Háskóladagurinn mikli

Ég var einn af þeim fjölmörgum sem skelltu sér á Háskóladaginn sem haldinn var í dag (laugardaginn 16. febrúar). Byrjuðum daginn á að kíkja upp í Háskólatorg og skoðuðum flestar deildirnar. Það var mikið um að vera þarna og var troðið þar inni. Stoppuðum hjá jarðfræðideildinni og félagsvísindadeild í einhvern tíma, enda er ég mest að skoða fjölmiðlafræðinámið en félagi minn veðurfræðina.

Eftir að hafa troðið okkur framhjá mannfjöldanum kíktum við niður á Hótel Reykjavík Centrum. Þar var kynningarfulltrúi frá EDU-Danmark að kynna skóla í Bandaríkjunum, Kanada, Englandi og Ástralíu sem dæmi. Sjálfur er ég að reyna að komast í nám í Dublin og læra Fjölmiðlafræði.

Svo fórum við í Ráðhúsið og ræddum við nemendur og kennara. Ég ræddi við nemendur úr Háskólanum á Akureyri enda er þar góð og öflug fjölmiðlabraut.

Dagurinn endaði svo á stutta ferð í Hafnarhúsið og skoðuðum tillögurnar fyrir Vatnsmýrina. Sumar voru alveg þokkalegar og aðrar kannski einum of mikið Sci-Fi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband