Þriðjudagur, 20. janúar 2009
Þingmenn og mótmælendur takast á

Á sviðuðum tíma og hitinn fyrir innan veggja Alþingis var sem hæst, ókst einnig mótmæli fólks fyrir utan þingið. Rétt fyrir kl 14 beitti svo Lögreglan piparúða gegn mótmælendur í Alþinigsgarðinum og hefur allt að tugur manns verið handteknir samkvæmt fréttum Ríkissjónvarpsins.
Samkvæmt fréttum á mbl.is eru mótmælin að ná ákveðnum suðupunkti. Lögreglan hefur nú beitt í piparúða á mótmælendur í nokkur skipti og eru sjúkrabílar við þinghúsið og veita mótmælendum aðhlynningu. Mótmælendur hafa kastað skyri, mjólk og eggjum í lögreglumenn á staðnum en talið er að hátt í annað hundrað lögreglumanna séu nú við störf við þinghúsið, flestir klæddir óeirðabúninga.
-----------
Greinin var skrifuð fyrir landpostur.is, fréttavef Fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. Fréttin var birt fyrst 20. janúar 2009 kl 16:05
Myndin sem prýðir þessa frétt er fengin úr frétt mbl.is og tók Júlíus Sigurjónsson myndina.
Flokkur: Landpostur.is | Breytt s.d. kl. 20:13 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.