Tjáningafrelsið

Ótrúlegt en satt þá verð ég að vera sammála Hassan Ghashghavi þegar hann segir

með því að ganga út af ráðstefnunni hefði vestrænir stjórnarerindrekar sýnt það í verki að þeir þyldu ekki tjáningarfrelsi í raun þegar kæmi að síonisma.

Ég var hneykslaður í gær þegar ég frétti að fulltrúar Íslands sátu áfram á fundinum eftir því sem fréttir hermdu að þeir sátu áfram bara vegna þess að norðmenn voru líka í salnum. En það var mjög fljótfær hugsun að mínu leyti. Þegar ég las yfirlýsingu þeirra um að þeir sátu áfram vegna tjáningafrelsins.

Í hinum vestræna heim ríkir tjáningafrelsi og með því er varinn réttur að við meigum tjá okkar skoðanir um málefni og aðstæður opinberlega ef við óskum þess. Viðkomandi er þó ábyrgur fyrir orðum sínum fyrir framan dómstólum og almenningi.

Þótt ræðan hans hafi ekki verið smekkleg og í raun óboðleg finnst mér nú til skammar að ríki sem segjast trúa tjáningafrelsi ganga út úr salnum vegna þess að þeim er ofboðið. Frekar hefði þau átt að mótmæla og bera fram sínar skoðanir á móti og láta í sér heyra. Aftur á móti er spurning hvort það að ganga út af ráðstefnunni hafi ekki bara verið form af tjáningafrelsinu, þ.a.s. skoðun viðkomandi til að hlusta ekki á slíkt sem ofbýður þeim. Hver veit?  


mbl.is Ban: Ahmadinejad brást trausti mínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Júlíus Einarsson

Mér finnst nú síðustu tvær línur hjá þér réttastar þar sem að það var engin aðför að tjáningarfrelsi Ahmedinjads þarna þegar gengið var út þar sem að enginn reyndi að stöðva ræðu hans. Ég tel nú bara fulltrúar þeirra landa sem að gengu út hafi í raun verið að nýta rétt sinn til að þurfa ekki að hlusta á einhvern heimskulegan viðbjóð eins og þessi maður spýtir út úr sér og sína þannig ósammæli sín við skoðanir hans. Og einnig finst mér merkilegt að einhver úr stjórn Írans sé að kvarta yfir skort á tjáningarfrelsi þegar ríkistjórnin þar lokar vefsíðum og fangelsar fólk fyrir að viðra skoðanir sínar. Helvíti magnaður hroki...!

Kjartan Júlíus Einarsson, 21.4.2009 kl. 17:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband