Þriðjudagur, 19. febrúar 2008
Mistök/klúður í Gettu Betur og Morfís
ég skrifaði hér á bloggsvæðið mitt fyrir einhverju síðan nokkrar færslur um viðureign FÁ og MR í morfís keppninni. Þar bar FÁ sigur af hólmi eftir að liðin skildu jöfn stiga og unnu á lagalegum forsendum. Þessar lagalegar forsendur sem um ræðir voru svo eitthvað röng því lög morfís sögðu allt í einu eitthvað allt annað. Þar af leiðandi rétt slapp MR frá gríðarlegu falli og sigraði.
Það sem ég sé gott við Gettu Betur er að þar eru RÚV að sjá um keppnina og hafa þess vega gögn til að geta tekist á við kærur og annað sem upp kemur. Það er þó ekki raunin um morfís. Eftir að FÁ kærði og vildi fá svör útaf þessum lagabreytingum varð ekkert úr því, þar sem engin gögn voru til frá fyrri stjórnarstörfum. Alveg hræðilegt.
Það sem ég sé gott við Gettu Betur er að þar eru RÚV að sjá um keppnina og hafa þess vega gögn til að geta tekist á við kærur og annað sem upp kemur. Það er þó ekki raunin um morfís. Eftir að FÁ kærði og vildi fá svör útaf þessum lagabreytingum varð ekkert úr því, þar sem engin gögn voru til frá fyrri stjórnarstörfum. Alveg hræðilegt.
Mistök í Gettu betur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nú hef ég mikið fylgst með báðum þessum málum, hef hagsmuna og/eða áhuga að gæta í þeim báðum og er nokkuð sammála þér.
Þó vil ég benda á að Rúv virðist ekki beinlínis takast á við svona kærur, þeir ákvarða hvort kæran eigi rétt á sér eða ekki og tilkynna svo að ekkert verði að gert, hvort sem kæran átti rétt á sér eða ekki...
Einnig að Morfís stjórn á að eiga þessi gögn einhvers staðar. Formanni Morfís, sem er í MR, leist víst bara ekki alveg nógu vel á að FÁ væri að kæra sigurinn og vísaði kærunni frá einn síns liðs án þess að boða til stjórnarfundar. Eftir minni bestu vitund gerðist það allavega þannig. Náttúrulega til háborinnar skammar vinnubrögð formanns Morfís og Rúv mætti nú alveg hugsa sinn gang líka.
Viktor Orri (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 08:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.