Bifhjólasaga

Var um daginn að keyra í vinnuna og beygja upp af Vesturlandsveginum til þess að keyra í átt að rauðavatni. Fyrir aftan mig er maður á skellinöðru sem bókstaflega með hjólið á stuðaranum hjá mér. Svo rýkur hann fram úr mér og brunar á vel yfir 100 og örugglega nálægara 200 km/klst hraða. Svo brunar hann með fram bílunum áfram veginn meðfram bílum, á hinni akreininni og vegöxlinni. Lá við að ég var farinn að búast við einhverju stórslysi miðað við hvernig hann keyrði.

Slysið sem varð í nótt sýnir nú einmitt að sumir hafa ekki þroska til þess að keyra á svona hjólum. Það er þekkt að bifhjólaslys eru mun alvarlegri, sérstaklega ef maður er ekki vel varinn eða keyrir eins og skepna. Hinsvegar eru nú sumir "bíl" ökumenn sem eru nú ekkert skárri stundum. Rása um akreinarnar og stofna sér og öðrum í lífshættu. Hvers vegna??


mbl.is Ökumaður bifhjóls hálsbrotnaði er hann ók aftan á bifreið í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þegar maður er úti í umferðinni, þá fær maður oft þá tilfynningu að mótorhjólafólk sé almennt mun heimskara en annað fólk ...

Stefán

Stefán (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 09:20

2 identicon

Auðvitaðhefðu þeir átt að stöðva þegar merki var gefið og sýna meiri þroska. Það eru bara ekki allir svona fullkomnir. Ekki skortir í seinni tíð neitt á heimsku löggæslumanna við þessa eltingaleiki þeirra við meinta ökuníðinga. Þá fyrst er hætta á ferðum. Eru menn búnir að gleyma amerísku drossíunni sem vafðist utan um ljósastaurinn við Kópavogsbrúna í kring um 1972-76 ? Algerlega á ábyrgð löggæslumanna sá dauði. Hættið bíómyndaeltingarleik, hann er mun hættulegri en hann virðist í myndunum og endar alltaf mun verr en þar.

Siggi (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 09:57

3 Smámynd: Árný Sesselja

"Þegar maður er úti í umferðinni, þá fær maður oft þá tilfynningu að mótorhjólafólk sé almennt mun heimskara en annað fólk .."

þessi yfirlýsing er heimskuleg.....mótorhjólafólk er líka fólk....

Hvað vit er í þínum kolli? 

Árný Sesselja, 11.6.2007 kl. 17:47

4 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Bjánar eins og þessir tveir ökuníðingar hafa augljóslega ekki mikið vit, og það var svo sannarlega ekki þeim að þakka að ekki fór þó ver en raunin varð á og enginn saklaus slaðaðist, allvegana í þetta sinn. Lögreglan gerði það eina rétta í málinu og reyndi að stoppa mennina áður en einhver saklaus vegfarandi hlyti tjón af eða dauða.

Georg P Sveinbjörnsson, 11.6.2007 kl. 18:59

5 Smámynd: Pétur Geir Magnússon

hehehe... hvernar hefur einhver séð "skellinöðru" á 200??? Þær eru 2,5 hö... vá þú ert moron!!

Pétur Geir Magnússon, 11.6.2007 kl. 21:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband