Laugardagur, 9. janúar 2010
Slökkviliðsmaðurinn Össur
Össur slekkur víst réttu eldana á þessum fundi .. eða þ.a.s. þá elda sem hann vill slökkva í. Nú veit maður svo sem ekki hvort hann ræddi önnur mál á þessum fundi við Moratinos en maður spyr sig hvers vegna eða hvort hann nýtti ekki tímann og ræddi um hagsmuni þjóðarinnar í Icesave málinu, þ.a.s. evrópulöggjöfin um innistæðutryggingakerfið og skild mál. Ef hann gerði það ekki þá er þetta furðuleg forgangsröðun hjá Össuri og hans fólki. Reyndar veit maður svo sem ekki alveg hvar þessir eldar eru? Síðustu dagar hafa bara verið jákvæðari en allt síðasta árið hvað varðar að koma málstað okkar á framfæri.
![]() |
ESB og Icesave aðskilin mál |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)