Barack Obama 44. bandaríkjaforseti

84372789
Barack Obama sór fyrir stuttu embættiseið sinn í Washington sem 44. forseti Bandaríkjana. Smávægileg vandræði með embættiseiðinn mátti heyra í fyrstu en dómarinn sneri óvart einu orði við sem sló Obama örlítið úr af laginu samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs. Fagnaðarlæti brutust út um leið og mátti sjá að menn og konur í tárum við þinghúsið og víðar, enda er þetta stór dagur í sögu Bandaríkjana.

„Þið skuluð hafa það hugfast að Bandaríkin eru vinur allra þjóða, allra karla, kvenna og barna sem hafa frið og mannvirðingu að leiðarljósi, og við erum reiðubúin að leiða á ný“, sagði Obama í ræðu sinni en einnig talaði hann um efnahagsmál þjóðarinnar og sagði þjóðinni að þær áskorarnir sem þjóðin stæði frammi fyrir væri raunveruleg, en sagði við bandarísku þjóðina að hann muni takast á við þær áskoranir sem til staðar eru og koma skal. Einnig ítrekaði hann það að beita valdi sínu að skynsemi.

Fyrir embættistöku Obama sagði presturinn Rick Warren í bæn sinni: „Við vitum í dag að Martin Luther King og mörg vitni eru að hrópa af gleði í himnaríki", en með þessu er hann að vísa í réttindabaráttu blökkumanna sem í dag hefur unnið stórsigur ef marka má umræðu síðan hann sigraði forsetakosningarnar 4. nóvember í fyrra.

Talið er að um tvær milljónir manna hafi verið viðstödd embættistökuna í Washington og höfðu flestir verið að bíða þar síðan snemma um morgunin. Samkvæmt Fjölmiðlum vestanhafs hefur verið mikið álag á samgöngukerfi borgarinnar og mynduðustu langar biðraðir við lestarstöðvar borgarinnar. Mikið af heiðursgestum voru viðstaddir embættistökuna, en fyrir utan alla núlifandi fyrrverandi forseta Bandaríkjana og varaforseta voru einnig stórstjörnur og þekkt andlit á borð við Aretha Franklin, leikararnir Dustin Hoffman, Denzel Washington og leikstjórinn Steven Spielberg svo eitthvað sé nefnt.

Mikill viðbúnaður hefur verið í Washington í dag en sjá mátti lögreglumenn, öryggisverði og þjóðvarðliðum á götum borgarinnar, við þinghúsið og helstu stjórnarbyggingum í Washington. Stór hluti miðborgarinnar hafði verið lokað og var öll bílaumferð bönnuð um svæðið.

George W. Bush, nú fyrrverandi forseti Bandaríkjana, og einginkona hans flugu stuttu eftir að athöfninni lauk með þyrlu burt frá höfuðborginni í eftirlaun. Fyrir Obama bíður hinsvegar mikil vinna, en fyrir utan það að koma sér fyrir í Hvíta húsinu bíða auðvitað mörg mál sem hann þarf að takast á við eins og fjármálakreppuna sem hefur komið illa niður á marga bandaríkjabúa eins og víðast annar staðar.

-----------
Greinin var skrifuð fyrir landpostur.is, fréttavef Fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. Fréttin birtist þann 20. janúar 2009 kl 17:55

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband