Vonda hálkan

Hvað eru mörg umferðaóhöpp búin að vera núna um helgina? Það var frétt um laugardaginn að átta hefðu lent í einhverskonar óhöppum og svo þrír í dag og eitt banaslys.

Ég var einmitt farþegi í bíl föstudagskvöldið og vorum á leið í sumarbústað nálægt selfossi, enn áður enn við komum að litlu kaffistofunni lenntum við í hálkubletti, snerist og keyrði út af veginum. Sem betur fer sluppu allir heilir á húfi. Svo voru tveir kunningar mínir sem veltu sínum bíl en slösuðust sem betur fer ekki alvarlega. Framstuðarinn brotnaði aðeins enn annars varð allt í góðu með bíl og farþega. Aðrir ökumenn sem voru á fyrir framan okkur aðstoðuðu okkur að koma bílnum upp á veginn og þakka ég þeim fyrir aðstoðina.

Þessi helgi var alls ekki góð ökuhelgi. Alls ekki.


mbl.is Þrjú umferðaróhöpp á Suðurlandi í gær og nótt; mikill erill undanfarið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Það er alltaf gott þegar endirinn er góður. En úr því að þú varst farþegi í bílnum getur þú þá ekki sagt okkur hvað það var sem varð þess valdandi að ökumaðurinn missti stjórnina? Það er nú eigninlega ekki hægt að kenna hálkunni um? Hvers vegna fóru til dæmis ekki allir hinir útaf sem óku yfir þennan sama hálkublett? Svona óhöpp eru til að læra af þeim og því spyr ég hvað gerðist í raun og veru?

Birgir Þór Bragason, 4.3.2007 kl. 16:54

2 Smámynd: Daníel Sigurður Eðvaldsson

Já ... málið var þannig að ökumaðurinn var hreinlega ekki alveg búinn að átta sig alveg á aðstæðum þegar óhappið varð. Hann tók fram úr bíl á 100 km hraða og allt í einu fóru afturhjólin að snúast. Eftir þetta þó var tekið bremsuprufa af og til og keyrt miðað við aðstæður.

Svo reyndar bætti ég ekki við bloggið að við mættum ökumanni sem var á allavega 150 km hraða sem greinilega hafði einga stjórn á bílnum á þeim hraða og var nánast búinn að keyra framan á bílinn okkar. Þannig þetta var mjög sérstök ferð.

Daníel Sigurður Eðvaldsson, 4.3.2007 kl. 17:03

3 Smámynd: Daníel Sigurður Eðvaldsson

Gleymdi nú að bæta við að ég kenni ekki hálkunni um óhappið okkar. Hringdi samt til vara í neyðarlínuna þar sem ég náði ekki samband við vegagerðina og lét vita af okkar óhappi og varaði við slæmu veðri og hálku.

Daníel Sigurður Eðvaldsson, 4.3.2007 kl. 17:06

4 Smámynd: Birgir Þór Bragason

OK ökumaðurinn misst sem sagt bílinn í spól? Til þess að það megi gerst þarf að vera talsvert átak á hjólin. Og hvað má læra af þessu? Næst þegar taka á framúr þar sem hálka getur verið þá er best að gera það í eins háum gír og mögulegt er, þá eru minni lýkur á að missa bílinn í spól. En hver var ástæðan fyrir því að hann þurfti að taka framúr?

Birgir Þór Bragason, 4.3.2007 kl. 17:07

5 Smámynd: Daníel Sigurður Eðvaldsson

Tja ... nú bara hef ég ekki svarið við þá spurningu.

Daníel Sigurður Eðvaldsson, 4.3.2007 kl. 17:10

6 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Voru allir með beltin spennt í bílnum sem þú varst í, líka í aftursætinu?

Birgir Þór Bragason, 4.3.2007 kl. 17:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband