Mánudagur, 11. júní 2007
Bifhjólasaga
Var um daginn að keyra í vinnuna og beygja upp af Vesturlandsveginum til þess að keyra í átt að rauðavatni. Fyrir aftan mig er maður á skellinöðru sem bókstaflega með hjólið á stuðaranum hjá mér. Svo rýkur hann fram úr mér og brunar á vel yfir 100 og örugglega nálægara 200 km/klst hraða. Svo brunar hann með fram bílunum áfram veginn meðfram bílum, á hinni akreininni og vegöxlinni. Lá við að ég var farinn að búast við einhverju stórslysi miðað við hvernig hann keyrði.
Slysið sem varð í nótt sýnir nú einmitt að sumir hafa ekki þroska til þess að keyra á svona hjólum. Það er þekkt að bifhjólaslys eru mun alvarlegri, sérstaklega ef maður er ekki vel varinn eða keyrir eins og skepna. Hinsvegar eru nú sumir "bíl" ökumenn sem eru nú ekkert skárri stundum. Rása um akreinarnar og stofna sér og öðrum í lífshættu. Hvers vegna??
![]() |
Ökumaður bifhjóls hálsbrotnaði er hann ók aftan á bifreið í nótt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)