Þriðjudagur, 28. apríl 2009
Hagsmunamál flokka í fyrirrúmi
Hvað varð um allt þetta tal um að ganga snögglega til verks og koma með lausnir fyrir heimilin og fyrirtækin sem svo mikið var kallað á. Er það núna bara komið í annað sæti og ESB fremst. Var það ekki aðalmálið sem þau gagnrýndu sjálfstæðismenn og sjálfa sig fyrir að bregðast seint við aðstæðum. Nú er svo komið að sagt er við munum eyða góðum tíma í viðræðum um áframhaldandi samstarf.
Nú er einfaldlega samfylkingin þannig komin að þau geta ekki bakkað með sitt og VG getur ekki bakkað með sitt án þess að skaða flokkana.
Hættið þessu og farið að sinna því sem þarf að vinna í. ESB á ekki að vera í fyrsta sæti eins og er. Nóg annað ógert. Bjóst alveg við þessum vinnubrögðum þannig ég er feginn að ég kaus annan flokk.
![]() |
Skylt að sækja um ESB-aðild |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 21. apríl 2009
Tjáningafrelsið
Ótrúlegt en satt þá verð ég að vera sammála Hassan Ghashghavi þegar hann segir
með því að ganga út af ráðstefnunni hefði vestrænir stjórnarerindrekar sýnt það í verki að þeir þyldu ekki tjáningarfrelsi í raun þegar kæmi að síonisma.
Ég var hneykslaður í gær þegar ég frétti að fulltrúar Íslands sátu áfram á fundinum eftir því sem fréttir hermdu að þeir sátu áfram bara vegna þess að norðmenn voru líka í salnum. En það var mjög fljótfær hugsun að mínu leyti. Þegar ég las yfirlýsingu þeirra um að þeir sátu áfram vegna tjáningafrelsins.
Í hinum vestræna heim ríkir tjáningafrelsi og með því er varinn réttur að við meigum tjá okkar skoðanir um málefni og aðstæður opinberlega ef við óskum þess. Viðkomandi er þó ábyrgur fyrir orðum sínum fyrir framan dómstólum og almenningi.
Þótt ræðan hans hafi ekki verið smekkleg og í raun óboðleg finnst mér nú til skammar að ríki sem segjast trúa tjáningafrelsi ganga út úr salnum vegna þess að þeim er ofboðið. Frekar hefði þau átt að mótmæla og bera fram sínar skoðanir á móti og láta í sér heyra. Aftur á móti er spurning hvort það að ganga út af ráðstefnunni hafi ekki bara verið form af tjáningafrelsinu, þ.a.s. skoðun viðkomandi til að hlusta ekki á slíkt sem ofbýður þeim. Hver veit?
![]() |
Ban: Ahmadinejad brást trausti mínu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)