Fimmtudagur, 31. júlí 2008
Hvar lesið þið nauðgun í þessu lagi?
Ákvað að hlusta á þetta lag eftir að ég las þessa umræddu frétt sem ég er að blogga hér um. Mín niðurstaða er sú að jú textinn er kannski svolítið grófur og furðulegur en hinsvegar á allar þær útihátíðir, þjóðhátíðir og ein Hróaskelda sem ég hef farið á endurspeglar textinn alveg að einhverju leyti andinn á svona hátíðum. Til að forðast allan misskilning þá er ég ekki að nefna naugun inn í síðustu setninguna. Einfaldlega nauðgun er siðlaust, glæpur og ófyrirgefanlegt í mínum augum. Ef einhver ætlar að réttlæta að hafa nauðgað einhvern eftir að hafa hlustað á þetta lag get ég alveg sagt að viðkomandi sé virkilega greindaskertur einstaklingur.
Hinsvegar sé ég hvergi í textanum að það sé talað um slíka iðju. Hinsvegar get ég alveg snúðið út úr textanum og túlkað sum atriði sem nauðgun.
Stundum er það bara þannig að strákar og stelpur fara á svona til að hafa gaman og er þetta stundum fylgifiskur af gleðinni. Verðum bara að vona að varnirnar séu í lagi og notaðar.
![]() |
Texti Baggalúts snýst ekki um eðlilega hegðun" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)