Þriðjudagur, 28. apríl 2009
Hagsmunamál flokka í fyrirrúmi
Hvað varð um allt þetta tal um að ganga snögglega til verks og koma með lausnir fyrir heimilin og fyrirtækin sem svo mikið var kallað á. Er það núna bara komið í annað sæti og ESB fremst. Var það ekki aðalmálið sem þau gagnrýndu sjálfstæðismenn og sjálfa sig fyrir að bregðast seint við aðstæðum. Nú er svo komið að sagt er við munum eyða góðum tíma í viðræðum um áframhaldandi samstarf.
Nú er einfaldlega samfylkingin þannig komin að þau geta ekki bakkað með sitt og VG getur ekki bakkað með sitt án þess að skaða flokkana.
Hættið þessu og farið að sinna því sem þarf að vinna í. ESB á ekki að vera í fyrsta sæti eins og er. Nóg annað ógert. Bjóst alveg við þessum vinnubrögðum þannig ég er feginn að ég kaus annan flokk.
![]() |
Skylt að sækja um ESB-aðild |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)