Laugardagur, 9. janúar 2010
Slökkviliðsmaðurinn Össur
Össur slekkur víst réttu eldana á þessum fundi .. eða þ.a.s. þá elda sem hann vill slökkva í. Nú veit maður svo sem ekki hvort hann ræddi önnur mál á þessum fundi við Moratinos en maður spyr sig hvers vegna eða hvort hann nýtti ekki tímann og ræddi um hagsmuni þjóðarinnar í Icesave málinu, þ.a.s. evrópulöggjöfin um innistæðutryggingakerfið og skild mál. Ef hann gerði það ekki þá er þetta furðuleg forgangsröðun hjá Össuri og hans fólki. Reyndar veit maður svo sem ekki alveg hvar þessir eldar eru? Síðustu dagar hafa bara verið jákvæðari en allt síðasta árið hvað varðar að koma málstað okkar á framfæri.
ESB og Icesave aðskilin mál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nákvæmlega sammála. Gott blogg hjá þér.
Reyndar kom það fram hjá þessari Ríkisstjórn að þau voru að "Laga skaðann sem ÓRG hafði valdið"
Voru þau þá að vinna á móti því sem hann áorkaði þessa fáu daga? Og þá á móti hagsmunum þjóðarinnar?
Má að lokum til með að benda á þetta snilldar viðtal hér:
http://www.youtube.com/watch?v=rOyAyw1aOww
Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 9.1.2010 kl. 18:31
Alveg ömurlegt að Icesave málið skuli yfirleitt vera notað af lélegum pólitíkusum í steingeldum umræðu um mál sem ætti að vera hafið yfir allar tegundir af pólitík
Annars hef ég aldrei skilið svona kappa eins og Össur. Ef ég hefði hitt hann um borð í togara og þá ekki sem yfirmann, hefði mér ábyggilega líkað við kallinn.
Enn sem stjórnmálamann? Vill ekkert venjulegt fólk vera stjórmálmenn? Hann er algjör brandari í svona embætti...
Óskar Arnórsson, 10.1.2010 kl. 04:05
Ég hef hitt Össur nokkrum sinnum og spjallað aðeins við hann. Hann er skemmtilegur og fínn sem einstaklingur þrátt fyrir að við séum ekki alltaf skoðanabræður í pólitík enda gagnrýni ég aðeins starf hans en ekki annars ágætis persónu. Náttúrulega trúir hann á að ESB aðild sé bjargvætturinn og færir landið frekar í alþjóðasamfélagið og var ég sjálfur hlyntur viðræðum á sínum tíma vegna ýmsa kosta, m.a. menntamála. Sú afstaða hefur þó breyst hjá mér.
Hinsvegar að þessu sinni er nóg annað að gera við að koma málstað okkar á framfæri og fá botn í þau vafamál sem uppi eru í reglum og ábyrgðum. Eitthvað sem ríkisstjórnin hefur ekki viljað leita eftir og heldur fast á þessum „glæsilega samningi“. Ef þeir myndu leggja jafn mikið í að fá réttláta meðferð í þessari deilu og þeir leggja í ESB aðildina værum við án efa í betri stöðu hvað þetta varðar.
Þakka þér fyrir Arnór. Ég sá þetta viðtal fyrir nokkru og hefur forsetinn staðið sig vel í að framfylgja ákvörðun sinni og gert meira fyrir málstað okkar en aðrir hafa gert í heilt ár. Alveg sorglegt dæmi. Spurningin vaknar afhverju hr. Ólafur Ragnar Grímsson var ekki sendur til að leysa þetta mál frá upphafi.
Daníel Sigurður Eðvaldsson, 10.1.2010 kl. 12:44
Það hefði komið skringilega út fyrir Ríkisstjórn, ef ÓRG hefði farið í þetta í byrjun. Enn það væru ábyggilega til leiðir til að hann færi í það núna. Ég hef bara engan húmor fyrir þessu ESB dæmi sem Icesave átti að vera aðgöngumiði inn í.
Það er þegar byrjað að tala um ESB sem "einu leiðinna" sem er stórhættulegt að planta inn í alla umræðu. Svo var þetta mál stórskemmt í meðförum "Svavars Lata" sendiherrans okkar.
Lélegu pólitíkusarnir okkar eru Steingrímur og Jóhanna. Þau ráða ferðinni og eru ekkert að fylgja eftir hagsmunum Íslands. Þvert á móti. Össur gerir það sem honum er sagt í þessu máli, eins og svo margir aðrir virðist vera.
Óskar Arnórsson, 10.1.2010 kl. 12:59
Alveg rétt. Harkan í ESB málinu gerði það að verkum að ég féll frá þeirri skoðunn minni að fara í viðræður. Þessi samningur var dauðadæmdur frá upphafi þegar hann kom á ný inn í þingið því framganga ríkisstjórnar síðan þá hefur verið henni til skammar. Það hefur lengi verið viðhaft að mál eru keyrð í geng á stjórnarmeirihlutanum, þá líka hjá fyrri ríkisstjórnum og þannig pólítik tek ég ekki gilt sem sátt á alþingi af því það var samþykkt af sömu flokkum og settu það fram.
Hef alltaf haldið upp á Steingrím sem stjórnarandstöðupólitíkus. Hefur verið duglegur að gagnrýna stjórnina gegnum árin og var ýmist með góðar ræður. Hinsvegar er þessi skarpa skoðanaskipti hans grunsamleg og ótrúlegt að hann gengur svona fram eins og hann gerir miðað við fyrri yfirlýsingar. Jóhanna var fín í sínum málefnum, félagsmálum. Sem forsætisráðherra veit ég ekki. En já það er eitthvað mikið að í stjórnarráðinu þessa dagana og sýndi sig vel blaðamannafundur þeirra eftir synjun forsetans og brilleraði Spaugstofan í gær með sína útgáfu af þessum fundi.
Daníel Sigurður Eðvaldsson, 10.1.2010 kl. 13:13
Sumir passa best í að krítisera. Steingrímur og Jóhanna töluðu sig hása um að þetta Icesave myndi aldrei vera samþykkt, áður enn þau komust í stjórn. Og aldrei skyldu þau samþykkja að vera með í ESB.
það þarf að þinglýsa loforðum pólitíkusa FYRIR kosningar, svo fólk sé ekki höfð að algjörum fíflum. Ég hefði kosið þetta fólk ef ég hefði verið á landinu eða einhverssatðar nálægt sendiráði. Svo vel leist mér á þau.
Núna eru þau bæði búin að jarða sjálfan sig og allann flokkinn um aldur og æfi... Fólk gleymir þessu ekki í bráð.
Óskar Arnórsson, 10.1.2010 kl. 13:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.