Mánudagur, 9. júní 2008
vona að ég fái jákvætt svar
![]() |
Margir sækja um skólavist í HA |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 29. maí 2008
Sigur Rós - Gobbledigook

Allavega mæli ég með þessu lagi og myndbandinu af sjálfsögðu ;) Myndi þó vilja vita afhverju var valið þetta nafn á plötuna og fá smá upplýsingar um hitt og þetta. Kannski er þetta á youtube :P
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 15. maí 2008
Some Mother's Son
Some Mother's Son er leikinn heimildar mynd frá árinu 1996 og fjallar um Bobby Sands og hungurverkfallið fræga árið 1981. Sagan segir frá baráttu móðir Sands sem studdi son sinn í baráttu sinni. Sá þá mynd í kvikmyndasögu sem ég tók fyrir nokkrum árum. Sáum þar nokkrar góðar myndir sem fjölluðu um IRA, baráttu þeirra og auðvitað breska stórveldið. T.d. "In the name of the Father" fjallar um þá Gerry Conlon og Paul Hill sem flytja frá Belfast til London og lifa þar góðu Hippa lífi. Þegar öflug sprengja springur eru þeir félagar handteknir og dæmdir fyrir verknaðinn þrátt fyrir að vera saklausir. Síðar í sögunni er faðir Gerry handtekinn og fær að dúsa með syni sínum í fangelsinu.
Þetta eru mjög fínar myndir og mæli ég alveg með þeim. Nú verður maður að bíða eftir að sjá þessa nýju mynd. Kvikmyndasagan kveikti greinilega einhvern sögulegan áhuga frá þessu tímabili :)
![]() |
Mynd á Cannes veldur deilum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 25. apríl 2008
Bændarokk og einsöngur
Grein sem birtist í Morgunblaðinu mánudaginn, 14. apríl 2008.
Höfundur: Daníel Sigurður Eðvaldsson (daniel@mbl.is)
----------------------------------------------------------------------Framhaldsskólanemar fjölmenntu norður á Akureyri um helgina, en bærinn hýsti hina árlegu og geysivinsælu Söngkeppni framhaldsskólanna annað árið í röð. Talið er að um 2.000 manns hafi lagt leið sína norður til að hvetja áfram sinn skóla, en alls tóku 32 framhaldsskólar þátt í keppninni. Hinn nýstofnaði Menntaskóli Borgarfjarðar sendi atriði í fyrsta skiptið og kom Landbúnaðarháskóli Íslands sterkur inn í keppnina á ný með frumsamið bændarokk af bestu gerð. Keppnin fór fram án mikilla vandræða þrátt fyrir mannfjöldann og fór helgin stórslysalaus fram samkvæmt lögreglunni á Akureyri.
Í dómnefnd voru Einar Bárðarson, Kristín Björg Þorsteinsdóttir, sem einnig var formaður dómnefndar, Klara Ósk Elíasdóttir úr stúlknasveitinni Nylon, Bryndís Ásmundsdóttir og Seth Sharp. Dómnefndin valdi Dag Sigurðsson, fulltrúa Fjölbrautaskólans við Ármúla, í þriðja sætið og Ingunni Kristjánsdóttur, fulltrúa Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, í annað sætið. Sigurður Þór Óskarsson úr Verslunarskóla Íslands vann keppnina en hann flutti íslenska útgáfu af laginu The Professor eftir Damien Rice og er þetta í fyrsta sinn sem Verslunarskóli Íslands sigrar í þessari keppni.
Hljóðlaus gítar Ég bjóst náttúrlega engan veginn við þessu miðað við hvernig gekk, sagði Sigurður eftir keppni en sökum tæknilegra mistaka heyrðist ekkert í gítarnum hans og því söng hann mest allt lagið án undirspils. Ég reyndi bara að halda ró minni því ég vissi að ég gæti ekkert gert í þessu. Mér fannst eitthvað hallærislegt að hætta og byrja aftur þannig að ég bara ákvað að halda áfram. Þetta lag virkar líka alveg ágætlega svona án undirspils.
Stemningin í salnum var mjög góð og skemmtu áhorfendur sér vel. Hins vegar komst hún ekki alveg til skila út til áhorfenda heima í stofu að mati margra sem undirritaður ræddi við eftir keppni. Það sama má segja um verðlaunaafhendinguna en hún var frekar stutt og ómerkileg. Sigurvegari keppninnar fékk varla almennilegt klapp úr salnum eða að njóta sín nógu vel á sviðinu eftir að úrslitin urðu ljós. Bjartur Guðjónsson, kynnir kvöldsins, var einnig gagnrýndur fyrir að koma fram eins og hann væri óundirbúinn. Að öðru leyti fór keppnin fram án mikilla vandræða og fóru allflestir sáttir úr Íþróttahöllinni og bíða nú spenntir eftir næstu keppni sem haldin verður að ári liðnu. Söngkeppni framhaldsskólanna hefur svo sannarlega rutt sér inn í íslenska tónlistarmenningu. Í gegnum árin hefur keppnin fætt af sér marga af helstu söng- og listamönnum þjóðarinnar eins og Pál Óskar Hjálmtýssson, Margréti Eiri Hjartardóttur, Emilíönu Torrini, Magna Ásgeirsson og Sverri Bergmann.
Sigurvegari keppninnar í fyrra, Eyþór Ingi Guðlaugsson, og Arnar Már Friðriksson, sem hreppti annað sætið, keppa nú um að verða söngvari í Bandinu hans Bubba. Það sem gerir hana [Söngkeppnina] svona sérstaka er ein mitt það að hún hefur gefið þjóðinni alla þessa hæfileikaríku listamenn. Við erum gríðarlega ánægðir að fá tækifæri til að halda þessa keppni og ætlum að gera ennþá betur á næsta ári, enda á keppnin 20 ára afmæli um þær mundir, sagði Einar Ben., einn skipuleggjendanna. Við ætlum ekki að gefa upp neitt um næstu keppni, en hún verður stærri og betri.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 15:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 25. apríl 2008
Gott
![]() |
Hættir sem fréttamaður á Stöð 2 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 14. apríl 2008
Hræðilegt ...
![]() |
Lögreglan rannsakar nauðgunarmál |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 19. febrúar 2008
Mistök/klúður í Gettu Betur og Morfís
Það sem ég sé gott við Gettu Betur er að þar eru RÚV að sjá um keppnina og hafa þess vega gögn til að geta tekist á við kærur og annað sem upp kemur. Það er þó ekki raunin um morfís. Eftir að FÁ kærði og vildi fá svör útaf þessum lagabreytingum varð ekkert úr því, þar sem engin gögn voru til frá fyrri stjórnarstörfum. Alveg hræðilegt.
![]() |
Mistök í Gettu betur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 16. febrúar 2008
Háskóladagurinn mikli
Ég var einn af þeim fjölmörgum sem skelltu sér á Háskóladaginn sem haldinn var í dag (laugardaginn 16. febrúar). Byrjuðum daginn á að kíkja upp í Háskólatorg og skoðuðum flestar deildirnar. Það var mikið um að vera þarna og var troðið þar inni. Stoppuðum hjá jarðfræðideildinni og félagsvísindadeild í einhvern tíma, enda er ég mest að skoða fjölmiðlafræðinámið en félagi minn veðurfræðina.
Eftir að hafa troðið okkur framhjá mannfjöldanum kíktum við niður á Hótel Reykjavík Centrum. Þar var kynningarfulltrúi frá EDU-Danmark að kynna skóla í Bandaríkjunum, Kanada, Englandi og Ástralíu sem dæmi. Sjálfur er ég að reyna að komast í nám í Dublin og læra Fjölmiðlafræði.
Svo fórum við í Ráðhúsið og ræddum við nemendur og kennara. Ég ræddi við nemendur úr Háskólanum á Akureyri enda er þar góð og öflug fjölmiðlabraut.
Dagurinn endaði svo á stutta ferð í Hafnarhúsið og skoðuðum tillögurnar fyrir Vatnsmýrina. Sumar voru alveg þokkalegar og aðrar kannski einum of mikið Sci-Fi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 15. febrúar 2008
En ein neikvæða MS umfjöllun!???
Voðalega er ég þreyttur á þessum neikvæðum orðum sem MSingar fá alltaf eftir böllin sín. Byrjaði allt árið 2005 þegar ástandið vernaði hjá þeim og þeir fengu ekki að halda skólaböll í einhvern tíma.
Á hverju einasta balli kemur upp einhver tilvik þar sem gestir láta eins og fábjánar. Yfirleitt eru foreldrar viðkomandi kallaðir til að sækja óþekku börnin en stundum þarf að grípa til lögreglunar. Allavega á öllum þeim böllum sem ég hef verið í sjúkragæslu á hefur þetta farið þannig einhverntíman um kvöldið. Hvernig væri að fjalla um þau atvik líka, en ekki bara trufla MSinga í hvert einasta sinn sem eitthvað kemur upp á hjá þeim. Þeir hafa nú gert mikið til að bæta fyrir það sem gerðist einu sinni.
![]() |
Drukknir unglingar á skólaballi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 13. febrúar 2008
Bæta lýsingu?
Kom þessu þó áfram til vegagerðinnar en hef þó ekki keyrt Reykjanesbrautina síðan þá.
![]() |
Létta merkingar á Reykjanesbraut |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)