Þriðjudagur, 18. desember 2007
Tilgangslaus færsla um sjálfan mig
Einu sinni héldu allir að jörðin væri flöt. Einu sinni héldu allir að jörðin sé í miðju alheimsinns. Mannkynið hefur þróast mikið frá plötukenningunni eins og ég vill kalla hana. Hinsvegar ætla ég ekki að blogga um sögu á neinn hátt, bara gaman að byrja færsluna svona enda snýst þessu færsla algjörlega um mig. HAHAHA inn í þitt andlit! (btw. beinþýtt úr enska frasanum in your face)
Já það er 18. desember 2007. Það eru 6 dagar til jóla og ég hef ekki losnað við þetta glott á andlitinu á mér núna í nokkra daga. Afhverju? Nei ég er ekki furðulega ánægður með að jólin séu að koma, reyndar kannski örlíti. Nefnilega á ekki neinn pening til þess að eyða í jólagjafir, þannig ég er löglega afsakaður frá jólagjöfum í ár, þótt ég myndi alveg vilja gefa einhverja pakka. Allavega ... ég náði öllum mínum prófum í þetta skiptið og er staðan sú að drengurinn er að útskriftast úr framhaldsskóla. Loksins. Eftir þvílíkan lærdómsherferð og óhugnalega mikið stress og svefnleysi tókst manni loksins að galdra fram hvíta húfu, ánægða foreldra og eitt stykki pappír þar sem stendur að ég hafi útskrifast. Á samt eftir að fá svona í hendurnar. Fær maður svona plagg hvort sem er? Veit ekki, alveg sama.
Meira gott, ég byrjaði í nýrri vinnu í dag. Er búinn að planta mér niður í mbl sjónvarpinu og mun láta ljós mit skína þar þangað til þessi frábæri einstaklingur fer í frekari nám. Fjölmiðlafræðin situr efst á blaði og hver veit nema maður hendir sér út í djúpu laugina og fer til Dublin, Írland og lærir þetta þar. Gaman gaman :D
Þetta ætti að duga í bili. Ég er þreyttur, meiddur og horfi slefandi á rúmið mitt *slef*. Góða nótt elsku gestir :) Sofið rótt í alla nótt.
Já það er 18. desember 2007. Það eru 6 dagar til jóla og ég hef ekki losnað við þetta glott á andlitinu á mér núna í nokkra daga. Afhverju? Nei ég er ekki furðulega ánægður með að jólin séu að koma, reyndar kannski örlíti. Nefnilega á ekki neinn pening til þess að eyða í jólagjafir, þannig ég er löglega afsakaður frá jólagjöfum í ár, þótt ég myndi alveg vilja gefa einhverja pakka. Allavega ... ég náði öllum mínum prófum í þetta skiptið og er staðan sú að drengurinn er að útskriftast úr framhaldsskóla. Loksins. Eftir þvílíkan lærdómsherferð og óhugnalega mikið stress og svefnleysi tókst manni loksins að galdra fram hvíta húfu, ánægða foreldra og eitt stykki pappír þar sem stendur að ég hafi útskrifast. Á samt eftir að fá svona í hendurnar. Fær maður svona plagg hvort sem er? Veit ekki, alveg sama.
Meira gott, ég byrjaði í nýrri vinnu í dag. Er búinn að planta mér niður í mbl sjónvarpinu og mun láta ljós mit skína þar þangað til þessi frábæri einstaklingur fer í frekari nám. Fjölmiðlafræðin situr efst á blaði og hver veit nema maður hendir sér út í djúpu laugina og fer til Dublin, Írland og lærir þetta þar. Gaman gaman :D
Þetta ætti að duga í bili. Ég er þreyttur, meiddur og horfi slefandi á rúmið mitt *slef*. Góða nótt elsku gestir :) Sofið rótt í alla nótt.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.