hörður gagnrýndi aðgerðirnar og einnig grímuklæddu aðilana með litlum undirtektir sumra í hópnum reyndar).
En það sem hefur einkennt mikinn hluta af mótmælum og orðaskiptum á blogg og umræðuvefum er einfalt, margir (ég endurtek, margir, ekki allir) eru svo blindir af reiði og hatri að það horfir aðeins á eina hliðina en ekki báðar. Margir (ég endurtek aftur, margir, ekki allir) hafa notfært sér nafnaleynd á vefnum til að svívirða og hóta fólki öllu illu. Svo auðvitað kemur að því að vefirnir setji takmarkanir. Ég er fyrst og fremst að tala um aðgerðir mbl.is og núna síðast eyjunar. Ég reyndar er búinn að breyta eða lagfæra mína skoðun um aðgerðir mbl.is örlítið. Mér finnst aðgerðirnar góðar en hinsvegar óréttlátt að gjörsamlega loka á alla sem kjósa að nýta sér nafnleyndina því margir hverjir koma með góð innlegg í umræðuna. Því væri besta leiðin að leyfa þeim sem vilja að hindra það að fullt nafn birtist á vef sínum en réttar upplýsingar væru í gagnagrunni ef slík mál koma upp sem þessi aðgerð á greinilega að hindra.
Allavega þá bið ég hreinlega fólk um að mótmæla án þess að beita ofbeldi eða skemmdaverk. Við erum stödd á mjög erfiðum tíma og þurfum að vinna saman að lausn. Höldum áfram að þrýsta á stjórnmálamenn, höldum áfram að þrýsta fram breytingar og látum í okkur heyra á réttan hátt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)