Þingmenn og mótmælendur takast á

Mynd: Júlíus Sigurjónsson (mbl.is)Mikill hiti er hjá þingmönnum fyrir innan veggja Alþingis og að sama skapi hjá mótmælendum fyrir utan. Talið er að um 2.000 manns séu nú að mótmæla og er barið á glugga, slegið á trommur og blásið í lúður. Inn í þingsal hefur hefur heldur ekki haldist mikill friður en í upphafi þingfundar lýsti Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, furðu sinni yfir því að ekki skildi ræða um stöðu efnahagsmála á fyrsta fundi eftir jólahlé, en heldur ræða um sölu brennivíns.

Ögmundur Jónasson, þingmaður VG, gagnrýndi einnig ríkistjórnina og sprðurði m.a. hvenær ætti að kjósa nýtt þing með raunverulegt umboð, þar sem ríkistjórnin hafi sýnt sig vanhæfa til að gæta hagmuna þjóðarinnar. Í kjölfarið komust á hörð orðaskipi milli Geirs H. Haards, forsætisráðherra, og Ögmundar sem m.a. grein ítrekað fram í svari Geirs sem sagði m.a. að ríkisstjórnin hafði meirihluta Alþingis bakvið sig.

Á sviðuðum tíma og hitinn fyrir innan veggja Alþingis var sem hæst, ókst einnig mótmæli fólks fyrir utan þingið. Rétt fyrir kl 14 beitti svo Lögreglan piparúða gegn mótmælendur í Alþinigsgarðinum og hefur allt að tugur manns verið handteknir samkvæmt fréttum Ríkissjónvarpsins.

Samkvæmt fréttum á mbl.is eru mótmælin að ná ákveðnum suðupunkti. Lögreglan hefur nú beitt í piparúða á mótmælendur í nokkur skipti og eru sjúkrabílar við þinghúsið og veita mótmælendum aðhlynningu. Mótmælendur hafa kastað skyri, mjólk og eggjum í lögreglumenn á staðnum en talið er að hátt í annað hundrað lögreglumanna séu nú við störf við þinghúsið, flestir klæddir óeirðabúninga.

-----------
Greinin var skrifuð fyrir landpostur.is, fréttavef Fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. Fréttin var birt fyrst 20. janúar 2009 kl 16:05
Myndin sem prýðir þessa frétt er fengin úr frétt mbl.is og tók Júlíus Sigurjónsson myndina.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband