Sunnudagur, 4. mars 2007
Vonda hálkan
Hvað eru mörg umferðaóhöpp búin að vera núna um helgina? Það var frétt um laugardaginn að átta hefðu lent í einhverskonar óhöppum og svo þrír í dag og eitt banaslys.
Ég var einmitt farþegi í bíl föstudagskvöldið og vorum á leið í sumarbústað nálægt selfossi, enn áður enn við komum að litlu kaffistofunni lenntum við í hálkubletti, snerist og keyrði út af veginum. Sem betur fer sluppu allir heilir á húfi. Svo voru tveir kunningar mínir sem veltu sínum bíl en slösuðust sem betur fer ekki alvarlega. Framstuðarinn brotnaði aðeins enn annars varð allt í góðu með bíl og farþega. Aðrir ökumenn sem voru á fyrir framan okkur aðstoðuðu okkur að koma bílnum upp á veginn og þakka ég þeim fyrir aðstoðina.
Þessi helgi var alls ekki góð ökuhelgi. Alls ekki.
![]() |
Þrjú umferðaróhöpp á Suðurlandi í gær og nótt; mikill erill undanfarið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)