Krafa mótmælenda er skýr

img_9081

Mótmælendur komu saman á ráðhústorgi í dag til að sýna á ný samstöðu með þeim aðgerðum sem nú standa enn yfir í miðborg Reykjavíkur. Stutt hlé var gert á mótmælafundinum upp úr klukkan sex, en margir áttu leið sýna á borgarafund í Deiglunni þar sem tekið var fyrir skerðingu í menntamálum. Fundurinn var vel sóttur og var þétt setið í salnum, en skipuleggjendur áætla að yfir 120 manns hafi verið á fundinum.

Að fundi loknum var hald áleiðis niður á Ráðhústorgi að nýju þar sem bálkesturinn frá því í gærkvöldi var tendraður á ný, slegið var á trommur og ýmsilegt handlægt og voru flugeldar og kínverjar sprengdir upp. Krafa mótmælenda er skýr, ríkisstjórnin þarf að víkja og boða þarf til kosninga. 

Það vakti þó sérstaka athygli að einhverjir mótmælendur drógu fram jólatré sem kastað var í bálið og endaði það ævi sína á sama hátt og Oslóartréið gerði í gærkvöldi fyrir sunnan.

Á sama tíma og mótmælin hér stóðu sem hæst bárust þau tíðindi úr höfuðstaðnum að lögreglan beitti táragasi á mótmælendur við Austurvöll, en slík valdbeiting hefur ekki verið notuð síðan 1949 hér á landi, eða í rúmlega 60 ár. Lögreglan á Akureyri hefur fylgst með mótmælunum í kvöld úr fjarska en hefur ekki þurft að grípa inn aðgerðirnar.

Einhver hræðsa greip um sig meðal mótmælenda þegar nokkrir mótmælendur sprengdu upp heimatilbúnar sprengjur á torginu og sprakk ein þeirra nærri blaðamanni landpóstsinns sem kastaðist aðeins til en slapp ómeyddur. Að öðru leyti fóru mótmælin friðsamlega fram. 

Myndir af borgarafundinum og mótmælunum í kvöld má sjá hér

--------

Greinin var skrifuð fyrir landpostur.is, fréttavef Fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. Fréttin birtist þann 22. janúar 2009 kl 01:34


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband