„Þegar kommúnismi og lýðræðið mætast, þá skal lýðræðið víkja“

Þetta leikrit sem alþingismenn settu nú upp í dag sem reyndar hófst vel áður en Ragnheiður Elín kallaði eftir atkvæðisgreiðslu eina nóttina endaði með látum í dag. Jón Gunnarsson kveikti nú algjörlega undir þingmönnum með þeirri setningu sem prýðir titil færslunar rétt fyrir miðnætti svo að frú Forseti Ásta Ragnheiður flýti sér greinilega í mikilli reiði að slíta þingfundi eftir að Jón Gunnarsson reif kjaft við hana. Reyndar hafði hitastigið þarna inni hækkað verulega eftir að Magnús Orri Schram kom upp eins og barið lamb og skellti sökinni enn og aftur á Sjálfstæðismenn. Staðreyndin er sú ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði beygt sig undir vilja meirihlutans hefði flokkurinn verið gerður ábyrgur fyrir þessu máli ef illa færi

Af hverju geta menn ekki farið yfir málin saman, hlustað á rökin hvaðan sem þau koma og komist á endanum að niðustöðu í málinu? Hvers vegna þarf alltaf að þræta, kveina og lítilsvirða hvort annað. Þetta er geðveiki!  

Þó svo að núna sé ekki hægt að vera með óskiljanlega þjóðaratkvæðagreiðslu 30. júní næstkomandi gefst enn tími til að halda hana síðar og þá leggja fyrir raunverulega valkosti um tilbúið efni. Hinsvegar hljómaði síðustu ræðurnar stjórnarliðsins eins og það eigi ekki að halda neina þannig það er alls óvíst hver næstu skrefin verða.

Ég vona svo innilega að fólk skoði heildarumræðuna, hvað hefur verið sagt og hver staðreyndir í málinu sé. Þá hjá bæði stjórnar- og stjórnarandstöðu. Fólk verða að hætta að æpa upp frasa eftir þingmönnum og setja fram auðhrekjanlegar staðreyndir. Stjórnarskráin á einfaldlega skilið meira en flýtimeðferð.


mbl.is Hiti í þingsal meðal þingmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. mars 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband