Föstudagur, 15. febrúar 2008
En ein neikvæða MS umfjöllun!???
Voðalega er ég þreyttur á þessum neikvæðum orðum sem MSingar fá alltaf eftir böllin sín. Byrjaði allt árið 2005 þegar ástandið vernaði hjá þeim og þeir fengu ekki að halda skólaböll í einhvern tíma.
Á hverju einasta balli kemur upp einhver tilvik þar sem gestir láta eins og fábjánar. Yfirleitt eru foreldrar viðkomandi kallaðir til að sækja óþekku börnin en stundum þarf að grípa til lögreglunar. Allavega á öllum þeim böllum sem ég hef verið í sjúkragæslu á hefur þetta farið þannig einhverntíman um kvöldið. Hvernig væri að fjalla um þau atvik líka, en ekki bara trufla MSinga í hvert einasta sinn sem eitthvað kemur upp á hjá þeim. Þeir hafa nú gert mikið til að bæta fyrir það sem gerðist einu sinni.
Drukknir unglingar á skólaballi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.