Þriðjudagur, 5. janúar 2010
Nýja „gamla“ Ísland og The new word order
Þegar Ólafur Ragnar Grímsson, forseti lýðveldisinns, tilkynnti í morgun að hann neitar að skrifa undir nýju IceSave lögin sendi hann m.a. skýr skilaboð til Alþingis og ríkisstjórnarinnar, að hvernig þetta mál var keyrt með valdi gengum þingið myndi ekki ganga upp lengur. Slíkar aðferðir hafa á síðustu árum verið algeng með stjórnarfrumvörpin þ.a.s. keyrt í geng á meirihlutanum af því að hagsmunir þeirra eru það miklir í málunum að ekki má fara í efnislegar breytingar á málinu. Máli mínu til stuðnings samþykktu 32 stjórnarþingmenn af samanlagt 34 (20+14) IceSave frumvarpið. Vitna í orð Ögmundar 64-0 sem hefði verið besta niðurstaða, enda þá fullkomin sátt um málið á Alþingi en ekki bara heilaþvottur ríkisstjórnarinnar. Þetta mál einfaldlega var dauðadæmt frá byrjun því allar þá hótanir og hunsun um að rökræða málin var ekki virt. Því er þessi niðurstaða ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri græna að kenna, ekki forsetanum.
Neitun hans er þó ekki endalokin eins og ríkisstjórnin hefur sagt. Við vissum að lánshæfismatið færi í ruslflokk ef þessu væri neitað og að lánin verða í uppnámi útaf þessu. Afhverju er það? Vegna þess að Bretar og Hollendingar vilja hafa tromp yfir Íslendingum. Með því að beita sér svona í alþjóðasamfélaginu gegn okkur bæði í viðskiptamálum og hugsanlega líka í erlendum fjölmiðlum reyna þau að hræða ríkisstjórn Íslands til að samþykkja þetta. Ég nefni fjölmiðlana vegna þess að ég á erfitt með að skilja hvernig erlendir miðlar geta kerfislega misskilið afstöðu okkar í málinu að við séum í raun að rétta úr fingurinn og neita að greiða krónu/evru/pund tilbaka. Allt skipulagt til að já knýja þjóðina undir sinn vilja og skapa reiði erlendis. Hinsvegar hefur þjóðin, stjórnarandstaðan og forsetinn gefið ríkisstjórninni, Bretum og Hollendingum tónin að það ætlar ekki að láta taka sig þurt að aftan í þessu máli og setja landið á veð fyrir gallaða reglugerð ESB. Við getum þraukað okkur í gegnum þetta mál og á endaum kemur í ljós að barátta okkar við þá átti rétt á sér. Hinsvegar er langur vegur þangað til nema að okkar málum er haldið til haga gangvart pressunni og erlendum erindrekum. Annar erfiðleiki er þó til staðar hér heima fyrir. Icesave málið er búið að hanga svo lengi yfir þjóðinni án niðurstöðu að það er komið í sama pott og Baugsmálið var orðið. Fólk vill bara losna við þetta á einhvern hátt. Ég er þó guðs feginn að til er fólk sem trúr á að þessi niðurstaða er ekki ásættanleg niðurstaða fyrir okkur.
Ríkisstjórnarsamstarfið ætti ekki að vera í hættu nema þeir kjósi að setja hana í hættu. Vissulega gætu þeir fengið meiri samúð núna ef þeir slitu samstarfinu og gengu grátandi út úr ráðuneytunum sínum af því að vondi maðurinn á Bessastöðum vildi ekki skrifa undir samning sem ekki er gerður í sátt við þing og þjóð. Jón Baldvin Hannibalsson hefði greinilega farið þá leið að slíta samstarfinu í fílu miðað við orð hans í dag.
Ég hef alltaf verið sá skoðunar að framkvæmdavaldið allstaðar í heiminum sé ekki toppurinn á valdapýramídanum heldur hópur fjársterka manna sem í raun stjórna atburðarás hverjum tíma. Máli mínu til stuðnings má nefna að allt frá einkavæðingu bankana hófst ákveðin lobbyismi viðskiptamanna sem gróf sig annaðhvort vitandi eða óvitandi inn í stjórnkerfið, háskólana og á aðra staði. Þegar fólk fór að átta sig á þessu í ríkara mæli var það aftur á móti of seint til að bregðast við. Sama á og hefur átt sér stað lengi í Bandaríkjunum og Bretlandi. Nýja ríkisstjórnin ber þessu að vissuleiti einhvern keim líka. Bestu vinir Steingríms voru sendir í IceSave málið og eins og Össur sagði þegar samninganefnd um málefni ESB var mynduð væri á ferðinni það besta samningateymi sem þjóðin hefur upp á að bjóða. Hví voru þessi ofurmenni ekki látin taka Icesave líka? Einnig hvers vegna eru fáir að rannsaka hrunið og hvers vegna er ekki kominn almennilega sjáanlegur árangur með að rannsaka þá gæja sem settu allt á hliðina þegar Bandaríkjamenn náðu að handsama, rannsaka og dæma Madoff á rúmum þremum mánuðum eða svo. Ég tel þetta vera allt spurning um hvar hagsmunir liggja.
Ég fann þessa ágæta heimildarmynd sem er ádeila á Obama, öðrum forsetum Bandaríkjana, alheims fjármálakerfið og The New World Order. Þetta passar nokkuð vel í þá hugsun sem ég hef haft lengi um stjórnmál og hverjir virkilega stjórna ferðinni. Ætla þó ekki að alhæfa að þetta sé allt satt enda ekki með handbærar sannanir sjálfur nema bara tilfinning um að þetta sé rétt, þótt ég vilji ekki trúa þessu innst inni. Slóðin: http://www.youtube.com/watch?v=eAaQNACwaLw. Mæli með að fólk kynni sér þessa mynd. Mjög fróðleg.
Spurning sem vaknar þó, hverjum er treystandi til að verja og halda uppi hagsmunum þjóðar. Sjálfstæðisflokkurinn klúðrarði sínum málum rækilega. Samfylkingin hefur núna tvisvar klúðrarð rækilega, þótt hún vilji ekki viðurkenna það í bæði skiptin nema fyrrverandi formaður hennar, Ingibjörg Sólrún, og núna vinstri grænir sem hafa helst keðjað sig við ráðherrastjólana og samþykkja hvað sem er til að halda þessu áfram. Aðrir flokkar eins og Framsókn kannski? Veit ekki. Ef svo vill til að þingkosningar verða haldnar á næstunni þá vona ég þó að fólk kjósi um framtíðina, ekki fortíðina eins og síðast.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:48 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.