Færsluflokkur: Kvikmyndir

Krúttlegustu vélmenni kvikmyndasögunar

Wall-e sjálfur Ég hef alltaf haft gaman af tölvugerðum teiknimyndum. Hef allavega ekki misst af neinni slíkri síðan ég sá Toy Story. Nú ákvað ég að skella mér á Wall-e enda búinn að heyra ýmislegt gott um hana.

Til að fræða ykkur aðeins um myndina, fyrir þá sem hafa ekki séð hana, fjallar myndin um lítið velmenni sem hefur fengið það verkefni að hreinsa upp jörðina, eftir að mannfólkið hefur fyllt jörðina af rusli. Fyrir vikið er líf á jörðinni ekki hægt og bíður nú mannfólkið í stórtu geimskipi í geiminum. Wall-E er hinsvegar forvitinn og einmanna. Þegar Eve er send á jörðina til að kanna hvort líf geti þróast á ný á jörðinni verður Wall-e ástfanginn upp fyrir haus og þá fyrst sko ævintýrið mikla.

Eftir að hafa séð þessa mynd get ég svo sannarlega sagt að Wall-e og Eve eru án efa krúttlegustu tölvugerða teiknimyndastjörnurnar sem ég hef séð. Wall-e, saklaus, forvitinn og góðhjarta vélmenni og svo Eve, stórhætuleg en vingjarnleg. Ég hef allavega sjaldan sagt "ohhhh" yfir þá sérstaklega bíómyndum. Einnig er skemmtileg hvað byrjunartónninn úr apple tölvunum er notaður þegar Wall-e hleður batteríin sín :)

Þeir sem hafa ekki séð þessa mynd mæli ég svo sannarlega með að þið gerið það. Án efa ein af skemmtilegustu bíómyndum sem ég hef séð á þessu ári. Gef henni alveg góðar 4 stjörnur yfir góðri sci-fi framtíðar tölvuteiknimynd :)

Brúðguminn (2008)

Ég kíkti einmitt um helgina á nýjustu mynd Baltasars, Brúðguminn. Ég hafði gert mér ákveðnar væntingar eftir að hafa séð myndbrotið. Þrátt fyrir að þessar væntingar mínar höfðu ekki verið uppfyllt nema að hluta skemmti ég mér þokkalega vel á myndinni. Væntingar mínar voru aðalega gangvart húmorinum sem átti að vera í myndinni. Myndin ber einkenni eins og flestar íslenskar kvikmyndir. Sýna okkur daglegt líf manna í tilvístarkreppu. Aftur á móti var ég ánægður með framsetninguna á persónunum og hlutverki og þá sérstaklega á kvikmyndatöku og frágang myndarinnar.

Myndin fjallar um Jón Jónsson kennara og gerist myndin í raun á tveimum sólarhringum, þótt að umfjöllunarefni myndarinnar sé 2 til 3 ár. Myndin gerist í Flatey en einnig í Reykjavík. Jón er að gifta sig í annað sinn og er unnusta hans miklu yngri en hann sjálfur. Ekki eru allir sáttir með brúðkaupið og þá sérstaklega tengdaforeldrar Jóns. Jón hefur hinsvegar mikið að hugsa um fortíðina og hvernig allt á eftir að ganga.

Húmorinn skín í gengum myndina með ýmsum hætti sem best er að þú komist að á eigin vegu. Það sem heillaði mig hvað mest var sögusviðið á Flatey og þessi einangrun þar sem allir þekkjast mjög náið og engin næstum engin leyndarmál eru.

Ég mæli með þessari mynd en það þarf svolítið að setja sig inn í einstaklinga og atburði til þess að ná fullkomnum skilningi á aðstæðum. Ég gef þessari mynd 3 stjörnur.


mbl.is Góð aðsókn á Brúðgumann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kvikmynd: I am Legend

i_am_legend_poster2I am Legend segir sögu Robert Neville (Will Smith) og tilraun hans til þess að lækna veiru sem eyddi 99% af mannkyninu árið 2009. Eitt prósent, þeir sem smituðust ekki, féllu fyrir hópi stökkbreytra manna sem lifa í myrkrinu. Þessar veirur hafa tapað öllu því sem við köllum mannlegt og eru samblanda af uppvakningum og vampírum. Neville býr og vinnur í New York en þar átti veiran upptök sín.

Umhverfi myndarinnar er New York árið 2012 og er borgin náttúrulega illa farin. Bílar út um allt, rusl og  plöntur standa upp úr götum borgarinnar. Mjög friðsamlegt er á daginn en um leið og sólin sest koma fram skeppnurnar hræðilegu sem Neville reynir að nota undir rannsóknir á mótefni gagnvart veirunni.

2319Myndin er samblanda af Spennu, hryllingi, gríni, vísindaskáldskap og dramatík. Myndin sýnir okkar rómantíska og fallega mynd af einmannleika. Barátta manns til þess að halda vitinu í lagi er sterk og aðferðirnar við að viðhalda því eru sýndar hér á mjög fróðlegan og skemmtilegan hátt. Sjaldan hef ég séð eins góða túlkun á einmannleika eins og í þessari kvikmynd.

Kvikmyndatakan er nokkuð venjuleg fyrir spennumynd og hasar en inn í söguþráðinn eru skeyttar inn svokallað "flashback" eins og þættirnir Lost byggjast mikið upp á. í þessum "flashbacks" fær áhorfandinn að kynnast hvað gerðist áður en New York var sett í sótthví.

Will Smith hefur alltaf verið einn af mínum leikurum sem ég held mest upp á. Leikræn túlkun hans í myndinni er mjög skemmtileg og í raun sýnir að hann getur vel leikið í grínhlutverki eða í dramahlutverki eins og ég myndi flokka I am Legend undir.

i_am_legend_will_smith__1_Að lokum mæli ég með fyrir þá sem ekki hafa séð myndina að fylgjast vel með smáatriðum í myndinni. Mikið af atriðum í myndinni eru útskýrð þannig. Af hverju eitthvað er eins og það er o.s.frv. Þetta gildir í raun líka fyrir þá sem hafa séð hana. Skoða smáatriðin :)  

I am Legend fær þess vegna 3 og hálfar stjörnur frá mér. Þetta er mynd sem  


Kvikmynd: The Moguls

Ég hef af og til skrifað kvikmyndagagnrýni um allskonar kvikmyndir, bæði sem eru í bíó og komnar út á DVD . Hinsvegar hef ég ekki birt þær á alnetinu í mörg ár. Aðalega notað þær til þess að þjálfa mig upp í greinaskrif og annað. Kvikmyndagagnrýnin mín er yfirleitt vel tekin af þeir sem spyrja mig, enda hef ég litlar væntingar gagnvart flestum kvikmyndum. Það kemur þó fyrir og þá getur gagnrýnin orðið verulega hörð sem er í raun bara í lagi.
Í kvöld keypti ég mér myndirnar "The Moguls" og "Even Money" úr 48DVD safninu. Báðar myndir voru góðar á sinn hátt. Hinsvegar langar mér að birta smá umfjöllun um The Moguls. Til gamans geta hafði ég engar sérstakar væntingar gangvart þessum myndum.

The Moguls (The Amateurs, bandríski tiltillinn) kom út árið 2005 og í fyrstu hljómar sem einskonar B-mynd þrátt fyrir að hafa góða og þekkta leikara eins og Jeff Brigdes, Ted Danson, Joe Pantoliano og William Fichtner. Hér er á ferðinni frábær satíra stútfull af gríni og kaldhæðni sem held ég að flestir eiga eftir að fíla í botn.

Myndin fjallar um vinahóp sem reynir og reynir að finna sér eitthvað sem þeir getað grætt verulega á. Ákveðið er að búa til saklausa klámmynd. Verkefnið er ekki eins auðvelt og þeir upphafla halda og er gaman að fylgjast með hvernig þetta verkefni þeirra fer.

Persónurnar eru allar mjög ólíkar á sinn hátt þrátt fyrir að eiga eitt sameiginlegt, að vera ósköp venjulegt fólk sem búa í bandarískum smábæ. Lifa einföldu lífi og reyna sitt besta að vera gott fólk. Andy (Jeff Bridges) er fráskilinn og þarf að horfa upp á son sinn lifa með ríkum stjúpföður sínum. Þetta fer svolítið fyrir brjóstið á honum og vill endilega gera betur. Hann er sem dæmi aðilinn sem fær þessa skrítnu hugmynd um að framleiða klámmyndina.

The Mogules er bráðskemmtileg kvikmynd og mæli ég svo sannarlega með þessari mynd. Myndin fær frá mér 3 og hálfar stjörnur.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband