Nemendaráðspjakkur

Nú eru busavígslurnar farnar að rúlla af stað á ný og á hverju ári höfum við heyrt sögur frá busavígslum héðan og þaðan sem virkilega hafa farið yfir strikið. Ég hef verið í nemendaráði síðan árið 2003 í Ármúlaskólanum og hefur okkar busun verið yfirleitt mjög einföld og með eitt markmið í huga, hafa gaman og búa til góða minningu.

Hinsvegar er aldrei hægt að vita almennilega hvort nemendur séu sáttir eða ekki við busunina og veit ég auðvitað ekki hvernig það er í öðrum skólum. Hjá okkur hef ég bara heyrt góða hluti frá nemendum. Auðvitað getur einn eða tveir verið ósáttir segi það aldrei. Hinsvegar eru það nemendurnir sem fá að vita hvernig þeim fannst vígslan og heyra sjaldan hvernig nemendum fannst nema kannski frá þeim sem voru ósáttir. Það getur gerst og ég veit um að það hefur gerst. Sem dæmi fylgdist skólastjórinn og aðrir æðri starfsmenn á vígsluna og hurfu svo um leið inn á sína skrifstofu. Næst sem við heyrum er að allt nemendaraðið er sent inn til skólastjórans þar sem okkur beið bara hótanir, öskur og endalausar skammarnir eftir að tveir nemendur kvörtuðu.

Það er nú markmiðið hjá öllum skólum en jú ég held að stundum hefur nemendaráðið of frjálsar hendur. Hjá okkur hefur skólastjórnin yfirvaldið yfir dagskrá busavígslunar. Við komum með uppástungur og þeir skera úr hvort það sé leyfilegt eða ekki. Ég gæti talað mikið um vígsluna okkar, bæði góðar og slæmar sögur þar sem skólastjórnin gekk of langt á busavígslunni og niðurlægði böðlana á röngum forsendum. En það er ekki það sem ég ætla að ræða hér.

Skólayfirvöld þurfa að hafa hendur sínar í skipulagningu vígslunar, annars getur það auðvitað farið hræðilega úr böndunum.


mbl.is Skólameistari MÍ segir busun hafa farið úr böndunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband