Sunnudagur, 30. desember 2007
Kvikmynd: I am Legend
I am Legend segir sögu Robert Neville (Will Smith) og tilraun hans til þess að lækna veiru sem eyddi 99% af mannkyninu árið 2009. Eitt prósent, þeir sem smituðust ekki, féllu fyrir hópi stökkbreytra manna sem lifa í myrkrinu. Þessar veirur hafa tapað öllu því sem við köllum mannlegt og eru samblanda af uppvakningum og vampírum. Neville býr og vinnur í New York en þar átti veiran upptök sín.
Umhverfi myndarinnar er New York árið 2012 og er borgin náttúrulega illa farin. Bílar út um allt, rusl og plöntur standa upp úr götum borgarinnar. Mjög friðsamlegt er á daginn en um leið og sólin sest koma fram skeppnurnar hræðilegu sem Neville reynir að nota undir rannsóknir á mótefni gagnvart veirunni.
Myndin er samblanda af Spennu, hryllingi, gríni, vísindaskáldskap og dramatík. Myndin sýnir okkar rómantíska og fallega mynd af einmannleika. Barátta manns til þess að halda vitinu í lagi er sterk og aðferðirnar við að viðhalda því eru sýndar hér á mjög fróðlegan og skemmtilegan hátt. Sjaldan hef ég séð eins góða túlkun á einmannleika eins og í þessari kvikmynd.
Kvikmyndatakan er nokkuð venjuleg fyrir spennumynd og hasar en inn í söguþráðinn eru skeyttar inn svokallað "flashback" eins og þættirnir Lost byggjast mikið upp á. í þessum "flashbacks" fær áhorfandinn að kynnast hvað gerðist áður en New York var sett í sótthví.
Will Smith hefur alltaf verið einn af mínum leikurum sem ég held mest upp á. Leikræn túlkun hans í myndinni er mjög skemmtileg og í raun sýnir að hann getur vel leikið í grínhlutverki eða í dramahlutverki eins og ég myndi flokka I am Legend undir.
Að lokum mæli ég með fyrir þá sem ekki hafa séð myndina að fylgjast vel með smáatriðum í myndinni. Mikið af atriðum í myndinni eru útskýrð þannig. Af hverju eitthvað er eins og það er o.s.frv. Þetta gildir í raun líka fyrir þá sem hafa séð hana. Skoða smáatriðin :)
I am Legend fær þess vegna 3 og hálfar stjörnur frá mér. Þetta er mynd sem
Flokkur: Kvikmyndir | Breytt 2.1.2008 kl. 08:16 | Facebook
Athugasemdir
sem hvað ??? ;)
Sigrún frænkulingur :) (IP-tala skráð) 1.1.2008 kl. 21:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.