Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Þriðjudagur, 5. janúar 2010
Nýja „gamla“ Ísland og The new word order
Þegar Ólafur Ragnar Grímsson, forseti lýðveldisinns, tilkynnti í morgun að hann neitar að skrifa undir nýju IceSave lögin sendi hann m.a. skýr skilaboð til Alþingis og ríkisstjórnarinnar, að hvernig þetta mál var keyrt með valdi gengum þingið myndi ekki ganga upp lengur. Slíkar aðferðir hafa á síðustu árum verið algeng með stjórnarfrumvörpin þ.a.s. keyrt í geng á meirihlutanum af því að hagsmunir þeirra eru það miklir í málunum að ekki má fara í efnislegar breytingar á málinu. Máli mínu til stuðnings samþykktu 32 stjórnarþingmenn af samanlagt 34 (20+14) IceSave frumvarpið. Vitna í orð Ögmundar 64-0 sem hefði verið besta niðurstaða, enda þá fullkomin sátt um málið á Alþingi en ekki bara heilaþvottur ríkisstjórnarinnar. Þetta mál einfaldlega var dauðadæmt frá byrjun því allar þá hótanir og hunsun um að rökræða málin var ekki virt. Því er þessi niðurstaða ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri græna að kenna, ekki forsetanum.
Neitun hans er þó ekki endalokin eins og ríkisstjórnin hefur sagt. Við vissum að lánshæfismatið færi í ruslflokk ef þessu væri neitað og að lánin verða í uppnámi útaf þessu. Afhverju er það? Vegna þess að Bretar og Hollendingar vilja hafa tromp yfir Íslendingum. Með því að beita sér svona í alþjóðasamfélaginu gegn okkur bæði í viðskiptamálum og hugsanlega líka í erlendum fjölmiðlum reyna þau að hræða ríkisstjórn Íslands til að samþykkja þetta. Ég nefni fjölmiðlana vegna þess að ég á erfitt með að skilja hvernig erlendir miðlar geta kerfislega misskilið afstöðu okkar í málinu að við séum í raun að rétta úr fingurinn og neita að greiða krónu/evru/pund tilbaka. Allt skipulagt til að já knýja þjóðina undir sinn vilja og skapa reiði erlendis. Hinsvegar hefur þjóðin, stjórnarandstaðan og forsetinn gefið ríkisstjórninni, Bretum og Hollendingum tónin að það ætlar ekki að láta taka sig þurt að aftan í þessu máli og setja landið á veð fyrir gallaða reglugerð ESB. Við getum þraukað okkur í gegnum þetta mál og á endaum kemur í ljós að barátta okkar við þá átti rétt á sér. Hinsvegar er langur vegur þangað til nema að okkar málum er haldið til haga gangvart pressunni og erlendum erindrekum. Annar erfiðleiki er þó til staðar hér heima fyrir. Icesave málið er búið að hanga svo lengi yfir þjóðinni án niðurstöðu að það er komið í sama pott og Baugsmálið var orðið. Fólk vill bara losna við þetta á einhvern hátt. Ég er þó guðs feginn að til er fólk sem trúr á að þessi niðurstaða er ekki ásættanleg niðurstaða fyrir okkur.
Ríkisstjórnarsamstarfið ætti ekki að vera í hættu nema þeir kjósi að setja hana í hættu. Vissulega gætu þeir fengið meiri samúð núna ef þeir slitu samstarfinu og gengu grátandi út úr ráðuneytunum sínum af því að vondi maðurinn á Bessastöðum vildi ekki skrifa undir samning sem ekki er gerður í sátt við þing og þjóð. Jón Baldvin Hannibalsson hefði greinilega farið þá leið að slíta samstarfinu í fílu miðað við orð hans í dag.
Ég hef alltaf verið sá skoðunar að framkvæmdavaldið allstaðar í heiminum sé ekki toppurinn á valdapýramídanum heldur hópur fjársterka manna sem í raun stjórna atburðarás hverjum tíma. Máli mínu til stuðnings má nefna að allt frá einkavæðingu bankana hófst ákveðin lobbyismi viðskiptamanna sem gróf sig annaðhvort vitandi eða óvitandi inn í stjórnkerfið, háskólana og á aðra staði. Þegar fólk fór að átta sig á þessu í ríkara mæli var það aftur á móti of seint til að bregðast við. Sama á og hefur átt sér stað lengi í Bandaríkjunum og Bretlandi. Nýja ríkisstjórnin ber þessu að vissuleiti einhvern keim líka. Bestu vinir Steingríms voru sendir í IceSave málið og eins og Össur sagði þegar samninganefnd um málefni ESB var mynduð væri á ferðinni það besta samningateymi sem þjóðin hefur upp á að bjóða. Hví voru þessi ofurmenni ekki látin taka Icesave líka? Einnig hvers vegna eru fáir að rannsaka hrunið og hvers vegna er ekki kominn almennilega sjáanlegur árangur með að rannsaka þá gæja sem settu allt á hliðina þegar Bandaríkjamenn náðu að handsama, rannsaka og dæma Madoff á rúmum þremum mánuðum eða svo. Ég tel þetta vera allt spurning um hvar hagsmunir liggja.
Ég fann þessa ágæta heimildarmynd sem er ádeila á Obama, öðrum forsetum Bandaríkjana, alheims fjármálakerfið og The New World Order. Þetta passar nokkuð vel í þá hugsun sem ég hef haft lengi um stjórnmál og hverjir virkilega stjórna ferðinni. Ætla þó ekki að alhæfa að þetta sé allt satt enda ekki með handbærar sannanir sjálfur nema bara tilfinning um að þetta sé rétt, þótt ég vilji ekki trúa þessu innst inni. Slóðin: http://www.youtube.com/watch?v=eAaQNACwaLw. Mæli með að fólk kynni sér þessa mynd. Mjög fróðleg.
Spurning sem vaknar þó, hverjum er treystandi til að verja og halda uppi hagsmunum þjóðar. Sjálfstæðisflokkurinn klúðrarði sínum málum rækilega. Samfylkingin hefur núna tvisvar klúðrarð rækilega, þótt hún vilji ekki viðurkenna það í bæði skiptin nema fyrrverandi formaður hennar, Ingibjörg Sólrún, og núna vinstri grænir sem hafa helst keðjað sig við ráðherrastjólana og samþykkja hvað sem er til að halda þessu áfram. Aðrir flokkar eins og Framsókn kannski? Veit ekki. Ef svo vill til að þingkosningar verða haldnar á næstunni þá vona ég þó að fólk kjósi um framtíðina, ekki fortíðina eins og síðast.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 2. maí 2009
Mikil óvissa um hver verður næsti formaður Sjálfstæðisflokksins
Óvissa ríkir um hver mun taka við af Geir H. Haarde sem formaður Sjálfstæðisflokksins á sunnudaginn kemur, en landsfundargestir sem Landpósturinn ræddi við í dag segjast enn vera gera upp hug sinn og að erfitt sé að velja á milli frambjóðendana tveggja. Á þriðja degi þings er búið að samþykkja ályktanir sem snerta endurreisnarstarfið, Evrópumála svo eitthvað sé nefnt. Nú stendur yfir afgreiðsla ályktana málefnanefnda á fundinum og stendur sá fundur til kl 18 í dag. En rýnum aðeins í niðurstöður þingsins þessa fyrstu þrjá daga.
Óbreytt afstaða til Evrópumála
Endurnýjað hagsmunarmat hefur ekki leitt til grundvallarbreytinga á afstöðu Sjálfstæðisflokksins. Kostir aðildar tengjast helst gjaldmiðilsamálum og ljóst að ýmis álitamál verða aðeins skýrð í viðræðum., stendur m.a. í ályktunartillögu Evrópunefndar sem Kristján Þór Júlíusson, formaður nefndarinnar, las upp á fundinum. Sjálfstæðismenn samþykktu þó viðbótartillögu við ályktunina þar sem segir að komist Alþingi eða ríkistjórn að þeirri niðurstöðu að sækja beri um aðild að Evrópusambandinu er það skoðun Sjálfstæðisflokksins að fara skuli fram þjóðaratkvæðagreiðslu um þá ákvörðun á grundvelli skilgreinda markmiða og samningskrafna. Það má því segja að þrátt fyrir að stefna flokksins sé óbreytt hvað varðar Evrópumál sé búið að opna fyrir mögulegar aðildarviðræður ef þjóðin og ráðamenn kjósa að gera slíkt. Um þetta voru flest allir fundargestir sammála um.
Aftur á móti kom skýrt fram í ályktunartillögu nefndarinnar að yfirráð yfir auðlindum Íslands verði ekki gefin eftir til annarra þjóða eða samtaka þeirra og standa beri vörð um innlenda matvælaframleiðslu.
Nefndarmenn í utanríkisnefnd kvörtuðu um að fá ekki tækifæri á að taka fyrir Evrópumálefni á sínum fundi. Aðrir sögðu kvartanir þeirra ekki við rök að styðjast þar sem þegar var búið að fara yfir þau mál frá öllum hliðum undir sérstakri nefnd og almenn sátt hafi náðst í tillögunni á fundinum. Nefndarmenn höfðu því nægan tíma til að koma fram með sínar skoðanir á fundinum og því alveg óþarfi að ræða um þessi mál að nýju þegar búið var að kjósa um ályktunina, enda hafa Evrópumálin verið stór partur af vinnu flokksins síðustu vikur.
Ábyrgð samfara frelsis
Vilhjálmur Egilsson, formaður Endurreisnarnefndar, hóf umræðu um endurreisnarstarfið á fundinum í gær og sagði að grasrótin í flokknum er lifandi. Grasrótin í flokknum vill flokknum vel og er mjög áhugasöm um að ná árangri fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins og þjóðarinnar allra.en hátt í 200 manns tóku þátt í starfinu og kom fólk frá öllum stöðum þjóðfélagsins að starfi nefndarinnar. Ungir sem gamlir tóku saman hendur við að vinna að því starfi sem nú er rætt um, að mati Vilhjálms.
Í ályktunninni er lagt til að sjálfstæðisflokkurinn axli þessa ábyrgð og biðjist afsökunar á því sem miður fór en hann hefði átt að gera betur., sagði Vilhjálmur. Sjálfstæðisflokkurinn var í ríkisstjórn og löngum í forystu hlutverki á þessum uppgangstíma. Að þeim ástæðum ber flokkurinn óhjákvæmilega mikla ábyrgð á þeim mistökum sem gerð voru í landsstjórninni. Við þurfum að hafa ábyrgð samfara frelsis. Ábyrgðin og frelsið verða að fara saman til þess að sjálfstæðisstefnan virki og til þess að við getum byggt á henni.[...] Ýmsar ástæður megi rekja til stjórnvalda. Hvort heldur að það sé til ríkisstjórnarinnar, löggjafarvaldsins eða stofnana ríkisins. Vilhjálmur nefndi einnig að orð Geirs H. Haarde, fráfarandi formanni flokksins, um ábyrgð flokksins á hruninu sem hann sagði m.a. upp í setningaræðu sinni.
Viðbótartillögur við ályktunar voru allar samþykktar en þar sagði m.a. að tryggja skal sjálfstæði og frelsi Íslands, halda beri vörð um menningararf Íslendinga og vinna að víðsýnni og þjóðlegri umbótarstefnu á grundvelli einstaklingsfrelsis og athafnafrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum.. Einnig eigi að efla Samkeppnis- og skattaeftirlit. Ályktun nefndarinnar var því samþykkt á fundinum með meirihluta samþykki fundargesta.
Mikil hitaumræða myndaðist um gjaldeyrismál í gær á fundi efnahags- og skattanefndar en heimildarmenn Landpóstsins sögðu að það náðist að afgreiða flest öll málefni nefnda á fundartíma í gær. Nú standa yfir afgreiðslur ályktana málefnanefnda á þinginu.
Landsbyggðin eða höfuðborgin
Mikið hefur verið rætt um formannskjörið á þinginu og er ljóst að ekki verður hægt að spá um úrkomu kosninga fyrir en á morgun þegar kjörseðlar verða taldir. Viðmælendur Landpóstsins sögðu allir hafa ekki ennþá gert upp hug sinn. Allir voru þó sammála um að báðir frambjóðendurnir, þeir Bjarni Benediktsson og Kristján Þór Júlíusson, séu mjög áreiðanlegir kostir og duglegir menn. Það mætti segja að landsbyggðin sé að keppa við höfuðborgina um formannsstólinn. Í gær buðu stuðningsmenn Kristjáns fundargestum í Ásmundarsafnið þar sem boðið var upp á léttar veitingar og hægt var að hitta frambjóðendan sjálfan. Sjálfstæðismenn úr öllum kjördæmum voru viðstaddir og má því segja að Kristján hefur gott bakland rétt eins og Bjarni. Það sé því ómögulegt að spá fyrir um niðurstöðu kosninga. Fundargestir sögðu þau vera mjög sáttir að geta haft val á milli eins góða frambjóðendur og hvernig sem kosningin fer á morgun, fær sá traust flokksins til að leiða flokkinn áfram.
-----------
Greinin var skrifuð fyrir landpostur.is, fréttavef Fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. Fréttin birtist þann 28.mars 2009 14:34
Þriðjudagur, 25. desember 2007
Flugeldafárið
Flugeldasalan er stærsta fjáröflun björgunarsveita. Með þeim pening geta sveitirnar keytp nauðsynlegan búnað og tæki til þess að vera klárir í slaginn þegar á sveitirnar reynir. Í desember sem dæmi gekk yfir mikið óveður allstaðar á landinu og voru björgunarsveitarmenn að stöfum nánast í 5 sólahringa víðsvegar um landið.
Margir einkaaðilar hafa síðustu ár verið að stækka sínar sölur til muna og veita Björgunarsveitum og góðgerðafélögum stranga samkeppni. Persónulega finnst mér það í raun allt í lagi, enda staðreynd að þeir selja sína flugelda aðeins ódýrari og gerir það að verkum að allir hafa möguleikan á að versla sér flugelda. Hinsvegar finnst mér alveg út í hött þegar einkaðilar eru að gera allt til þess að líkjast björgunarsveitarstöðum, eins og gert var í fyrra. Þá með að vera í svipuðum einkennisfatnaði og setja upp sölur á sama stað og björgunarsveitir eru með sínar.
Margir einstaklingar hafa talað um að Björgunarsveitir eigi að fá einkaleyfi fyrir flugeldasölu á landinu og er ég á móti þeirri hugmynd. Það á ekki að neyða neinn til þess að kaupa flugelda af ákveðnum einstaklingum eða hrinda samkeppninni út úr markaðinum. Hinsvegar er það staðreynd að landsmenn treysta björgunarsveitum landsins og fara gjarnan til þeirra og versla.
Gleðileg jól, farsælt komandi ár og farið varlega þegar þið skjótið upp flugelda :)
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 21. nóvember 2007
Er skítkast og leiðindi rétta leiðin?
Í síðustu færslu fjallaði ég um keppni Menntaskólans í Reykjavík og Fjölbrautaskólans við Ármúla og allt það rugl sem hefur hringsólað í kringum keppnina.
Á síðustu dögum hef ég fylgst mikið með fréttum, mismunandi bloggfærslum og svörum á spjallborðum og fréttum. Það sem hneykslar mig hvað mest við þetta mál er kjafturinn á MRingum. Fyrir skóla sem hefur eins góða ímynd og MR hefur finnst mér það vera alveg út í hött hvernig eigið skólafélag talar um dómara, FÁ og keppnina.
[...] Það versta sem við í MR-liðinu gerðum átti sér stað í dómarasamningunum en við völdum t.a.m. Kristínu Svövu Tómasdóttur femínasista sem dæmdi MR aldrei hærra en 4 af mögulegum 10 á dómblaðinu sem er gjörsamlega fáránlegt og alveg út'úr kú við það sem eðlilegt er í MORFÍs heiminum. Það má í raun segja að þessi dómgæsla hafi næstum kostað okkur sigurinn. [...]
Þetta stendur t.d. á forsíðu skólafélagsvef MR. Ég sem tengist vefsíðugerð mikið og passa mikið upp á siðferði á netinu finnst mér MRingar vera barnalegir og fúlir yfir niðurstöðu keppninnar. Sérstaklega að skrifa svona sora um einstakling finnst mér vera bara vel yfir siðferðismörkum. Kristín Svava skrifaði m.a. eftirfarandi á blogginu sínu:
[...] Ég er sumsé flækt í menntaskólapólitík. Þannig er mál með vexti að á föstudagskvöld dæmdi ég ræðukeppni milli Menntaskólans í Reykjavík og Fjölbrautaskólans við Ármúla. Leikar fóru þannig að liðin voru jöfn. Meðdómendur mínir höfðu báðir dæmt MR sigur en ég FÁ. Öll vorum við hins vegar sammála um ræðumann kvöldsins, sem kom úr FÁ. Eitt okkar taldi að reglurnar væru þannig að í jafntefli ynni það lið sem ætti ræðumann kvöldsins. Ég hringdi eitt símtal í Morfískunnugan mann, sem staðfesti þetta. Oddadómari tilkynnti því að FÁ hefði sigrað. Síðar um kvöldið kom í ljós að þetta var rangt, reglunum hefði verið breytt og það lið ynni sem fleiri dómarar dæmdu sigur. MR er því réttdæmdur sigurvegari keppninnar. [...]
Þetta er nákvæmlega það sem FÁ er að berjast fyrir, hvort þessi lög séu til. Fyrst að aðrir dómara, dómarar keppninar og fyrrverandi stjórnarmeðlimi morfís vita ekkert um að þessi lög séu til. Er þá ekki alveg sjálfsagt að leggja inn formlega athugasemd til þess að athuga hvað er rétt og hvað er rangt. Ég get alveg verið sammála að mér finnst þessi lög um að því fleiri dómarar sem dæma viðkomandi skóla sigur (í þessu tilviki 2 dómarar með MR, 1 með FÁ) sé sigurvegari í jafntefli. Ég mun alveg hrósa MRingum fyrir sigri ef allur vafi sé kominn út úr þessari keppni.
Hinsvegar finnst mér ekki nógu mikil ástæða fyrir að afturkalla dóm bara útaf því að vefsíða segir svo. Að mínu mati þarf að leggja fram formlega kæru inn til stjórn Morfís sem á svo að fella nýjan dóm ef rök eru fyrir hendi. Það er ekki bara nóg að benda á vefsíðu og segja að þetta sé rétt og ætlast til að breyta dómnum á stundinni. Þess vegna tel ég að FÁ sé ennþá sigurvegari þangað til að formleg kæra frá MRingum komi inn til stjórn Morfís og að morfís dómur gefi út yfirlýsingu um að dóminum hafi verið breytt.
Að lokum, ef einstaklingar vilja tala illa um aðra og nota orð eins og "femínasíta" þá gerið það milli ykkar. Ekki blogga um það á fréttavefnum og hvað þá á opinberu málsgangi skólafélags.
Ef þú lesandi góði vilt lesa meira um málið, vill ég benda á eftirfarandi færslu (einnig mína færslu hér að neðan)
http://skolafelagid.mr.is/
http://framtidin.mr.is/
http://www.fa.is/
http://www.faviti.is/
http:/kristinsvava.spekingur.com/
Eitt svona í lokin ... (fengin af: http://viewmorepics.myspace.com/index.cfm?fuseaction=viewImage&friendID=129990945&albumID=0&imageID=13237693)....
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 17. nóvember 2007
Ármúlaskóli sigraði Menntaskólann í Reykjavík í Morfís, eða hvað?
Nú er ræðukeppni milli Ármúlaskólans og Menntaskólans í Reykjavík afstaðinn. Keppnin var haldin í sal FÁ, en MR höfðu heimavallaréttinn. Keppnin var einnig send út beint á vefsíðu nemendafélagsins, faviti.is og s.k.v tölum voru margir sem nýttu sér þessa tækni.
Eftir þvílíka baráttu milli skólana endaði keppnin í jafntefli eða 1200 stigum á hvert lið. Lið Ármúlaskólans fékk 5 refsistig fyrir að tala 5 sek lengur en tímarammi segir. Bæði liðin stóðu sig mjög vel. Dómari kynnti stöðu mála og hvernig sigurlið kvöldsins er valið þegar liðin enda í jafntefli. S.k.v oddadómara, Hjálmari Stefán Brynjólfssyni, sigrar það lið sem ræðumaður kvöldsins tilheyrir, sem í þessu tilfelli var ræðumaður FÁ, Davíð Örn Hjartarson stuðningsmaður liðsins.
Tek það fram að Hjálmar er að mínu mati góður dómari og hef ég ekkert illt um hann að segja eða vinnubrögð hans. Þetta á líka við aðra dómara, keppendur og kapplið.
Hinsvegar eftir að keppni lauk heyrði maður fréttir af því að lög Morfís sögðu eitthvað allt annað og þar að leiðandi var MRingum dæmdur sigur.
Fyrir skóla sem hefur sjaldan náð upp úr 1. umferð eru þetta mikil framför og er ég mjög stoltur af mínu líði (FÁ) hvernig sem þetta mál þróast. En eitt er víst, Ármúlaskólinn ætlar ekki að gefast upp auðveldlega og ætlar að fylgja þessu máli eftir þangað til að endaleg niðurstaða færst í málinu.
Hinsvegar tel ég mjög mikilvægt að eyða öllum vafa kringum þessa keppni. Lögin segja ákveðið og dómari keppninar segir hitt. Þetta mál liggur ennþá einhverneigin í lausu lofti og eins og ég sagði í síðustu línum verður að fjarlægja öllum vafa úr úrslitunum áður en liðin fagna sigri. Það þarf að komast til botns í þessu máli og fyrir því munum við Ármýlingar berjast alveg til enda, hvernig sem staðan verður þegar þangað er komið FÁ eða MR. Einnig finnst mér mjög gaman að sjá og fylgjast með hversu fljótir MRingar séu aftur upp á háhestinn eftir að fá góðan skell í framan í gær miðað við sigurvímuna sem þeir eru komnir aftur í. Þetta hef ég séð frá MRingum sem ég hef talað við og lesið á vefsíðum þeirra.
Nú er MR mjög virtur skóli sem hefur gengið vel í Morfís á síðustu árum. Ármúlinn er stór skóli sem hefur hingað til ekki gengið vel í Gettur Betur né Morfís. Síðasta keppni sem FÁ hefur unnið í Morfís var á móti MK fyrir tveimum árum í 1. umferð. Hinsvegar segjum svo að FÁ hefði verið með tvo dómara bakvið sig en MR aðeins einn dómara. Myndi MR ekki samt sem áður reyna að finna leið til þess að vinna? Er alls ekki að koma með einhver leiðindi eða vera tapsár en svona er þetta. Persónulega myndi ég alveg gera það ef það er einhver vafi sem liggur kringum þessa keppni eins og sjá má. FÁ hefur í raun engu að tapa. Hinsvegar er væri þetta stórt högg á MR ef úrslitin hefðu staðist. Það má samt segja að með þessari keppni hafi FÁ hækkað verulega í áliti hjá mörgum. Hef talað við marga morfís fróða menn og aðra aðila um keppnina og flestir voru mjög hissa á því hversu vel Ármýlingarnir stóðu sig og hvað þeir komu verulega á óvart í ár.
Stóra spurning er hvort að dómari hafi vitnað í úreld lög eða eitthvað annað fróðlegt. Sjá má sem dæmi á vefsíðu Framtíðarinnar eftirfarandi svar frá Halldóri Grímssyni, dagsett 17. nóv kl 15:47 (slóð á þráðinn)
Ansi merkileg þessi keppni. Mig minnir reyndar að þau lög morfís sem raunverulega dæma MR sigurinn:
"3.12 Verði lið jöfn að stigum sigrar það lið sem fleiri dómarar dæma sigur..."
hafi verið afnumin 1988.
Reyndar voru það þá MR-ingar sem töpuðu vegna reglu þeirri og fengu hana afnumda; en greinilega aðeins nógu lengi til þess að geta nýtt sér hana í þetta sinn; því hún er í dag greinilega við lýði.
MRingar hafa verið duglegir að spjalla um þetta mál á spjallborði Framtíðarinnar og Skólafélagsins.
"Humm... Í sambandi við þetta sem halldorg var að segja, er nokkuð búið að afnema lögin? Og þar sem orðið á götunni er að fávitar ætli að kæra þetta, eigum við það þá á hættu að missa sigurinn?"
Nei þau voru afnuminn eins og ég sagði 1988 þegar MR-ingar kærðu vegna þess að þeir töpuðu á þeim. En þau hafa aftur verið samþykkt; eins og mátti lesa úr því sem ég skrifaði hér fyrir ofan. En ég hef enga trú á þessu orði á götunni þar sem ég talaði nú við einn af þeim persónulega um þetta; þeir ætla ekki að kæra á biturleikanum einum.
Ný spyr ég ykkur lesendur góðir og þá sérstaklega Morfís fróða menn hvað ykkar skoðun er á þessu máli.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)