Föstudagur, 25. apríl 2008
Gott
Margir sambloggarar og fjölmiðlar hafa hellt sig yfir Láru útaf frekar klúðurslegum ummælum sínum í beinni útsendingu á miðvikudaginn síðasta. Staðreyndin er sú að menn og konur sem hafa sinnt ákveðnu starfi og gert góða hluti þurfa aðeins að klúðra einu atviki á sínum ferli til að skemma fyrir. Þetta var hárrétt ákvörðun hjá henni að segja upp, enda hefði það komið henni og sinum starfsfélögum illa ef hún hefði haldið áfram. Það er alltaf betra að viðurkenna sín mistök og taka á þeim rétt. Annað má segja um Vilhjálm fyrr. borgarstjóra. Maður sem hefur staðið sig þokkalega í stjórnmálum og á marga stuðningsmenn klúðrar einu atviki þ.a.s. REI málið sem er ennþá í umræðunni.
Hættir sem fréttamaður á Stöð 2 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.