Mánudagur, 29. júní 2009
Hagsmunir þingmanna

Ég fagnaði á sínum tíma reglugerð um að þingmenn tilkynni hagsmuni og eignir sínar utan störf þingsins til alþingis til að byggja upp traust og gegnsæi í starfi sínu. Almenningur getur nú nokkurn veigin skoðað hvaða hagsmuni viðkomandi hefur utan þings og prófaði ég í dag að kíkja á hagsmunaskráningu þingmanna. Ágætis lestur.
Það sem kom mér á óvart hinsvegar var hagsmunarskráning háttvirts fjármálaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon segir aðeins Þingmaðurinn hefur enga fjárhagslega hagsmuni sem reglurnar taka til.. Það sama kemur svo hjá háttvirts forsætisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir. Aftur á móti er Steingrímur einn eiganda fréttavefsins smugan.is með 4.5% hlut. Nú hef ég haldið að markmiðið var að skrá niður alla hagsmuni þingmanna þar með eigur í fyrirtækjum og fleira, hvort sem það sé rekið í hagnaðarskyni eða ekki. Eða er ég eitthvað að misskilja þetta?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)