Laugardagur, 2. maí 2009
Mikil óvissa um hver verður næsti formaður Sjálfstæðisflokksins
Óvissa ríkir um hver mun taka við af Geir H. Haarde sem formaður Sjálfstæðisflokksins á sunnudaginn kemur, en landsfundargestir sem Landpósturinn ræddi við í dag segjast enn vera gera upp hug sinn og að erfitt sé að velja á milli frambjóðendana tveggja. Á þriðja degi þings er búið að samþykkja ályktanir sem snerta endurreisnarstarfið, Evrópumála svo eitthvað sé nefnt. Nú stendur yfir afgreiðsla ályktana málefnanefnda á fundinum og stendur sá fundur til kl 18 í dag. En rýnum aðeins í niðurstöður þingsins þessa fyrstu þrjá daga.
Óbreytt afstaða til Evrópumála
Endurnýjað hagsmunarmat hefur ekki leitt til grundvallarbreytinga á afstöðu Sjálfstæðisflokksins. Kostir aðildar tengjast helst gjaldmiðilsamálum og ljóst að ýmis álitamál verða aðeins skýrð í viðræðum., stendur m.a. í ályktunartillögu Evrópunefndar sem Kristján Þór Júlíusson, formaður nefndarinnar, las upp á fundinum. Sjálfstæðismenn samþykktu þó viðbótartillögu við ályktunina þar sem segir að komist Alþingi eða ríkistjórn að þeirri niðurstöðu að sækja beri um aðild að Evrópusambandinu er það skoðun Sjálfstæðisflokksins að fara skuli fram þjóðaratkvæðagreiðslu um þá ákvörðun á grundvelli skilgreinda markmiða og samningskrafna. Það má því segja að þrátt fyrir að stefna flokksins sé óbreytt hvað varðar Evrópumál sé búið að opna fyrir mögulegar aðildarviðræður ef þjóðin og ráðamenn kjósa að gera slíkt. Um þetta voru flest allir fundargestir sammála um.
Aftur á móti kom skýrt fram í ályktunartillögu nefndarinnar að yfirráð yfir auðlindum Íslands verði ekki gefin eftir til annarra þjóða eða samtaka þeirra og standa beri vörð um innlenda matvælaframleiðslu.
Nefndarmenn í utanríkisnefnd kvörtuðu um að fá ekki tækifæri á að taka fyrir Evrópumálefni á sínum fundi. Aðrir sögðu kvartanir þeirra ekki við rök að styðjast þar sem þegar var búið að fara yfir þau mál frá öllum hliðum undir sérstakri nefnd og almenn sátt hafi náðst í tillögunni á fundinum. Nefndarmenn höfðu því nægan tíma til að koma fram með sínar skoðanir á fundinum og því alveg óþarfi að ræða um þessi mál að nýju þegar búið var að kjósa um ályktunina, enda hafa Evrópumálin verið stór partur af vinnu flokksins síðustu vikur.
Ábyrgð samfara frelsis
Vilhjálmur Egilsson, formaður Endurreisnarnefndar, hóf umræðu um endurreisnarstarfið á fundinum í gær og sagði að grasrótin í flokknum er lifandi. Grasrótin í flokknum vill flokknum vel og er mjög áhugasöm um að ná árangri fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins og þjóðarinnar allra.en hátt í 200 manns tóku þátt í starfinu og kom fólk frá öllum stöðum þjóðfélagsins að starfi nefndarinnar. Ungir sem gamlir tóku saman hendur við að vinna að því starfi sem nú er rætt um, að mati Vilhjálms.
Í ályktunninni er lagt til að sjálfstæðisflokkurinn axli þessa ábyrgð og biðjist afsökunar á því sem miður fór en hann hefði átt að gera betur., sagði Vilhjálmur. Sjálfstæðisflokkurinn var í ríkisstjórn og löngum í forystu hlutverki á þessum uppgangstíma. Að þeim ástæðum ber flokkurinn óhjákvæmilega mikla ábyrgð á þeim mistökum sem gerð voru í landsstjórninni. Við þurfum að hafa ábyrgð samfara frelsis. Ábyrgðin og frelsið verða að fara saman til þess að sjálfstæðisstefnan virki og til þess að við getum byggt á henni.[...] Ýmsar ástæður megi rekja til stjórnvalda. Hvort heldur að það sé til ríkisstjórnarinnar, löggjafarvaldsins eða stofnana ríkisins. Vilhjálmur nefndi einnig að orð Geirs H. Haarde, fráfarandi formanni flokksins, um ábyrgð flokksins á hruninu sem hann sagði m.a. upp í setningaræðu sinni.
Viðbótartillögur við ályktunar voru allar samþykktar en þar sagði m.a. að tryggja skal sjálfstæði og frelsi Íslands, halda beri vörð um menningararf Íslendinga og vinna að víðsýnni og þjóðlegri umbótarstefnu á grundvelli einstaklingsfrelsis og athafnafrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum.. Einnig eigi að efla Samkeppnis- og skattaeftirlit. Ályktun nefndarinnar var því samþykkt á fundinum með meirihluta samþykki fundargesta.
Mikil hitaumræða myndaðist um gjaldeyrismál í gær á fundi efnahags- og skattanefndar en heimildarmenn Landpóstsins sögðu að það náðist að afgreiða flest öll málefni nefnda á fundartíma í gær. Nú standa yfir afgreiðslur ályktana málefnanefnda á þinginu.
Landsbyggðin eða höfuðborgin
Mikið hefur verið rætt um formannskjörið á þinginu og er ljóst að ekki verður hægt að spá um úrkomu kosninga fyrir en á morgun þegar kjörseðlar verða taldir. Viðmælendur Landpóstsins sögðu allir hafa ekki ennþá gert upp hug sinn. Allir voru þó sammála um að báðir frambjóðendurnir, þeir Bjarni Benediktsson og Kristján Þór Júlíusson, séu mjög áreiðanlegir kostir og duglegir menn. Það mætti segja að landsbyggðin sé að keppa við höfuðborgina um formannsstólinn. Í gær buðu stuðningsmenn Kristjáns fundargestum í Ásmundarsafnið þar sem boðið var upp á léttar veitingar og hægt var að hitta frambjóðendan sjálfan. Sjálfstæðismenn úr öllum kjördæmum voru viðstaddir og má því segja að Kristján hefur gott bakland rétt eins og Bjarni. Það sé því ómögulegt að spá fyrir um niðurstöðu kosninga. Fundargestir sögðu þau vera mjög sáttir að geta haft val á milli eins góða frambjóðendur og hvernig sem kosningin fer á morgun, fær sá traust flokksins til að leiða flokkinn áfram.
-----------
Greinin var skrifuð fyrir landpostur.is, fréttavef Fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. Fréttin birtist þann 28.mars 2009 14:34
Meginflokkur: Landpostur.is | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.