Ólína fer úr öskuni í eldinn

Ólína Þorvarðadóttir er ein þeirra sem fór í brálaðiskasti að kalla eftir 70-80% skatt á "ofurlaun". Greinilega nýjasta útspil hennar er að færa viðskipti sín úr einum skratta yfir annan. Ég er svo sem sjálfur í viðskiptum hjá Arion Banka með bæði mín eigin viðskipti og fyrir fyrirtækið mitt. Hef ávallt fengið góða þjónustu og sé mig því ekki ástæðu til að leita annað, aftur á móti er ég ekki í það miklum skuldum við bankann eins og gjaldeyrislán eða slíkt. Var áður í viðskiptum við Landsbankann en flutti allt mitt þaðan áramótin 2008 því mér var sýnt óvirðing og aulaskap þar.

Aftur á móti ef ég ætlaði að opinbera flutning úr banka útaf launamálunum eða annað hefði ég frekar valið að fara í lítinn sparisjóð út á landi sem ekki var notaður sem sparibauk fjárfesta eða farið ofviða í fjárfestingum.

Er Ólína með þessu að sýna gott fordæmi? Jújú örugglega en samt gegnur hún hálft skrefið með þetta að mínu mati.


mbl.is Ólína flytur bankaviðskipti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. mars 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband